Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 60
40 26. maí 2011 FIMMTUDAGUR
Hljómsveitin Gusgus og fjöldi
annarra þekktra flytjenda hafa
staðfest komu sína á Bestu
útihátíðina sem verður hald-
in á Gaddstaðaflötum við Hellu
helgina 8. til 10. júlí.
Gusgus gaf nýverið út sjöttu
plötu sína, Arabian Horse, og
sveitin er þekkt fyrir að spara
hvergi til þegar kemur að sviðs-
framkomu. Sveitin spilar á
laugardagskvöldinu, sama kvöld
og hljómsveitin Quarashi rís upp
frá dauðum.
Aðrir sem stíga á svið eru
Skítamórall, sem er að koma
saman eftir nokkurt hlé, Ingó &
Veðurguðirnir, XXX Rottweiler,
SSSól, Friðrik Dór, Í svörtum
fötum, Jón Jónsson, Auddi &
Sveppi, Kristmundur Axel, Dyna-
mic, Dj Áki Pain og Steindi Jr.
sem flytur tónlistina úr þáttum
sínum með aðstoð Ásgeirs Orra
Ásgeirsson úr upptökuteyminu
Stop Wait Go.
Miðasalan hefst 1. júní í versl-
unum Símans um allt land og
kostar miðinn 7.900 krónur í
forsölu en 9.500 kr. við hlið.
Gusgus spilar á Bestu hátíðinni
GUSGUS Daníel Ágúst (t.h.) og Biggi
Veira úr Gusgus verða á Bestu úti-
hátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Það getur tekið á að vera
eina stelpan í hópi sex
stráka en Þorbjörg Roach
Gunnarsdóttir, meðlimur
hljómsveitarinnar Retro
Stefson, ber sig vel eftir
tæplega tveggja mánaða
búsetu í Berlín.
„Sambúðin gengur vel en það
getur tekið á að vera eina stelpan.
Ég hlakka til að koma heim í smá
frí,“ segir Þorbjörg Roach Gunn-
arsdóttir, einn af meðlimum stuð-
hljómsveitarinnar Retro Stefson,
sem hafa undanfarna mánuði verið
búsettir í Berlín til að koma tón-
list sinni á framfæri á meginlandi
Evrópu.
„Það er ekki langt síðan við
fengum alvöru æfingahúsnæði
og við höfum því verið iðin við að
æfa okkur þessa vikuna,“ segir
Þorbjörg, en tónum Retro Stefson
hefur verið vel tekið í Þýskalandi.
„Þjóðverjar eru skemmtilegir tón-
leikagestir og duglegir að dansa.
Okkur hefur líka þótt gaman hvað
það er breiður aldurshópur sem
mætir að hlusta á okkur,“ segir
Þorbjörg og bætir við að tónleika-
gestir komi alla jafna til þeirra
eftir tónleikana til að hrósa þeim
fyrir frammistöðuna.
Húsreglur og mútur
Sveitin býr saman í lítilli íbúð
í útjaðri Berlínar þar sem Þor-
björg deilir herbergi með Unn-
steini, Þórði og Gylfa. Húsregl-
urnar eru einfaldar, hver og einn
vaskar upp eftir sig og það er
bannað að vera of lengi á klósett-
inu, en það fer helst í taugarnar á
Þorbjörgu að vera ekki með sérher-
bergi. „Ég þarf alltaf að fara inn
á bað til að skipta um föt, það er
pínu þreytandi,“ segir Þorbjörg en
í bakgrunninum má heyra hlátra-
sköll frá hinum meðlimum Retro
Stefson. „Unnsteinn er að reyna
að múta mér með 25 evrum til að
segja að sambúðin við hann sé best.
Þeir eru allir ágætir en Haraldur,
Þórður og Ingvar sjá eiginlega
alfarið um matseldina enda góðir
kokkar, annað en ég. Svo skiptum
við á milli okkar þrifunum.“
Sveitin er að leita að nýrri íbúð í
Berlín en það er ekki auðvelt fyrir
sjö tvítuga krakka í hljómsveit að
finna íbúð við hæfi. „Stefnan er
að fá aðeins stærri íbúð í sumar
og þar geng ég fyrir að fá sér-
herbergi. Held að það sé óskrifuð
regla hjá okkur,“ hlær Þorbjörg.
Góðir dómar
Platan Kimbabwe hefur feng-
ið frábæra dóma í þýsku tón-
listarpressunni, þar sem krökk-
unum er hrósað fyrir frumleika
og hressa popptónlist. Vefsíðan
roteraupe.de lýsir plötunni sem
„diskómetalafrópoppi í íslenskri
lopapeysu“. Aðrar vefsíður hafa
ekki sparað stjörnurnar, en Kim-
babwe hefur fengið fjórar og jafn-
vel fjóra og hálfa stjörnu af fimm
mögulegum á þýsku tónlistar-
síðunum intro.de og laut.de.
Þrátt fyrir að sveitin ætli sér
að þeysast á milli tónlistarhátíða
í Evrópu í sumar fá Íslending-
ar tækifæri til að berja sveitina
augum 1. júní næstkomandi, en
þá heldur Retro Stefson tónleika á
skemmtistaðnum Nasa.
„Ég er mjög spennt að koma
heim og hitta fjölskylduna mína
og vini. Maður er farinn að sakna
ótrúlegustu hluta frá Íslandi. Ég
get til dæmis ekki beðið eftir að
fá mér saltstangir með Vogaídýfu
og fara í sund,“ segir Þorbjörg.
alfrun@frettabladid.is
Skiptir um föt inni á baði
SKEMMTA EVRÓPUBÚUM Meðlimir Retro Stefson búa saman í lítilli íbúð í góðu hverfi
í Berlín en húsreglurnar eru tvær: hver og einn vaskar upp eftir sig og það er bannað
að vera of lengi á klósettinu.
DYLAN DOG: DEAD OF NIGHT 8 og 10.10
PAUL 5.50, 8 og 10.10
GNÓMÍÓ OG JÚLÍA 3D - ISL TAL 5
GNÓMÍÓ OG JÚLÍA 2D - ISL TAL 5
FAST & FURIOUS 5 7 og 10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
T.V. - kvikmyndir.is
FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ ÍSLENSKU
STÓRSTJÖRNUNNI ANÍTU BREIM
www.laugarasbio.is
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
t þér miða á gðu ygr
Jack Sparrow er mættur í stærstu mynd sumarsins! Stórkostleg þrívíddarævintýramynd með Johnny Depp,
Penélope Cruz, Ian McShane og Geoffry Rush. Sýnd í Disney Digital 3D í völdum kvikmyndahúsum
-BoxofficeMagazine
ÁLFABAKKA EGILSHÖLL
12
12
12
12
16
10
10
10
L
L
L
L
PIRATES OF THE CARIBBEAN 3D kl. 5 - 8 - 10 - 11
DÝRAFJÖR (ANIMALS UTD) M/ ísl. Tali kl. 5:30
DRIVE ANGRY 3D TEXTALAUS kl. 10.30
THOR 3D kl. 8 - 10 30
SOMETHING BORROWED kl. 5.30
12
12
12
KRINGLUNNI
10
V I P
16
10
L
AKUREYRI
PIRATES OF THE CARRIBEAN 4 kl. 6 - 9
ANIMALS UNITED ísl tal kl. 6
DRIVE ANGRY kl. 8 - 10:20
12
16
10
SELFOSS
PIRATES OF THE CARRIBEAN 4 kl. 8 - 10:50
FAST FIVE kl. 8
PRIEST kl. 10:50
THE HANGOVER 2 Forsýnd kl. 8 - 11
THE HANGOVER 2 Forsýnd kl. 11
PIRATES OF THE CARRIBEAN 4 3D kl. 5 - 8 - 10:20
PIRATES OF THE CARRIBEAN 4 2D kl.9:20 (2D)
PIRATES OF THE CARRIBEAN 4 kl. 5 - 8
DÝRA FJÖR M/ ísl. Tali kl. 6
FAST FIVE kl. 5:20 - 8 - 10:40
SOMETHING BORROWED kl. 5:50 - 8 - 10:20
THE HANGOVER 2 Forsýnd kl. 8
PIRATES OF THE CARRIBEAN 4 kl. 6 - 9 - 10:20
FAST FIVE kl. 5:30 - 10:20
THE LINCOLN LAWYER kl. 8
t gðu þér miða áygr
FORSÝND Í KVÖLD!
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR
“BESTA ‘PIRATES’ MYNDIN”
- M.P FOX TV P.H. BOXOFFICE MAGAZINE
NÁNARI UPPLÝSINGAR
OG MIÐASALA Á
PIRATES 4 3D KL. 4 - 5 - 8 - 10 - 11 10
PIRATES 4 3D Í LÚXUS KL. 5 - 8 - 11 10
PRIEST 3D KL. 6 - 8 - 10.30 16
GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D KL. 4 - 6 L
FAST FIVE KL. 8 - 10.40 12
THOR 3D KL. 8 12
RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 L
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI
DYLAN DOG KL. 8 - 10 14
PAUL KL. 8 - 10 12
FAST FIVE KL. 5.40 12
GNÓMEÓ & JÚLÍA 3D KL. 5.40 L
DYLAN DOG KL. 5.40 - 8 - 10.20 14
WATER FOR ELEPHANTS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
GNÓMEÓ OG ÚJ ÍL A 3D KL. 6 L
HÆVNEN KL. 5.40 - 8 12
HANNA KL. 10.20 16
PRIEST 3D KL. 8 - 10 16
STÓRKOSTLEG ÞRÍVÍDDARÆVINTÝRAMYND
BARA GÓÐAR MYNDIR www.bioparadis.is
HUR MÅNGA LINGON FINNS DET I VÄRLDEN?
ÞÖGLAR MYNDIR: PHANTOM OF THE OPERA
OKKAR EIGIN OSLÓ
ROUTE IRISH
BOY
DJÖFLAEYJAN (ENGLISH SUBTITLES)
ASTRÓPÍA (ENGLISH SUBTITLES)
HEIMA A FILM BY SIGUR RÓS (ENGLISH SUBTITLES)
18:00, 20:00, 22:20
20:00
18:00, 20:00
22:20
18:00, 22:00
18:00
20:00
22:00
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS
BAR
&
CAFÉ
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
46
67
0
4/
11Lægra
verð
í Lyfju
15%
afsláttur í maí
á öllum stærðum af
Nicotinell IceMint
Dæmi: 2 mg, 204 stk.
með afslætti 5.516 kr.