Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2011, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 26.05.2011, Qupperneq 62
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR42 sport@frettabladid.is EYJÓLFUR HÉÐINSSON skoraði síðara mark SönderjyskE sem vann 2-1 sigur á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Eyjólfur spilaði allan leikinn, rétt eins og Ólafur Ingi Skúlason, liðsfélagi hans. SönderjyskE er í sjötta sæti deildarinnar fyrir lokaumferð deildarinnar um helgina. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX AUKASÝNINGAR „Þessi leiksýning hefur allt sem þarf til að skapa vel heppnað og eftirminnilegt leikverk.“ I.Þ., Mbl. „Þetta var geggjuð flott sýning, eins og gelgjan sagði. Og hvað viljið þið meira?“ B.S., pressan.is „Critics choice“ Time Out, London Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is FÓTBOLTI Lítið var um óvænt úrslit í þeim leikjum sem fóru fram í 32-liða úrslitum Valitor-bikar- keppninnar í gær. Af úrvals- deildarfélögunum lentu Valsmenn í mesta baslinu en þeir þurftu framlengingu til að bera sigur úr býtum gegn 1. deildarliði Víkings frá Ólafsvík. Staðan var 1-1 að jöfnum venju- legum leiktíma en Haukur Páll Sigurðsson tryggði Val svo sigur þegar fimm mínútur voru til loka framlengingarinnar. 32-liða úrslitunum lýkur í kvöld með fimm leikjum en úrslit gær- kvöldsins má sjá ofar á síðunni. Grindvíkingar gerðu góða ferð norður til Akureyrar þar sem liðið vann 2-1 sigur á KA. Þeir geta þó sjálfum sér um kennt fyrir að gera leikinn spennandi. Michal Pospi- sil skoraði bæði mörk gestanna í Boganum á Akureyri en Hall- grímur Mar Steingrímsson minnk- aði muninn. Grindvíkingar fengu urmul færa til að klára leikinn en KA barðist allt til loka, án þess að ná að jafna. „Við skutum sjálfa okkur í fót- inn með því að gefa þeim mark og ákveðna spennu undir lokin. Við fengum fullt af færum, dauðafæri, og áttum að klára þetta miklu fyrr. Við vorum sjálfum okkur verstir en þetta var bæting frá síðustu leikjum. Bikarinn snýst bara um eitt og það er að vinna,“ sagði Ólaf- ur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur. Haukur Heiðar Hauksson, fyrir- liði KA, var ekki upplitsdjarfur í leikslok. „Þeir voru sterkir í byrj- un og við vorum lengi að vakna. Þeir voru hættulegir en við hefð- um líka getað skorað. Mér hefði fundist sanngjarnt hefðum við komist í framlengingu en líklega vantaði ákveðið bit í sóknina,“ sagði fyrirliðinn. - esá, - hþh Valur í basli en Grindavík vann KA á Akureyri: Fátt um óvænt úrslit HETJAN Haukur Páll Sigurðsson tryggði Val sæti í 16-liða úrslitunum með marki í lok framlengingarinnar gegn Víkingi frá Ólafsvík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI KR-ingum hefur gengið illa að landa sigrum á „teppinu“ í Garðabæ en þeir voru öflugir þar í gær og unnu sanngjarnan sigur. Þessi lið mættust um síðustu helgi á sama stað og þá fóru leik- ar 1-1. Bæði lið hafa verið að spila skemmtilegan fótbolta í sumar og því var búist við fjörugum leik. Það reyndist líka vera raunin því fyrri hálfleikur var bráðfjörugur. KR-ingar óðu hreinlega í færum í hálfleiknum en virtist fyrirmunað að skora. Það var ekki fyrr en á lokamín- útu hálfleiksins sem Viktor Bjarki náði að stanga inn sendingu Ósk- ars Arnar. Stjarnan átti sín færi en oftar en ekki vantaði herslumun- inn á sóknarlotur þeirra. Umdeilt atvik átti sér stað eftir um 22 mín- útna leik er Daníel Laxdal slapp í gegn. Baldur Sigurðsson hékk í honum og kom honum úr jafnvægi. Ekkert var dæmt en hefði verið dæmt hefði Baldur fokið af velli. „Ég sá þetta mjög vel. Baldur kemur oft við axlirnar á honum og Daníel er klárlega ekki í jafn- vægi er hann tekur skotið. Þarna átti að vera aukaspyrna og rautt spjald. Það hefði kannski breytt leiknum,“ sagði Bjarni Jóhanns- son, þjálfari Stjörnunnar. Þrátt fyrir þetta umdeilda atvik var KR alltaf sterkari aðilinn á öllum svæðum vallarins og hefði að ósekju átt að skora meira. Tvö mörk komu í síðari hálfleik hjá KR-ingum á meðan Stjörnumenn voru óvenju orkulitlir og ekki líkir sjálfum sér. Auðvitað vant- aði sterka menn í þeirra lið og það augljóslega háði liðinu mikið sem segir að breiddin sé ekkert allt of mikil hjá Stjörnunni. Hjá KR var Viktor Bjarki magn- aður en hann leikur við hvurn sinn fingur þessa dagana. Dofri var afar sprækur í bakverðinum, varn- arlínan afar sterk og miðjan í topp- formi með Bjarna öflugan. Guðjón var síðan síógnandi frammi þó svo að honum hafi verið mislagðir fætur fyrir framan markið. „Þetta var auðvelt þegar leið á leikinn. Það var hætta í byrjun enda þeir sterkir í föstum leik- atriðum. Fyrsta markið braut ísinn hjá okkur og þegar við komumst í 2-0 var þetta aldrei spurning,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, en sigurinn var kærkominn. „Vonandi erum við að snúa geng- inu á teppinu okkur í hag en það er erfitt að spila hérna. Það var ekk- ert verra að spila hér um daginn og koma svo strax aftur.“ Bjarni hefði viljað sjá sína menn grimmari og viðurkenndi að liðið hefði saknað lykilmanna illilega. „Eftir að við fengum á okkur fyrsta markið var á brattann að sækja. Það munaði um máttar- stólpana okkar og svo missum við Jesper út af þar sem hann stífn- ar upp. Það vantaði samt græðgi í okkur í teignum. Þegar við nýttum það ekki slokknaði smám sama á okkur.“ henry@frettabladid.is KR númeri of stórt fyrir Stjörnuna KR er komið í sextán liða úrslit Valitor-bikarsins eftir öruggan 0-3 sigur á Stjörnunni í Garðabæ. Viktor Bjarki heldur áfram að fara á kostum með KR en Stjörnumenn söknuðu lykilmanna í leiknum í gær. SIGRINUM FAGNAÐ Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, leiðir sína menn í fögnuðinum á Stjörnuvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Valitor-bikarkeppni karla 32-LIÐA ÚRSLIT Valur - Víkingur Ó. 2-1 1-0 Jón Vilhelm Ákason (12.), 1-1 Brynjar Krist- mundsson (43.), 2-1 Haukur Páll Sigurðsson (115.). Framlengt, staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Stjarnan - KR 0-3 0-1 Viktor Bjarki Arnarsson (45.), 0-2 Dofri Snorrason (65.), 0-3 Viktor Bjarki Arnarsson (71.), Berserkir - Fram 1-3 Kristján Andrésson – Guðmundur Magnússon 2, Tómas Leifsson. ÍR - Þróttur R. 1-2 Karl Brynjar Björnsson – Sveinbjörn Jónasson 2. Framlengt, staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Fjölnir - Selfoss 1-0 Viðar Guðjónsson KA - Grindavík 1-2 0-1 Michal Pospisil (13.), 0-2 Michal Pospisil (62.), 1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson (76.). Haukar - KF 2-0 Grétar Atli Grétarsson, Hilmar Emilsson. Njarðvík - HK 0-1 Orri Sigurður Ómarsson. BÍ/Bolungarvík - Reynir S. 5-1 Kevin Brown 2, Birkir Sverriss., Jónmundur Grét- arsson, Colin Marshall – Þorsteinn Þorsteinsson. Kjalnesingar - ÍBV 0-3 Þórarinn Ingi Valdimarsson, Yngvi Borgþórsson (víti), Ian Jeffs. Upplýsingar að hluta frá Fótbolta.net. LEIKIR KVÖLDSINS Höttur - Keflavík Fellavöllur, kl. 17.30 Breiðablik - Völsungur Kópavogsv., kl. 19.15 KV - Víkingur KR-völlur, kl. 19.15 Þór - Leiknir F. Boginn, kl. 19.15 FH - Fylkir Kaplakrikavöllur, kl. 20.00 Hamar er einnig komið áfram í 16-liða úrslitin en dregið verður á morgun. ÚRSLIT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.