Fréttablaðið - 26.05.2011, Síða 64

Fréttablaðið - 26.05.2011, Síða 64
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR44 HANDBOLTI Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er að stíga upp úr mjög alvarlegum veik- indum og mun taka þátt í sínum fyrsta leik af fullum krafti um helgina. Kári fékk sýkingu í kirtl- ana sem leiddi síðan út í blóðið og fór þaðan í lungun. „Það fór allt í fokk ef ég á að segja eins og er. Þetta var alvar- legt mál og ég var alveg frá í tuttugu daga. Ég er sem betur fer kominn á rétt ról á nýjan leik,“ sagði Eyjamaðurinn harði við Fréttablaðið í gær. Kári Kristján hefur staðið sig afar vel með þýska úrvalsdeild- arfélaginu Wetzlar, sem leggur mikinn metnað í að framlengja samninginn við Kára sem rennur út eftir ár. „Þeir vilja semja til ársins 2014 og ég er svona að velta mál- unum fyrir mér. Hvort ég taki öryggið og semji upp á nýtt eða taki áhættuna og sjái hvað býðst næsta sumar. Svo skiptir náttúr- lega máli hvað Wetzlar er til í að bjóða mér núna.“ - hbg Kári Kristján veiktist illa: Fékk slæma sýkingu í kirtla KÁRI KRISTJÁN Er í samningaviðræðum við Wetzlar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Kristinn Steindórsson skoraði þrennu í 3-1 sigri Breiða- bliks á Fylki í 5. umferð Pepsi- deild karla og er besti leikmaður umferðarinnar að mati Frétta- blaðsins. Leik Þórs og FH var frestað fram í júní og er hann að sjálfsögðu ekki með í samantekt Fréttablaðsins. „Þetta byrjaði ekki alveg eins og við ætluðum okkur en það hefur verið stígandi í síðustu leikjum og það var mjög gott að ná þessum sigri á Fylki. Við erum farnir að gera það sem við erum þekktir fyrir og það er allt farið að ganga miklu betur,“ sagði Kristinn Steindórsson en Blikar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa síðan tekið 7 stig af 9 mögulegum. Kristinn er orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk í fimm leikjum en hann skoraði tólf mörk við hlið Alfreðs Finnbogasonar í fyrra. „Það er kannski fullmikið búið að tala um Alfreð. Hann er farinn og mun ekki koma aftur á næst- unni. Þegar það fer góður leik- maður eins og Alfreð þá þurfa aðrir að taka ábyrgð og ég set pressu á sjálfan mig að standa mig vel,“ segir Kristinn. Kristinn fagnar komu Dylans Macallister í lið Breiðabliks. „Hann lofar góðu, er stór og sterk- ur og dregur mikið til sín. Það skapast pláss fyrir okkur hina fyrir aftan sem við getum nýtt okkur,“ segir Kristinn sem nýtti sér það strax í fyrsta leik við hlið Ástralans. „Það er gott að spila upp á hann, hann heldur boltanum vel og getur spilað honum vel frá sér á menn sem eru að koma á ferðinni,“ segir Kristinn. Kristinn er kominn með fimm mörk og eina stoðsendingu í fyrstu fimm leikjunum en hann var með tólf mörk og sex stoð- sendingar á öllu síðasta tímabili. „Maður reynir alltaf að gera betur og ég ætla ekki að stefna á neitt minna,“ segir Kristinn aðspurður um markmið sín í sumar. Kristinn segir allt tal um titil- vörn ekki trufla Blikana. „Það tekur enginn titilinn frá okkur sem við unnum 2010 og við ætlum bara að reyna að sækja nýjan. Ég held að það skipti ekki neinu máli hvort við erum meistarar eða ekki því við viljum vinna alla leiki,“ segir Kristinn. Hann er ánægður með mörk- in sín en verður aldrei sáttur við leikinn nema stigin komi líka í hús. „Það skiptir engu máli ef maður er að skora ef liðinu geng- ur illa. Þetta snýst um það að liðið vinni og ef maður skorar líka þá er það góður bónus,“ segir Kristinn. Kristinn lagði upp mark fyrir Guðmund Kristjánsson í 1-1 jafnt- efli í Eyjum og Guðmundur þakk- aði fyrir með því að leggja upp tvö marka Kristins á móti Fylki. „Hann var eitthvað að skjóta á mig þegar hann skoraði í Eyjum að hann væri búinn að jafna mig og ég þurfti að fara að passa mig. Það er bara fínt að hafa smá pressu innan hópsins líka. Við erum að vinna saman, náum vel saman og vonandi heldur það áfram,“ segir Kristinn og hann er sáttur við fyrstu þrennuna sína. „Þetta var ansi gott dagsverk en það dugar ekki mikið lengur því það er bara næsti leikur og maður fær ekkert að lifa á þessu þar,“ sagði Kristinn að lokum. ooj@frettabladid.is ÉG SET PRESSU Á SJÁLFAN MIG Blikinn Kristinn Steindórsson er besti leikmaður 5. umferðarinnar hjá Fréttablaðinu og ef framhald verður á frammistöðu hans á móti Fylki þurfa Blikar ekki að gráta lengur brotthvarfs Alfreðs Finnbogasonar. BYRJAR BETUR EN Í FYRRA Kristinn Steindórsson hefur skorað tveimur mörkum meira í fyrstu fimm umferðunum í ár en hann gerði í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Svipuð staða og í fyrra Blikar fengu einu stigi meira í fyrstu umferðunum í fyrra og Kristinn Stein- dórsson er búinn að skora fleiri mörk og koma að fleiri mörkum en Alfreð Finnbogason á sama tíma í fyrra. Blikar eftir fimmtu umferð 2010: Staða 8 stig (3. sæti) Markatala 7-4 Mörkin (Stoðsendingar): Kristinn Steindórsson 3 (1), Alfreð Finnbogason 2 (3), Guðmundur Pétursson 1, Haukur Baldvinsson 1 (1) Blikar eftir fimmtu umferð 2011: Staða 7 stig (6. sæti) Markatala 9-10 Mörkin (Stoðs.): Kristinn Steindórsson 5 (1), Guðmundur Kristjánsson 2 (2), Haukur Baldvinsson 1, Arnór Sveinn Aðalsteinsson 1. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM HEIMAVELLI Meira úrval afþreyingar, frétta og myndskeiða í topp-upplausn með greiðara og einfaldara aðgengi fyrir allar tölvur og farsíma. Horfðu, hlustaðu og fylgstu með öllu því sem gerist, hvar og hvenær sem er á Vísi. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Má bjóða ykkur meiri Vísi? HANDBOLTI Björgvin Páll Gústavs- son varð í gær svissneskur meist- ari með Kadetten Schaffhausen, annað árið í röð. Reyndar unnu Björgvin og félagar alla titlana sem í boði voru í vetur, rétt eins og í fyrra. „Það kom ekkert annað til greina en að klára þetta með stæl,“ sagði Björgvin við Frétta- blaðið en Kadetten vann í gær öruggan sigur á Pfadi Winterthur, 38-25, í þriðja úrslitaleik liðanna um titilinn. Kadetten vann því rimmuna örugglega, 3-0. Björgvin stóð sig frábærlega í öllum þremur leikjunum og ekki síst í gær þegar hann varði 21 skot, þar af bæði vítaskotin sem andstæðingarnir fengu í gær. „Þetta er mjög viðeigandi og gott að geta kvatt liðið með þess- um hætti,“ segir Björgvin en hann gengur nú í sumar til liðs við þýska stórliðið Magdeburg eftir tveggja ára dvöl í Sviss. „Við héldum dampinum frá því í fyrra þar sem við unnum einnig allt sem var í boði auk þess sem við komust í úrslitaleik Evrópu- keppni bikarhafa. Í ár sýndum við svo að við erum með sterk- ustu liðum Evrópu þegar við vorum nálægt því að slá Mont- pellier út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.“ Björgvin segir að hann hafi náð öllum þeim markmiðum sem hann setti sér áður en hann flutti til Sviss. „Ég ætlaði að fá að spila mikið og öðlast reynslu í Evrópukeppn- um. Ég hef sýnt meiri stöðug- leika sem var eitthvað sem ég þurfti og tel að ég sé tilbúinn fyrir næsta skref, sem er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Það er gott að geta tekið það skref með félagi eins og Magdeburg,“ sagði Björgvin. Hann kveður því sáttur og glaður við Schaffhausen. „Þetta er geggjaður staður og hér var frábært að vera. Þetta er miklu betri deild en ég hélt. Liðið er nú komið á háan stall og það var gaman að fá að taka þátt í því að koma liðinu þangað.“ - esá Björgvin Páll Gústavsson meistari með Kadetten: Kvaddi Sviss með viðeigandi hætti VANN ALLT SEM VAR Í BOÐI Björgvin Páll Gústavsson vann alla þá titla sem hægt var að vinna í svissneskum handknattleik og það tvö ár í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.