Fréttablaðið - 25.06.2011, Síða 4

Fréttablaðið - 25.06.2011, Síða 4
25. júní 2011 LAUGARDAGUR4 LÍFRÍKIÐ Ný krabbategund, grjót- krabbi (Cancer irroratus), veiðist nú víða við Vesturland aðeins ára- tug eftir að hún er talin hafa bor- ist til landsins með kjölfestuvatni skipa. Krabbinn er frekar stór- vaxinn og er alæta. Lítið er vitað um hugsanlega dreifingu hans til framtíðar, en krabbar sem veið- ast í Hvalfirði ná sömu stærð og í sínum náttúrulegu heimkynnum við austurströnd Norður-Amer- íku. Krabbinn finnst ekki annars staðar í Evrópu. Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, segir að fyrstu krabbarnir hafi fundist í Hvalfirði árið 2006 en líkur megi leiða að því að hann hafi komið fyrst til landsins um aldamótin. Í því tilliti megi undr- um sæta hversu útbreiðsla hans sé orðin mikil nú þegar. „Krabbarnir sem hafa veiðst eru jafn stórir og þeir verða stærstir í sínum náttúrulegu heimkynnum. Kerlingarnar bera líka mikið af hrognum. Útbreiðsl- an bendir til þess að dýrinu líði vel,“ segir Halldór. Krabbinn veiðist bæði í Faxaflóa og Breiða- firði en eftir er að svara hversu norðarlega krabbinn fer. Við strendur Norður-Ameríku finnst hann á stóru svæði, frá Labrador niður til Flórída. Rannsóknasetrið hefur stað- ið fyrir rannsóknum frá 2007 en þær hafa ekki verið af þeirri stærðargráðu að hægt sé að fullyrða nokkuð um stofnstærð krabbans í dag. „En hann er að fjölga sér, eins og sést á kvendýrunum sem bera tugi eða hundruð þúsunda eggja. Grjótkrabbinn er orðinn ráðandi í Hvalfirði og meira veiðist af honum en öðrum krabbategund- um,“ segir Halldór. Ein af stóru spurningunum sem glímt er við er hugsanleg neikvæð áhrif nýbúans á lífrík- ið. Hann er í samkeppni við aðrar krabbategundir, enda alæta eins og margir aðrir krabbar. „Spurn- ingar vakna um áhrif hans á aðrar tegundir, um hrognaát hans og fleira,“ segir Halldór. Rannsóknasetrið, Vatn og Sjór ehf, Arctic ehf. og Hafrann- sóknastofnun standa í sumar fyrir merkingum á grjótkrabba. Þær munu gefa upplýsingar um skammtímafar hans og jafnvel stofnstærð. Halldór segir að grjótkrabb- inn geti orðið nokkuð stór, en hámarks skjaldarbreidd karldýra er á mörgum svæðum talin vera um fjórtán sentimetrar. Hann hefur veiðst stærri í Hvalfirði. Krabbinn er nytjaður í upp- runalegum heimkynnum sínum en of snemmt er að segja til um hvort um nýjan nytjastofn er að ræða hér við land, að sögn Hall- dórs. Útbreiðslan er þó eftirtekt- arverð. svavar@frettabladid.is GENGIÐ 24.06.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,6625 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,02 116,58 185,64 186,54 164,79 165,71 22,09 22,22 21,160 21,284 17,954 18,060 1,4455 1,4539 184,30 185,40 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is EFNAHAGSMÁL Umboðsmaður skuldara hefur vakið athygli á því að frá og með 1. júlí fellur greiðslufrestun (greiðsluskjól) þeirra sem sækja um greiðslu- aðlögun niður. Þeir sem sækja um 1. júlí eða síðar fá því ekki frestun greiðslna fyrr en umsókn þeirra hefur verið samþykkt af umboðsmanni skuldara, en ekki við móttöku umsókna líkt og nú er. Þessi breyting hefur þó ekki áhrif á þær umsóknir um greiðsluaðlögun sem berast fyrir 1. júlí. Þeir sem komnir eru í greiðsluskjól fyrir þann tíma halda því þar til umsókn þeirra hefur verið afgreidd. - kóp Umboðsmaður skuldara: Greiðsluskjól fellur niður Barst yfir hafið með skipum Grjótkrabbi hefur náð fótfestu við landið. Hans varð fyrst vart í Hvalfirði árið 2006. Svara þarf með rann- sóknum hvaða áhrif krabbinn gæti haft á lífríkið hér, en hann étur allt sem að kjafti kemur. GRJÓTKRABBAKERLING Eins og myndin sýnir ber krabbinn mikið af hrognum. Þau skipta tugum eða hundruðum þúsunda. MYND/HALLDÓR P. HALLDÓRSSON FULLVAXINN Skjaldarbreidd þessa krabba mældist fimmtán sentimetrar, sem er stærra en hann mælist í náttúru- legum heimkynnum. MYND/ÓSKAR S. GÍSLASON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 25° 19° 18° 19° 26° 18° 18° 26° 23° 31° 27° 33° 20° 25° 20° 19°Á MORGUN Strekkingur víða NV- og SA-til, annars hægari MÁNUDAGUR Víða talsverður vindur V- og SA-til 8 8 9 9 8 9 10 9 12 8 7 3 5 4 5 3 3 3 3 7 5 2 7 7 6 11 9 6 6 5 10 11 BREYTINGAR Í VÆNDUM Í dag verður svipað veð- ur og undanfarna daga. Lítilsháttar væta NA-til og stöku skúrir seinni- partinn. Í kvöld og nótt bætir svo í vind SA- og NV-til og fer að rigna SA- lands seinnipartinn á morgun. Kólnar lítillega til mánu- dags. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður TRÚMÁL Stjórn Landakotsskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Fréttatímans um kynferðisofbeldi gegn börnum innan Landakotsskóla á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að málið sé „óendanlega sorglegt“ og „stjórn og starfsfólk skólans harmi að starfsemi skól- ans skuli nú þurfa að bíða hnekki fyrir misyndisverk einstaklinga við skólann á fyrri tíð.“ Þá sendi biskup kaþólsku kirkj- unnar, Pétur Bürcher, frá sér yfir- lýsingu í gær þar sem fram kom að hann hefði átt fund með lögmanni kirkjunnar, Friðjóni Erni Friðjóns- syni, og Jakobi Rolland, kanslara kirkjunnar, og rætt þau málefni sem hefðu verið til umræðu að undanförnu. Þá hefði biskup þegið ráð hjá Róbert R. Spanó, formanni rannsóknarnefndar kirkjuþings, um næstu skref. Biskup hefur í hyggju að taka ákvörðun um frek- ari viðbrögð sín í upphafi næstu viku og verður tilkynning send fjölmiðlum af því tilefni. Tvær konur sögðu í viðtali við Fréttatímann að þær hefðu orðið fyrir grófu kynferðislegu ofbeldi af hálfu séra A. George, þáverandi skólastjóra Landakotsskóla og stað- gengils biskups kaþólsku kirkjunn- ar, þegar þær voru börn. - sv Stjórn Landakotsskóla og kaþólski biskupinn senda frá sér yfirlýsingar: Harmar að skólinn bíði hnekki LANDAKOTSSKÓLI Stjórn skólans vonar að fórnalömbin upplifi réttlæti af hendi þeirra sem teljast ábyrgir. STJÓRNMÁL Forseti Íslands heim- sótti góðgerðarstofnun Bills og Melindu Gates í Seattle á leið sinni heim frá Alaska á dög- unum. Forsetinn ræddi þar um hvernig þróun íslensks heil- brigðiskerfis og nýting jarðhita til ræktunar og þurrkunar matvæla gæti orðið viðbót við starfsemi stofnunar- innar. Þá flutti forsetinn setningar- ræðu á málþingi, fundaði með yfirmönnum Washingtonháskóla og tók þátt í fundi um kynningu á norrænni hönnun. Hann heim- sótti einnig Íslendinga sem búa í Seattle. Forsetinn fann fyrir miklum áhuga fólks á að efla samvinnu við Íslendinga. - þeb Forseti Íslands í Seattle: Áhugi á sam- vinnu við Ísland DÓMSMÁL Fyrrum forstöðukona Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra á Vesturlandi hefur verið dæmd í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér fé af bankareikningum tveggja heim- ilismanna. Konunni var gefið að sök að hafa tekið samtals tæpar 660 þúsund krónur út af reikningunum. Ýmist tók hún út upphæðir í reiðufé eða lét millifæra fjármuni á eigin bankareikning. Hæsta millifærsl- an nam sextíu þúsund krónum en sú lægsta tíu þúsundum. - jss Dró sér 660 þúsund krónur: Forstöðukona dæmd á skilorð Krabbarnir sem hafa veiðst eru jafnstórir og þeir verða stærstir í sínum náttúrulegu heimkynnum. HALDÓR PÁLMAR HALLDÓRSSON FORSTÖÐUMAÐUR RANNSÓKNARSETURS HÍ ÓLAFUR RAGNAR GRÍ MSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.