Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 6
25. júní 2011 LAUGARDAGUR6 Sveitarfélagið Árborg auglýsir stöðu leikskólastjóra Sveitarfélagið Árborg hefur sameinað leikskólana Brimver á Eyrar- bakka og Æskukot á Stokkseyri og auglýsir eftir leikskólastjóra til starfa við hinn sameinaðan leikskóla. Brimver og Æskukot starfa eftir hugmyndafræði heilsustefnunnar. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Stjórnar og ber ábyrgð á daglegum rekstri, starfi og fjármálum leikskólans • Stjórnar og ber ábyrgð á starfsmannamálum • Ber ábyrgð á að leikskólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá leikskóla, stefnu sveitarfélagsins, skólanámskrá og önnur gildandi fyrirmæli Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun • Viðbótarmenntun í stjórnun eða reynsla af stjórnun leikskóla • Sjálfstæði í starfi, frumkvæði og skipulagshæfni • Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitar- félaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og um- sagnaraðila berist Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Sveit- arfélagsins Árborgar, á netfangið asta@arborg.is eigi síðar en 9. júlí 2011. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Verkefnisstjóri heimaþjónustu Félagsþjónusta Akraneskaupstaðar hefur með höndum heima- þjónustu. Markmið þjónustunnar er að veita einstaklingum sem þess þarfnast stuðning við heimilishald og daglegt líf. Meginhlutverk verkefnisstjóra heimaþjónustu • Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi, fjármálum og rekstri • Veita málaflokknum faglega forystu • Bera ábyrgð á stefnumörkun og þróun heimaþjónustu Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi • Framhaldsmenntun t.d. á sviði stjórnunar • Reynsla af stjórnun og rekstri • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum • Fjölbreytt starfsreynsla er kostur • Hæfni til að veita faglega forystu og frumkvæði • Færni í mannlegum samskiptum Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 10. júlí. Nánari upplýsingar um starfið veitir Inga Ósk Jónsdóttir, starfsmannastjóri í síma 433 1000, netfang inga.osk.jonsdottir@akranes.is. Umsóknir skulu berast bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, 300 Akranesi. Kemur hækkandi fasteignamat þér til góða? Já 13,7% Nei 86,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er jákvætt að færa veitingu smástyrkja frá alþingis- mönnum? Segðu skoðun þína á visir.is STJÓRNLAGARÁÐ Forsetinn mætti ekki synja staðfestingar fjárlögum, skattalögum og lögum sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuld- bindingum, samkvæmt annarri af tveimur tillögum Stjórnlagaráðs um málskotsrétt forsetans. B- nefnd ráðsins lagði meðal annars fram tvær tillögur um málskots- réttinn á fundi ráðsins í gær. Samkvæmt fyrri tillögunni held- ur 26. grein stjórnarskrárinnar, sú sem kveður á um málskotsrétt- inn, að mestu gildi sínu. Forsetinn heldur sjálfstæðum málskotsrétti en ekki í öllum málum. Þannig er gert ráð fyrir því að heimild til synjunar á staðfestingu laga eigi ekki við um „fjárlög, fjáraukalög og lög um skattamálefni, lög um ríkisborgararétt og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttar- skuldbindingum“. Í tillögunni fær forsetinn viku frest frá því að hann fær frum- varp í hendurnar til þess að ákveða hvort hann hyggst synja lögum eða staðfesta þau. Ákvörðun sína á for- setinn að tilkynna forseta Alþingis með rökstuðningi. Þótt hann stað- festi þau ekki verða þau að lögum en setja þarf þau í þjóðaratkvæða- greiðslu innan þriggja mánaða. Hin tillagan gerir ráð fyrir því að í stað þess að forseti geti vísað lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu geti hann innan viku frá mót- töku ákveðið að senda þau á ný til Alþingis, með rökstuddu áliti sínu. Á Alþingi verði lögin afgreidd á ný við eina umræðu. Ef þingið stað- festir lögin á ný fá þau gildi án staðfestingar forsetans. Fulltrúar í Stjórnlagaráði höfðu skiptar skoðanir á tillögunum við umfjöllun í gær. Dögg Harðar- dóttir stakk til að mynda upp á því að báðir valkostirnir yrðu sam- einaðir þannig að ef forseti neit- aði að skrifa undir lög færu þau til þingsins, sem gæti breytt þeim og sent aftur til forseta. Ef þingið vildi ekki breyta þeim færu lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Allar þrjár nefndir Stjórnlaga- ráðs lögðu fram tillögur í áfanga- skjal um breytingar á stjórnar- skránni á fundinum í gær, ýmist til kynningar eða afgreiðslu. thorunn@frettabladid.is Má ekki neita að stað- festa lög um fjármál Önnur tillaga B-nefndar Stjórnlagaráðs gerir ráð fyrir því að forsetinn geti ekki synjað lögum um fjármál og vegna þjóðréttarskuldbindinga staðfestingar. Hin tillagan gerir ráð fyrir að hann geti aðeins vísað lögum aftur til þingsins. AF FUNDI Stjórnlagaráð ræddi tillögur fyrir áfangaskjal um breytingar á stjórnarskránni á löngum fundi sínum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Breytingar á úthlutun styrkja frá Alþingi til samtaka, félaga og einstaklinga eru enn eitt höggið sem landsbyggðin þarf að taka á sig. Þetta segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins og fulltrúi í fjár- laganefnd. Hann hafnar því jafn- framt að styrkirnir, sem heita safnliðir á fjárlögum, hafi verið kjördæmapot. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að frá og með næsta ári myndi Alþingi hætta að úthluta þessum styrkjum. Styrkirnir hafa verið gagnrýndir sem kjördæma- pot og fyrir- greiðslufyrir- komulag. „Þetta hefur ekki verið kjör- dæmapot heldur tæki lýðræðis- lega kjörinna fulltrúa til að auka menning- arstarfsemi á landsbyggðinni, fyrst og fremst,“ segir Höskuldur. Hann segir að mörg lítil verkefni á landsbyggðinni hefðu aldrei orðið að veruleika með öðrum hætti. Hann telur það skref í ranga átt að færa ákvörðunarvald um þessa styrki frá Alþingi til ráðu- neyta. Þannig sé verið að flytja enn meira vald til embættismanna í stað kjörinna fulltrúa. Embættis- mannakerfið sé allt staðsett í Reykjavík „og hefur hingað til ekki sýnt landsbyggðinni neinn skilning. Landsbyggðin heyr gríð- arlega varnarbaráttu með þessa ríkisstjórn við stjórnvölinn. Þetta er enn eitt höggið sem landsbyggð- in þarf að taka á sig á móti höfuð- borgarsvæðinu“. - þeb Embættismenn í Reykjavík sýna landsbyggðinni ekki skilning: Styrkir eru ekki kjördæmapot HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON SÝRLAND, AP Að minnsta kosti tólf manns létu lífið í Sýrlandi í gær þegar her og lögregla gripu til vopna og skutu á fólk, sem kom saman til að krefjast afsagnar Bashir Assads forseta. Mótmælin hafa staðið linnu- lítið mánuðum saman þrátt fyrir harkaleg viðbrögð Assads og stjórnarhersins. Að venju hélt fólk út á götur víðs vegar um land að loknum föstudagsbænum. Meðal hinna látnu voru að minnsta kosti tvö börn. - gb Óeirðir í Sýrlandi: Herinn skaut á mótmælendur SJÁVARÚTVEGSMÁL „Við erum með hagkvæmt fiskveiðistjórnunar- kerfi sem horft er til. Það er sjálf- bært og ekki ríkisrekið. Ef breyta á kerfinu þarf það að verða jafn hagkvæmt,“ segir Haraldur Ingi Birgisson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viðskiptaráð birti Skoðun í vik- unni þar sem fram kemur að sýnt hafi verið fram á kosti núverandi kvótakerfis og það séu hagsmunir allra að viðhalda verðmætasköpun í greininni. Fallist er á niðurstöður nýlegr- ar greinargerðar starfshóps sex hagfræðinga sem skipaður var af sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra. Niðurstaða hópsins er í flestu þvert á þær breytingar sem stjórnvöld hafa lagt til að gerðar verði á kvótakerfinu. Viðskiptaráð segir fyrirætl- anir um byltingu á kvótakerfinu ábyrgðarlausar, sérstaklega þegar ekki liggi fyrir að eftir breyting- ar verði fiskveiðistjórnunarkerfið í það minnsta jafn hagkvæmt og áður. „Sú hugmynd að beita eigi mik- ilvægustu atvinnugrein Íslands til að ná fram óljósum pólitískum markmiðum er í besta falli var- hugaverð,“ segir að lokum í Skoð- un Viðskiptaráðs. - jab Óljós pólitísk markmið og kvótakerfið eiga enga samleið, að mati Viðskiptaráðs: Kvótakerfið er fyrirmynd víða TROLL DREGIÐ Á DEKK Varhugavert er að beita sjávarútveginum til að ná fram óljósum pólitískum markmiðum, að mati Viðskiptaráðs. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.