Fréttablaðið - 25.06.2011, Qupperneq 10
25. júní 2011 LAUGARDAGUR10
TÆKNI Allar bækur, á hvaða
formi sem þær eru, jafnt prent-
aðar sem rafrænar, eiga að bera
lægsta mögulega virðisauka-
skatt sem völ er á. Þetta segir
Fergal Tobin, formaður Samtaka
evrópskra bókaútgefenda, hags-
munasamtaka forleggjara innan
aðildarríkja Evrópusambandsins
og landa sem aðild eiga að Evr-
ópska efnahagssvæðinu, EES.
Tobin er staddur hér á landi um
helgina í tengslum við sumarfund
samtakanna. Meginviðfangsefni
fundarins er tillögur sem aðild-
arfélögin í ýmsum löndum ESB
leggja til um lækkun á virðis-
aukaskatti á bækur.
Virðisaukaskattur á bækur
er mishár innan ESB-ríkjanna.
Alla jafna eru þær undanþegn-
ar almennum virðisaukaskatti
eins og hér. Í Noregi, Bret-
landi, Írlandi og Póllandi er eng-
inn virðisaukaskattur á bókum.
Undantekningin er Danmörk og
Búlgaría, en þar er hæsta álagn-
ing sett á prentaðar bækur. Öðru
máli gegnir hins vegar um raf-
rænar bækur; þær bera hæstu
álagningu hins opinbera í öllum
aðildarríkjum ESB. Ástæðan
fyrir því er sú að rafbækur eru
flokkaðar með tölvuvörum.
Tobin segir það mjög undarlegt
og í raun byggjast á misskilningi
á eðli bóka: „Bækur eru ólíkar
öðrum vörum; þær miðla upp-
lýsingum, uppfræða lesendur
um allt á milli himins og jarðar,
svo sem viðskipti og stjórnmál,
og nýtast sem kennslutæki. Inni-
haldið er ætíð það sama, óháð því
á hvaða formi bækur eru gefnar
út,“ segir hann.
Viðræður hafa staðið yfir við
ráðamenn hjá ESB um málið og
eru þær komnar skammt á veg.
Hann segir þetta mikilvægt mál
nú, ekki síst þar sem kreppan
hafi dregið úr kaupmætti fólks
í Evrópu og bóksala dregist
saman.
Eitt af verkefnum Tobins á
fundinum hér verður að ræða við
fulltrúa bókaútgefenda frá Búlg-
aríu. Hagkerfi landsins er mjög
óburðugt, fátækt mikil og bók-
sala dræm.
„Það kom mér á óvart að í
sumum hlutum landsins er aðeins
helmingur íbúanna læs. Ég get
ekki sagt að það séu bein tengsl á
milli þess og álagningar á bækur.
En við munum ræða við stjórn-
völd í Búlgaríu og leggja til að
skatturinn verði lækkaður,“ segir
Tobin.
jonab@frettabladid.is
Bækur eru ólíkar
öðrum vörum; þær
miðla upplýsingum, upp-
fræða lesendur á milli himins
og jarðar...
FERGAL TOBIN
FORMAÐUR EVRÓPSKRA BÓKAÚTGEF-
ENDA
Lausnir í lánamálum
110% leiðin
stendur þér til boða til 1. júlí
- Kynntu þér málið sem fyrst
Hafðu samband við okkur í síma 444 7000, á arionbanki.is
eða komdu í næsta útibú. Við tökum vel á móti þér.
Skattlagning á rafbókum
er byggð á misskilningi
Bækur eru almennt undanþegnar virðisaukaskatti innan Evrópusambandsins. Rafbækur bera hins vegar
fulla skatta. Fergal Tobin segir það óskiljanlegt. Innihald bóka sé það sama óháð útgáfuforminu.
„Það verður forvitnilegt að fylgjast með þróun í sölu rafbóka á næstu tveimur
árum. Sala á lestölvum, svo sem Kindle og öðrum tækjum, hefur verið mjög
snörp í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þegar salan verður stöðug kemur í ljós
hvernig rafbókum reiðir af,“ segir Fergal Tobin og bætir við að vegur rafbóka hafi
vaxið mjög í Evrópu, ekki síst í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Hann bendir á
að vísbendingar séu um að sala á rafbókum eigi margt sameiginlegt með sölu á
prentuðum bókum. „Við vitum að ákveðnir bókmenntageirar eru vinsælli en aðrir,
svo sem spennusögur frekar en bækur um sagnfræði og stjórnmál.“
Spennusögur alltaf vinsælastar
FORMAÐURINN Í SÓL OG SÆLU Lítið læsi í Búlgaríu kom Fergal Tobin, formanni
Samtaka evrópskra bókaútgefenda, á óvart. Hann telur mikilvægt að lækka álögur
hins opinbera á bækur óháð útgáfuformi þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HOTT HOTT Á HESTI Þessi vígalegi
knapi skemmti sér vel á Jónsmessu-
hátíð sem haldin var á spænsku
eyjunni Menorca í Miðjarðarhafinu.
NORDICPHOTOS/AFP
VINNUMARKAÐUR Öll ungmenni
sem sóttu um sumarstarf hjá
Kópavogsbæ fengu starfsboð.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá bænum.
Alls 1.100 ungmenni, sautján
ára og eldri, fengu starfsboð en
rúmlega 700 þáðu það. Þá starfa
850 unglingar á aldrinum 14 til 16
ára hjá Vinnuskóla Kópavogs.
Flest starfa ungmennin við
snyrtingu og fegrun bæjarins
auk nokkurs hluta sem vinnur við
skógrækt og uppgræðslu. Guðríð-
ur Arnardóttir, formaður bæjar-
ráðs, fagnar því að tekist hafi að
skaffa þessi störf en mun fleiri
sóttu um en ráðgert var. - mþl
Sumarstörf ungmenna:
Allir fengu
starf í Kópavogi
KÓPAVOGUR Það verður nóg af
ungmennum á stjái í Kópavogi í sumar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VIÐSKIPTI „Menn kunna að meta
það úti að við héldum áfram í
hruninu. Þetta hefur ekki verið
auðveldur tími,“ segir Úlfar Stein-
dórsson, forstjóri Toyota-umboðs-
ins á Íslandi.
Hann og Kristján Þorbergsson,
framkvæmdastjóri hjá Toyota,
hafa keypt 60 prósenta hlut í
umboðinu af Landsbankanum.
Útgerðarmaðurinn Magnús
Kristinsson keypti umboðið árið
2005 fyrir sjö milljarða króna.
Landsbankinn tók félagið yfir í
kjölfar bankahrunsins og hefur
fjárhagsleg endurskipulagn-
ing staðið yfir.
Umboðið tap-
aði 450 milljón-
um árið 2009.
Á sama tíma
námu skuld-
ir 6,7 millj-
örðum króna
og var eigið
féð neikvætt
um rúmar 640
milljónir. Skuld-
ir voru að mestu í erlendri mynt
og átti að greiða 641 milljón króna
á ári til 2014.
Við fjárhagslega endurskipu-
lagningu var hluti skulda afskrif-
aður, öðrum breytt í hlutafé og
afgangurinn skilinn eftir. Úlfar
vill hvorki segja hversu háar
skuldir hvíla nú á fyrirtækinu né
hversu hátt kaupverðið er.
Toyota Motor Europe, dreifing-
araðili Toyota í Evrópu, þurfti að
samþykkja kaupendur og hefur
um skeið legið fyrir að Úlfar væri
líklegur kaupandi. Hann var starf-
andi stjórnarformaður umboðsins
frá 1989 til 1992, starfandi stjórn-
arformaður árið 2004 og hefur
verið forstjóri frá byrjun árs 2005.
- jab
Úlfar Steindórsson kaupir sextíu prósenta hlut í Toyota á Íslandi við annan mann:
Héldu áfram þrátt fyrir kreppu
ÚLFAR
STEINDÓRSSON
SKIPULAGSMÁL Reykjavíkurborg
hefur ákveðið að fresta breyt-
ingum á sorphirðureglum fram
á haust. Þá verður sérstakt gjald
lagt á þá íbúa sem hafa sorptunn-
ur sínar lengra en fimmtán metra
frá sorphirðubíl.
Umhverfis- og samgönguráð
ákvað í desember að innleiða
þessar nýju reglur Áttu þær upp-
haflega að taka gildi í maí en
hefur nú verið frestað þar til í
ágúst, vegna óvissu um gjald-
töku, sem upphaflega átti að vera
4.800 krónur árlega á ílát. - sv
Sorphirðubreytingum frestað:
Ákvörðun tekin
eftir sumarið
Salmonella í sjávarfangi
Matvælastofnun hafa borist upp-
lýsingar um að salmonella hafi greinst
í blönduðu sjávarfangi, Seafood Mix
Marinaramix og Sjávarkokteil, sem
flutt var til Íslands. Blandan er frá
Víetnam og inniheldur kolkrabba,
kræklinga og rækjur. Búið er að inn-
kalla vöruna af markaði hér en þeir
sem hafa keypt þessa vöru eru varaðir
við að neyta hennar. Hún mun þó
örugg til neyslu nái kjarnhiti 72
gráðum við suðu eða steikingu.
HEILBRIGÐISMÁL