Fréttablaðið - 25.06.2011, Page 18

Fréttablaðið - 25.06.2011, Page 18
18 25. júní 2011 LAUGARDAGUR HEIMSENDING á höfuðborgarsvæðinu alla daga frá kl. 15–19 eða á smellugas.is Hafðu samband í síma 515 1115 Smellugas Smellugas smellugas.is PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 11 71 2 Skýrsla rannsóknarnefndar Kirkjuþings um viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni var afhent forsætisnefnd Kirkju- þings föstudaginn 11. júní sl. Umræða um hana hefur að mestu náð að síga í hefðbundið íslenskt far: Hún hefur verið persónugerð og að miklu leyti snúist um hvort núverandi biskup eigi að fara frá, eða hvort honum beri þvert á móti að leiða það uppbygging- arstarf sem framundan er. Það er miður að sjónarhornið hefur orðið svo þröngt. Ábyrgð einstaklinga Með þessum orðum er ekki gerð tilraun til að draga athygli frá þeim athugasemdum sem gerð- ar eru í skýrslunni við fram- göngu tilgreindra einstaklinga, stjórna eða ráða. Þau sem þar eru nefnd hljóta að líta í eigin barm og vega og meta hvort þau njóti áfram traust í kirkjunni. Til þess þarf tíma og tilfinn- ingalegt svigrúm. Hér verð- ur ekki sest í dómarasæti yfir þeim. Upphaf en ekki endir umræðu Við sem þetta ritum sátum ný- afstaðið aukakirkjuþing sem kallað var saman vegna útgáfu skýrslunnar er hún hafði legið frammi yfir hvítasunnuna, sem er annatími í kirkjunni. Mörg þeirra sem kölluð voru til að bregðast við skýrslunni á þinginu hafa því líklega verið í tímaþröng að kynna sér hana. Almennar umræður um efni hennar urðu nær engar. Skýrsl- an er hátt í 340 bls. og drög að ályktun þingsins var ekki lögð fram fyrr en á þinginu sjálfu. Trúlega hafa margir þingfulltrú- ar talið sig vanbúna til að tjá sig um skýrsluna. Á þinginu var því einungis tekið fyrsta skrefið í að vinna úr skýrslunni. Stóra verk- efnið framundan er að að skoða gagnrýni hennar, ábendingar til úrbóta, sem og það sérfræðilega efni sem hún miðlar um eðli og afleiðingar kynferðisofbeldis. Það var mikilvægt að kalla saman kirkjuþing eins fljótt og unnt var eftir útkomu skýrslunn- ar. Undirbúningur að þeim úrbót- um sem mælt er með í skýrslunni þolir ekki frekari bið. Þar er um að ræða verklagsreglur um með- ferð kynferðisafbrota í kirkj- unni, stóraukna fræðslu um slík brot og endurskoðun á samstarfi kirkjulegra embætta og stofnana í meðferð slíkra brota. Kirkjuþing á komandi hausti hlýtur að leggja grunn að því að eftirleiðis verði gætt fyrir- myndavinnubragða í þessum við- kvæmu málum. Forvarnir þjóð- kirkjunnar og viðbragðsáætlun verða jafnframt þróaðar áfram. Þingið þarf enn fremur að gaum- gæfa fleiri þætti þessarar viða- miklu skýrslu og bregðast við efni hennar. Er kirkjan lokaður klúbbur? Við lestur Rannsóknarskýrsl- unnar vaknar sú áleitna spurn- ing hvort þjóðkirkjan hafi brugð- ist við neyðarópi þolendanna í „biskupsmálinu“ eins og lokaður klúbbur. Þjóðkirkjan er stór og oft er rætt um að innan hennar gæti andstæðra fylkinga. Er það svo? Standa klerkar og trúnaðarmenn þvert á móti þétt saman þegar á reynir? Ríkir traust og samstaða inn á við, jafnvel hlýðni og undir- gefni studd guðfræðilegum og trúarlegum undirtónum, en van- traust og efasemdir út á við? Var þess vegna svo lengi dauf- heyrst við og þagað um neyðaróp kvennanna? Sé spurningunum svarað ját- andi er vafamál hvort skipulags- breytingar í kirkjunni nægja einar og sér til að vinna bug á vandanum. Það er til bóta að skilgreina valdmörk, koma í veg fyrir uppsöfnun valds og áhrifa hjá fáum einstaklingum, efla lýð- ræði og gegnsæi og afmarka boð- leiðir. Á sama tíma er mikilvægt að rýna í félags- og stofnunar- menningu kirkjunnar, brjóta upp hefðbundin tákn og ramma sem viðhalda leyndarhyggju og sam- stöðu á fölskum grunni og endur- heimta með því laskað traust. Framtíð þjóðkirkjunnar hlýt- ur að felast í þessu. Kirkja getur verið þjóðkirkja af mörgum og ólíkum ástæðum: vegna stærðar sinnar, lögfræðilegrar stöðu eða hvernig hún skilur hlutverk sitt svo nokkuð sé nefnt. Þó er ljóst að skorti trúnað og traust milli kirkju og þjóðar er tómt mál að tala um þjóðkirkju. Hvernig á kirkjan að mæta þolendunum? Hvernig mætir kirkjan svo þol- endunum þegar skaðinn er skeð- ur? Við því er ekki til neitt eitt svar. Þolendur eru fleiri en einn og því um mismunandi reynslu, tilfinningar og persónuleika að ræða. Hér hlýtur fyrsta skrefið þó ætíð að felast í opnum samskipt- um við hvern og einn þolanda þar sem gagnkvæmur trúnað- ur, traust og virðing eru til stað- ar. Með stuðningi fagfólks þarf hverjum þolanda að gefast kost- ur á að finna leið til að finna mál- inu farveg á sínum eigin forsend- um. Eftir það ferli er hugsanlega kominn tími til að ræða sátt við kirkjuna og mögulega fyrirgefn- ingu á mistökum, vanrækslu eða jafnvel brotum sem framin hafa verið. Hvernig sættist kirkjan við fortíð sína? Skugginn af „biskupsmálinu“ mun grúfa yfir þjóðkirkjunni enn um sinn. Hún þarf að svara fyrir sjálfri sér og öðrum ágeng- um spurningum um það hvernig slíkir atburðir gátu átt sér stað á upplýstri öld sem við héldum að sú 20. væri er leið að lokum hennar. Hún þarf að sættast við eða a.m.k. sætta sig við þennan þátt í fortíð sinni eins og ýmsa aðra þætti sem hafa reynst henni sárir. — Hvernig gerir hún það? Hér finnast ekki einföld svör. Vakandi sjálfsrýni kann þó að hjálpa til og þá ekki síst til þess að reyna að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Það er styrkur kirkjunnar að geta tek- ist á í ýmsum álitamálum. Það að sitt sýnist hverjum ber ekki að líta á sem flokkadrætti og ríg heldur taka ögruninni, leiða mál til lykta með ábyrgri umræðu og stefna að lausnum. Gagnrýnisraddir í þjóðkirkj- unni eru hluti af samvisku henn- ar. Þær eru óþægilegar en ógna kirkjunni ekki né stefna einingu hennar í hættu. Það sem gæti hinsvegar ógnað kirkjunni eru gamalgróin varnarviðbrögð sem kljúfa kirkjuna og einangra hana frá umhverfinu. Skýrsla rannsóknarnefndar Kirkjuþings og umræðan Ég sá fyrirsögn í Fréttablaðinu um að Fjárlaganefnd Alþingis hefði útrýmt kjördæmapoti. Þess- ari fyrirsögn var fylgt eftir með velþóknun í forystugrein blaðsins og skrifum dálkahöfunda. Tilefn- ið var að ákvörðun var tekin um það í nefndinni að hætta úthlutun svokallaðra „safnliða“ og ákveða aðeins heildarupphæðina og fram- selja skiptinguna til ráðuneytanna og annarra sem málið varðar. Ég sat fyrir einum áratug í Fjárlaganefnd Alþingis og tók þátt í þessari úthlutun á sínum tíma. Ég get tekið það fram strax að mér finnst þetta skynsamleg ráðstöfun. Á tíunda áratugnum voru tekin skref til breytinga, án þess að ganga alla leið. Ein af þeim var sú að fela fagnefndum þingsins að gera tillögur um skiptingu til ein- stakra málaflokka, og einnig var það tekið upp að gera samninga um menningarmál við landshluta- samtök sem sáu síðan um úthlut- un styrkja. Hluta þessara safnliða var úthlutað af viðkomandi ráðu- neytum. Nú hefur skrefið verið stigið til fulls og vonandi gengur þetta nýja fyrirkomulag vel og verður til farsældar menningar- málum í víðasta skilningi. Þetta hefur hins vegar vakið upp umræðu um kjördæma- pot og fullyrðingar um að þing- menn kæmu færandi hendi heim í kjördæmi sín með fulla vasa af peningum handa vinum sínum og öðrum sem eru að vinna að málum. Þetta er angi af þeirri umræðu sem verið hefur uppi um langan tíma að öll barátta einstakra þingmanna fyrir kjör- dæmi sín er kölluð kjördæmapot og einkum eru það landsbyggðar- þingmenn sem hafa fengið þessa nafngift. Mér hefur alltaf fundist þessi umræða helgast af því að verið sé að tala niður til kjósenda. Þeir hugsi ekki heila hugsun um stjórn- mál aðra en þá að kjósa þá sem færi þeim fjármuni til afmark- aðra áhugamála sinna, ekkert annað komist að. Hafi einhverj- ir „kjördæmapotarar“ á Alþingi verið þessarar skoðunar held ég að þessi þáttur sé afar ofmetinn svo ekki sé meira sagt. Kjósend- ur eru ekki eins miklir sérhags- munamenn og margir halda. Það er afstætt hvað kallað er „kjör- dæmapot“. Er það kjördæmapot að halda fram hagsmunum lykil- stofnana í sínu kjördæmi svo sem heilbrigðisstofnana, skóla, sveit- arfélaga eða berjast fyrir umbót- um í atvinnumálum og samgöngu- málum svo eitthvað sé nefnt? Ég áleit þetta skyldu mína á þeim tíma sem ég var á Alþingi og varð ekki var við annað en að það væri þetta sem brann á fólki, ásamt fjölmörgum almennum málum. Það væri óskandi að þingmenn sem hafa gott jarðsamband og vilja berjast fyrir hagsmunamál- um kjördæma sinna verði með- höndlaðir með ofurlítið minni alhæfingum en verið hefur. „Útrýming kjör- dæmapotara“ Norðurslóðir hafa fengið aukið vægi í alþjóðlegri umræðu undanfarin ár og tengist það ekki síst hnattrænum umhverfisbreyt- ingum og áhrifum þeirra á svæð- inu. Gera má ráð fyrir aukinni sókn í auðlindir og umhverfisgæði norð- ursvæða og aukinni skipaumferð því samfara en þau tækifæri sem þar gefast eru ekki án áhættu fyrir haf- og strandsvæði og þá ekki síður fyrir samfélög svæðisins, sem mörg hver byggja afkomu sína á nýtingu lifandi auðlinda hafsins. Jafnframt hefur hækkandi hitastig með bráðnun íss og styttri og mild- ari vetrum í för með sér tækifæri sem tengjast t.d. orkuöflun, land- búnaði og ferðamennsku. Þær breytingar sem núverandi kynslóðir eru vitni að eru hnatt- rænar með svæðisbundnum afleið- ingum og aðlögun en tengjast einn- ig frumkvæði fólks á svæðinu sem birtist í aukinni pólitískri sjálf- stjórn og menningarlegri vakn- ingu. Þessar breytingar eru marg- þættar, flóknar og samtvinnaðar og kalla á rannsóknir, vöktun og alþjóðlegt samstarf á öllum svið- um umhverfis og samfélagsþróun- ar þannig að sem best þekking liggi til grundvallar við ákvarðanir um framtíð norðurslóða. Íslensk norðurslóðamálefni snúa að rannsóknum, vöktun, fræðslu og almennri umræðu sem tengjast sérstakri og sameiginlegri náttúru, samfélagsmenningu, atvinnuhátt- um og sögu norðurslóða í alþjóð- legu samhengi. Þrátt fyrir smæð þjóðarinnar má benda á það fjöl- þætta og hlutfallslega öfluga starf sem þegar er innt af hendi við stofnanir og verkefni hér á landi og sem vakið hefur alþjóðlega athygli og viðurkenningu. Íslendingar hafa þannig haslað sér völl í alþjóðlegu samstarfi norðurhjarans og hér eru reglulega haldnir fundir og ráðstefnur sem vekja enn frekari athygli á umsvifum, innlendri getu og reynslu til þátttöku á jafnræðis- grundvelli við sköpun þekkingar og samstarfs sem sameiginleg við- fangsefni og vandamál samfélaga svæðisins kalla á. Um sumarsólstöður er haldin á Akureyri sjöunda ráðstefna Alþjóðlegra norðurslóðasamtaka félagsvísindamanna (IASSA). Ráðstefnuna skipulagði aðset- ur samtakanna (sjá www.iassa. org) sem hefur undanfarin þrjú ár starfað undir forystu dr. Joan Nymand Larsen, forseta IASSA, innan veggja Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar er dr. Jón Haukur Ingimundarson og er hún haldin við Háskólann á Akureyri í sam- starfi við Akureyrarbæ, Rann- ís, Arctic Portal, Rannsóknaþing norðursins og Ferðaskrifstofu Akureyrar. Ráðstefnan, sem hófst 22. júní, stendur í fjóra daga og í henni taka þátt á fimmta hundrað fræðimanna og sérfræðingar frá um 30 löndum. Þetta er stærsta vísindaráðstefna sem haldin hefur verið í heimskautabænum Akur- eyri. Titill ráðstefnunnar er Sjónarhorn heimskautasvæðanna í alþjóðlegri samræðu og vísar sérstaklega til þess hversu samþætt þróun og framtíð arktískra samfélaga er hnattrænum umhverfisbreyting- um og samskiptum á heimsvísu. Jafnframt er um að ræða ákveðin skilaboð um að ekki beri að líta á norðurslóðir sem óbyggðir og upp- sprettu auðlinda, eða samfélög svæðisins sem óvirka þolendur breytinga, heldur séu íbúar norð- ursins virkir þátttakendur sem takist á við breytingar og geri þær þannig að afurð sköpunar og sam- félagslegrar aðlögunarhæfni. Heimskautasvæðin í alþjóðlegri samræðu Trúmál Hjalti Hugason kirkjuþingsfulltrúi Sigrún Óskarsdóttir kirkjuþingsfulltrúi Stjórnmál Jón Kristjánsson fyrrverandi alþingismaður Norðurslóðir Dr. Níels Einarsson forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.