Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.06.2011, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 25.06.2011, Qupperneq 26
25. júní 2011 LAUGARDAGUR26 Fjölbreytileg hlutverk Ásamt með Evrópuþinginu fer ráðherraráðið með löggjafarvald. Ráðið ber ábyrgð á fjárlögum ESB og á stóran hlut í stefnumót- un sambandsins og framkvæmd stefnunnar. Hlutverk sáttasemjara er afar mikilvæg hlið ráðsins, eins og raunar fleiri stofnana ESB. Í nýlegri bók um ESB orðar Eirík- ur Bergmann það svo að með ESB hafi ríki Evrópu hætt að fórna ungmennum sínum á vígvellin- um. Þess í stað séu embættismenn aðildarríkjanna læstir inni í loft- lausum herbergjum og ekki hleypt út fyrr en þeir ná samkomulagi. Þegar viðkvæm málefni eru til umræðu, sem aðildarríkin vilja síst að ESB ráði yfir, tekur ráð- herra- eða leiðtogaráðið ákvarð- anir um það frekar en aðrar stofn- anir. Missti völd til þings og leiðtoga En þar sem stærstu ákvarðan- irnar eru í æ meiri mæli teknar á fundum leiðtogaráðsins og Evr- ópuþingið er farið að skipta sér af flestum hlutum hefur dregið úr mikilvægi ráðherraráðsins. Þó er ráðið mikilvægara en áður var að því leyti að æ fleiri stefnumál eru mótuð þar, í samræmi við aukið vægi Evrópusambandsins. Það veldur einnig vandræðum að ráðin funda svo oft að fagráð- herrarnir komast ekki á alla fundi heldur senda lægra setta fulltrúa. Þessir mega hins vegar ekki allt- af taka bindandi ákvarðanir fyrir heimaríki sitt og því gæti tíma ráðsins verið betur eytt á annan veg. Þess skal getið þegar rætt er um ákvarðanatöku innan ESB að þar á bæ hefur síðustu ár æ meira verið um frjálsar samstarfsyfirlýsing- ar aðildarríkja um einstök verk- efni. Þetta hefur verið gert til að draga úr bindandi lagasetningu og verða slík verkefni oft til meðal ráðherranna. Þá er öðrum ríkjum frjálst að sitja hjá. R áðherraráðið er oft kallað hjarta ákvarðanatöku Evr- ópusambandsins. Þetta er markvisst milliríkjastjórn- kerfi þar sem aðildarríkin eiga í stöðugum samningaviðræðum og sameiginlegri ákvarðanatöku. Þetta er dagsdaglegur vettvangur hagsmunabaráttu ríkjanna. Lagalega séð er einungis til eitt ráðherraráð, en í raun eru einar tíu útgáfur af því, þar sem eitt fagráðherraráð er fyrir umhverf- ismál, annað fyrir samkeppnis- mál, það þriðja fyrir utanríkismál og svo framvegis. Líkt og í leiðtogaráði ESB og í framkvæmdastjórninni hefur hvert aðildarríki einn fulltrúa í hverju ráðherraráði. Í árdaga ESB var búist við því að yfirþjóðleg framkvæmda- stjórnin myndi með tíð og tíma taka yfir alla stjórn sambandsins en tilvist leiðtoga- og ráðherraráðs hefur gert að verkum að aðildar- ríkin sjálf eru í stöðu til að hafa áhrif á nánast allt sem gerist í Brussel. Oft er leiðtogaráðinu ruglað saman við ráðherraráðið, enda mætti vel kalla leiðtogaráðið æðsta ráðherraráðið, ráð forseta og forsætisráðherra. Ráðherraráðið er sem fyrr segir ráð fagráðherranna og hittist um hundrað sinnum á ári, og fer eftir mikilvægi hvers ráðs hve oft það kemur saman. Svo er fundað óformlega að auki. Ráðherrunum fylgja á fundina starfsmenn aðild- arríkjanna, sérfræðingar og aðrir embættismenn, til að mynda frá aðalskrifstofu ráðsins. Stöðug rökræða og þjark vinaþjóða Fundur sjávarútvegs- ráðherra í Brussel HÖFUÐSTÖÐVAR RÁÐHERRARÁÐSINS Bygging þessi er nefnd eftir 16. aldar texta- fræðingnum Justus Lipsius og hefur verið aðsetur ráðsins í Evrópuhverfinu í Brussel, höfuðborg Belgíu, síðan 1995. MYND/ÚR SAFNI COREPER er frönsk skammstöfun yfir nefnd fastafulltrúa aðildarríkjanna hjá ESB í Brussel. Nefnd þessi er innan ráðherra- ráðsins og framkvæmir margt verkið fyrir það. Fastafulltrúarnir hitta til að mynda Evrópuþingmenn að máli til að ná sam- komulagi ef deilur eru um nýja lagasetn- ingu. Þessir fastafulltrúar eru oft lengur í starfi en ráðherrarnir sjálfir og skapa því samfellu í hagsmunagæslu hvers þjóðríkis. 15 til 20 prósent ákvarðanatöku ráðherraráðsins eru í raun afgreidd hjá COREPER og 70 prósent þeirra í vinnu- hópum. Pólitískustu málin eru ákveðin af fagráðherrunum sjálfum, en þau allra viðkvæmustu eru send til leiðtogaráðsins, sem má kalla ellefta ráðherraráðið. Fjöldi ráðgefandi nefnda starfar undir ráðherraráðinu, samansettur af fulltrúum aðildarríkjanna. Allt að 250 vinnu- hópar ráðsins eru í því að greina löggjafarfrumvörp framkvæmdastjórnarinnar. Starfsmenn aðalskrifstofu ráðsins eru um 3.500 talsins, talsvert færri en störfuðu í íslenska bankakerfinu í fyrra, en það voru um 4.300 manns. (Alls starfa hjá ESB um 40.000 manns, en hjá íslenska ríkinu um 22.000). Starfsmenn aðalskrifstofunnar aðstoða formennskuríkið hverju sinni og gera það að verkum að litlum ríkjum er yfirhöfuð mögulegt að taka það hlut- verk að sér. Margt bendir til að fjölga mætti starfsmönnum ráðsins töluvert, til að draga úr vinnuálagi. FÆRRA STARFSFÓLK EN Í ÍSLENSKUM BÖNKUM Hvert aðildar ríki Evrópu- sam- bandsins á sinn fulltrúa í ráðherraráði ESB. Sá hefur atkvæðavægi í samræmi við stærð þjóðar sinnar, en ávallt er stefnt að samkomu- lagi. Ráðið hittist alls hundrað sinnum á ári, í ýmsum útgáfum, og ríkin skiptast á um að stýra því í sex mánuði í senn. Klemens Ólafur Þrastarson skrifar. Fundi þessa ráðs situr einn sjávarútvegsráðherra frá hverju aðildarríki, embættismenn og aðstoðarfólk. Húsakynni fundarins hér á myndinni munu vera huggu- legri en oftast nær. Í kössunum sitja túlkar, því ráðherrarnir geta ávarpað fundinn á móðurmálinu. Í skýrslu utanríkisráðherra frá 2009, um utanríkis- og alþjóða- mál, má lesa að reglusetning og kvótaákvarðanir heyri undir ráðherraráðið en framkvæmda- stjórnin skipti höfuðmáli þegar sjávarútvegsstefnan er framkvæmd. Ráðið tekur ákvarðanir um aflamark á grundvelli tillagna framkvæmdastjórnarinnar, sem vinnur í samráði við svæðisbundin ráð en í þeim sitja fulltrúar útgerða, sjávarbyggða, umhverfissamtaka og vísindamanna. Formlega séð tekur ráðherra- ráðið ákvarðanir um aflamark út frá auknum meirihluta en raunin er sú að einungis þau ríki sem deila viðkomandi stofnum koma að ákvörðuninni. Fulltrúar Rúmeníu og Búlgaríu véla t.d. einir um veiðar í Svartahafi. Aðildarríkin ákveða sjálf hvernig þau úthluta kvóta innan- lands. N O R D IC PH O TO S/ A FP Húsnæði óskast! Stígamót óska eftir að leigja: 1. Húsnæði sem hægt er að skipta í tvo hluta – hvor um sig með 5-7 herbergjum. 2. Hús/íbúð með 6-7 herbergjum. Öruggar greiðslur og langtímaleiga. Vinsamlegast hafið samband í síma 562-6868 eða skrifið á steinunn@stigamot.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.