Fréttablaðið - 25.06.2011, Síða 27

Fréttablaðið - 25.06.2011, Síða 27
LAUGARDAGUR 25. júní 2011 27 Viðkvæm pólitísk mál, svo sem utanríkismál, stækkunarmál, mál stjórnarskrárlegs eðlis og skatta- mál eru dæmi um málaflokka í ráðinu þar sem krafist er sam- hljóða samþykkis allra aðildarríkja og þau geta þá beitt neitunarvaldi. Flestar ákvarðanir má hins vegar taka samkvæmt auknum meirihluta greiddra atkvæða. Þessi aukni meirihluti verður, frá árinu 2014, 55 prósent aðildarríkja, sem þurfa að hafa á bak við sig 65 prósent íbúa ESB. Sumar tillögur þurfa 72 prósent aðildarríkja að samþykkja, í enn öðrum dugir einfaldur meirihluti. Síðustu ár hefur verið dregið markvisst úr möguleikum þjóða til að beita neitunarvaldinu og er það gert til að auka skilvirkni ráðsins og koma í veg fyrir að einstaka ríki geti kúgað hin til hlýðni. Þá hefur gagnsæi verið aukið með því að birta fundargerðir og sýna fundi í beinni útsendingu. Sérhver borgari ESB-ríkis á að geta fengið að lesa skjöl ráðsins. Samið er um mál milli málaflokka en mun algengara er að semja innan hvers málaflokks. Þannig geta ríki tekið ákveðna afstöðu í málum þar sem þau hafa lítilla hagsmuna að gæta og tryggt sér í staðinn stuðning í öðrum málum. Afar gróft dæmi væri ef fulltrúi Íslands hefði miklar áhyggjur af hugsanlegum geimferðahugmyndum ESB uns komið væri til móts við sjónarmið íslenskra stjórnvalda á öðru sviði, t.d. um sjávarumhverfismál. Miðað við núverandi reglur ráðsins fengi Ísland í sinn hlut þrjú atkvæði af 345 alls, jafn mikið og Malta en einu minna en Lúxem- borg. Þetta er hlutfallslega mun meira en stærri þjóðir fá. Rúmar fimm milljónir íbúa Danmerkur eru t.d. með sjö atkvæði en 82 milljónir Þjóðverja með 29. Sjá má í fundargerðum hvernig afstaða ríkja til einstakra mála þróast, frá fundi til fundar. Oftast er alls ekki kosið um málin, enda er það hluti af samkomulags- menningu ESB að boða ekki til atkvæðagreiðslu að óþörfu. Reynt er að ná samkomulagi í lengstu lög. Árið 2008 voru 128 af 147 ákvörðunum ráðsins samhljóða. 32svar kaus eitthvert ríki að sitja hjá en átta sinnum greiddu ríki atkvæði gegn vilja meirihlutans. Hvert aðildarríki ESB fer með for- mennsku innan ráðherraráðsins í hálft ár í senn. Það leiðir fundi og stuðlar að samstöðu um verkefnin. Formennskuríkið býr til stefnuskrá um helstu áherslur sínar, sem það vill að endurspeglist í starfi ESB. Það reynir að tryggja samkvæmni í stefnumálum ESB. Smáríki þykja allajafna standa sig vel í þessu. Núverandi og næstu forysturíki eru: 2011 Ungverjaland - Pólland 2012 Danmörk - Kýpur 2013 Írland – Litháen 1. Almenna ráðið 2. Utanríkismálaráðið 3. Ecofin, Efnahags- og fjármálaráðið (Einnig er til Eurogroup, óformlegt fjármálaráð evruríkja). 4. Dómsmála- og innanríkisráðið 5. Atvinnu-, félagsstefnu, heilbrigðis-, og neytenda- ráðið 6. Samkeppnismálaráðið 7. Samgöngu-, símasamskipta og orkumálaráðið 8. Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðið 9. Umhverfismálaráðið 10. Menntunar-, ungdóms- og menningarmálaráðið Þrjú mikilvægustu ráðin eru almenna ráðið, utan- ríkismálaráðið, og efnahags- og fjármálaráðið. Almenna ráðinu er ætlað að tryggja samkvæmni í störfum allra hinna ráðanna og kemur að ríkjaráð- stefnum leiðtogaráðsins. NOKKRAR ÚTGÁFUR RÁÐHERRARÁÐS EVRÓPUSAMBANDSINS BÆNDUR MÓTMÆLA LANDBÚNAÐARRÁÐINU Lögreglumenn fjarlægja hér hindranir sem ósáttir bændur höfðu sett út á götu í Lúxemborg, fyrir utan fund landbúnaðarráðherranna. NORDICPHOTOS/AP RÍKIN SKIPTAST Á UM FORYSTUNA MINNA NEITUNARVALD Í ÁKVARÐANATÖKU Arion banki í samstarfi við Gekon ehf. býður til morgunfundar þriðjudaginn 28. júní n.k. Tilefni fundarins er annars vegar útgáfa skýrslu um greiningu og samstarfsmótun íslenska jarðvarmaklasans og hins vegar stofnun formlegs samstarfsvettvangs klasans. Efni skýrslunnar byggist m.a. á kortlagningu klasans sem kynnt var á ráðstefnunni Iceland Geothermal 2010 þann 1. nóvember sl. Dagskrá fundar: Arion banki og íslenski jarðvarmaklasinn. Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fj ármálasviðs Arion banka. Íslenski jarðvarmaklasinn: Vegferð og vegvísir Hákon Gunnarsson og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, Gekon. Hvaða væntingar hafa stofnaðilar til samstarfs- samnings og hins íslenska jarðvarmaklasa? Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits. Dr. Michael Porter, prófessor við Harvard Business School. Á fundinum munu fyrirtæki og hagsmunaaðilar  staðfesta stofnun formlegs samstarfs innan íslenska jarðvarmaklasans. Fundurinn verður haldinn í Arion banka, Borgartúni 19, frá kl. 8:30 – 10:00, boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:00. Takmarkað sætaframboð. Skráning á arionbanki.is eða gekon.is Virðisauki í jarðvarma - Dr. Michael Porter heiðursgestur á morgunfundi. Morgunfundur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.