Fréttablaðið - 25.06.2011, Side 46

Fréttablaðið - 25.06.2011, Side 46
25. júní 2011 LAUGARDAGUR10 Kolabrautin, veitingastaður á fjórðu hæð í Hörpu tónlistarhúsi óskar eftir að ráða framreiðslumeistara, faglærðan þjón og aðstoðarmann í eldhús. Um er að ræða störf á nútímalegum stað í hópi fagmanna í frábæru starfsumhverfi. Umsóknir sendist á starf@kolabrautin.is Upplýsingar veitir einnig Leifur Kolbeinsson í síma 898 1046. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún Hjúkrunarforstjóri Starf hjúkrunarforstjóra Dvalar- og hjúkrunar- heimilisins Silfurtúns í Búðardal er laust til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í hjúkrunar- fræði, nám og/eða reynsla í stjórnun er kostur. Ráðið verður í starfið frá 1. október 2011. Umsóknarfrestur er til og með 4. júlí nk. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is eða á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal Nánari upplýsingar veitir Sveinn Pálsson sveitar- stjóri í síma 430 4700 Við leitum að forstöðumanni olíudreifingar í krefjandi, áhugavert og gefandi starf. Forstöðumaður olíudrefingar ber ábyrgð á allri olíudreifingu félagsins á Íslandi og er næsti yfirmaður framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Leitað er að öflugum og jákvæðum einstaklingi sem sýnt getur frumkvæði og drifkraft, er talnaglöggur og hefur reynslu í mannahaldi auk þess að vera hæfur í mannlegum samskiptum. Starfssvið: • Fjárhagsleg og rekstrarleg ábyrgð á allri olíu- dreifingu félagsins á landi • Dagleg umsjón með dreifingu og stjórnun starfs- fólks • Mótun á stefnu og sýn olíudreifingarinnar Menntun og hæfniskröfur: • Háskólagráða í verk-, tækni- eða viðskiptafræði • Frumkvæði og samskiptahæfileikar • Góð mannleg samskipti • Stjórnunarhæfileikar, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð Nánari upplýsingar veitir Mannauðssvið og umsóknum skal skilað inn til starf@skeljungur.is merkt Forstöðumaður olíudreifingar. Umsóknarfrestur er til 5. júlí. E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 2 4 4 Forstöðumaður olíudreifingar Skeljungs Verkfnisstjóri landsskipulags Hjá Skipulagsstofnun er laus til umsóknar ný staða verkefnisstjóra landsskipulags. Verkefnisstjóri hefur umsjón með gerð tillögu að landsskipulags- stefnu skv. nýrri skipulagsreglugerð. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf og framhaldsmenntun í skipulagsfræði eða öðrum greinum sem tengjast stefnumótun, áætlanagerð og samráði. • Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð. Hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum. • Frumkvæði og hæfni til að leiða vinnu við fjölbreytt verkefni í samráði við hagsmunaaðila. • Þekking á landfræðilegum upplýsingakerfum. Æskilegt er að nýr starfsmaður geti hafið störf 1. september 2011. Laun eru skv. gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutað- eigandi stéttarfélags. Umsóknir skal senda til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík eða á skipulagsstofnun@skipulagsstofnun.is Umsóknarfrestur er til og með 18. júlí 2011. Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán Thors í síma 595 4100 eða stefan@skipulagsstofnun.is. Framhaldsskólakennari í stærðfræði Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða framhaldsskólakennara (sbr. lög nr. 87/2008) í stærðfræði. Umsækjandi þarf að hafa háskólapróf í stærðfræði eða skyldum greinum og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Umsækjandi þarf að geta kennt bæði byrjendum og lengra komnum. Launakjör fara eftir kjarasamningi framhaldsskólakennara og stofnanasamningi MK. Umsóknarfrestur er til 30. júní. Ekki þarf að sækja um á sérstöku umsóknareyðublaði en umsókn þarf að fylgja afrit af prófskírteini auk yfirlits um fyrri störf. Umsókn skal senda til skólameistara (margret.fridriksdottir@mk.is). Upplýsingar um skólann eru á heimasíðu www.mk.is. Frekari upplýsingar um starfið veita skólameistari, Margrét Friðriksdóttir og aðstoðarskólameistari Helgi Kristjánsson í síma 594 4000. Skólameistari

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.