Fréttablaðið - 25.06.2011, Page 60

Fréttablaðið - 25.06.2011, Page 60
25. júní 2011 LAUGARDAGUR36 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Erla Jennadóttir Wiium andaðist á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, mánudaginn 20.júní. Útför hennar fer fram frá Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 29. júní kl. 13.30. Vilhelm Gunnar Kristinsson Galina Shcherbina Ásbjörn Ragnar Jóhannesson Elín Aðalsteinsdóttir Sigfríður Inga Wiium Kjartan Smári Bjarnason Margrét Sigrún Wiium Alejandro Herrera Martin Stefanía Gunnlaug Wiium Jenný Hugrún Wiium Þorsteinn Hansen Elín Ósk Wiium Stefán Ómar Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Helga Sigurðardóttir Lindartúni, Garði, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, fimmtudaginn 23. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Guðmundsson Ester Guðmundsdóttir Þórir Guðmundsson Ingibjörg Georgsdóttir Jónína Guðmundsdóttir Þröstur Steinþórsson Guðjón Guðmundsson Herborg Valgeirsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, Georg Guðni Hauksson varð bráðkvaddur laugardaginn 18. júní sl. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 30. júní kl. 15.00. Sigrún Jónasdóttir Elísabet Hugrún Georgsdóttir Guðrún Gígja Georgsdóttir Tómas Kolbeinn Georgsson Hrafnkell Tumi Georgsson Jón Guðni Georgsson Karitas Jónsdóttir Haukur Tómasson Sigrún Hauksdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega föður, tengdaföður, afa og fyrrverandi sambýlismanns, Júlíusar Arnarssonar íþróttakennara og formanns ÍFR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir einstaka hlýju og umönnun. Óli Þór Júlíusson Eva Hrund Harðardóttir Lóa Lind Óladóttir Erna Þrúður Matthíasdóttir Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Ó. Stefánsson húsgagnabólstrari, Sólheimum 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 23. júní. Útförin verður auglýst síðar. Ásta Kristjánsdóttir Stefán Einarsson Inga Þórsdóttir Sigríður Einarsdóttir Þorgeir Kristjánsson Berglind Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabarn 80 ára afmæli Þann 27. júní nk. verður Inga Sigríður Kristmundsdóttir ( Inga í Tungó ) 80 ára. Af því tilefni býður hún vinum og ætting jum að koma og samgleðjast sér og þigg ja veitingar í Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi, sunnudaginn 26. júní milli kl. 15 og 18. Gjafi r og blóm vinsam- legast afþökkað en fyrir þá sem vilja færa henni eitthvað verður söfnunarbaukur frammi til styrktar góðu málefni. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát systur minnar, Steinunnar Ingimundardóttur og vottuðu minningu hennar virðingu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Þórgunnur Ingimundardóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs bróður okkar, Leifs Ölvers Guðjónssonar frá Stafnesi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks 12G Landspítalanum og Heilbrigðisstofnum Suðurnesja. Jón Ben Guðjónsson Þorbjörg Aldís Guðjónsdóttir Margrét Lóa Guðjónsdóttir Gísli Hermannsson og systrabörn „Á morgun verða 120 ár frá því að skáldkonan Guðfinna Þorsteinsdóttir fæddist að Skjögrastöðum í Skógum á Fljótsdalshéraði,“ segir Anna Þor- björg Ingólfsdóttir, lektor í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, sem vinnur nú að bók um skáldkonuna sem stefnt er á að komi út í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Að sögn Önnu stóðu sterkir menn- ingarstofnar að baki Guðfinnu þótt fátæktin væri mikil. „Sigfús Sigfús- son, móðurafi hennar á Skjögrastöð- um, og Rannveig móðir hennar voru orðlögð fyrir góða frásagnarhæfi- leika, hagmælsku og ritfærni,“ upplýs- ir Anna og bætir við að átta ára gömul hafi Guðfinna farið í fóstur í Kross- vík í Vopnafirði. „Þar ólst hún upp og vann á heimilinu fram yfir tvítugt. Þó hún væri vinnusöm og hversdagsverk- in léku í höndum hennar voru það þó fyrst og fremst hin andlegu hugðarefni sem hún þráði að sinna og hana langaði til að læra og menntast.“ Aðspurð segir Anna að Guðfinna hafi snemma byrjað að setja saman vísur. „Og þeim sem til hennar þekktu duld- ist ekki að hún hafði mikla hæfileika á því sviði,“ segir Anna en á þriðja ára- tug síðustu aldar birtust eftir hana ljóð í tímaritum undir skáldanafninu Erla og árið 1937 kom fyrsta ljóðabók henn- ar út, Hélublóm. Guðfinna gaf út fleiri ljóðabækur en einnig bækur með þjóð- legum frásögnum. Guðfinnu var að sögn Önnu júnímán- uður kærastur og hér er hluti ljóðs Erlu um þann mánuð: Júní Við mér bjarta vonin hlær. Vaknar þor í huga mínum. Ég þér fagna, júní kær. Ég er eitt af börnum þínum. Lýsast nætur. Lengir dag. Lörfum kastar fölnað engi. Vorsins dísir lífsins lag leika á ótal hörpustrengi. Loks, er blíði blærinn þinn bleikan hlíðarvanga strýkur, verða fríðust vorkvöldin – vetrarhríðum öllum lýkur. Litkast vallarlautin ber, lækir allir verða teitir þegar fjallahnjúkur hver hetti mjallar af sér þeytir. Orðlögð fyrir frásagnarhæfileika VINNUR AÐ BÓK Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir vinnur nú að bók um skáldkonuna Guðfinnu Þor- steinsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hótel Klettur er nýtt hótel sem opnaði þann 15. júní. Íslensk náttúra var höfð að fyrirmynd við hönnun hótels- ins sem stendur við Mjölnisholt og voru íslenskar bergteg- undir notaðar í innréttingar og skreytingar. Nafn hótelsins er dregið af kletti á fyrstu hæð hússins sem stendur hálfur út úr vegg. Sagan segir að steinninn sé álfasteinn og hafi því fengið að standa á sínum stað. Álfar fá sinn sess í húsinu, til að mynda nefnist fundarsalurinn Álfahellir og morgunverðarsalurinn kallast Álfasalur. Í hótelinu eru 86 herbergi þar af 20 deluxe herbergi með einkasvölum á fimmtu og sjöttu hæð. Nýtt hótel í Reykjavík HÓTEL KLETTUR Íslenskt berg var mikið notað við hönnun hótelsins. Fornleifastofnun Íslands gaf nýverið út greinasafn- ið Upp á yfirborðið – Nýjar rannsóknir í íslenskri forn- leifafræði. Fjallað er um afrakstur rannsókna hjá stofnuninni síðustu ár. Bók- inni er ætlað að gefa mynd af fjölbreytilegu vísinda- starfi Fornleifastofnun- ar. Greinarnar eru marg- ar sprottnar upp úr stóru uppgraftar- og skráningar- verkefnum stofnunarinnar. Aðrar sýna hvernig vísinda- legar niðurstöður fást út úr þjónusturannsóknum eða eru afrakstur sjálfstæðra rannsókna vísindamanna stofnunarinnar. Ritið var gefið út í tilefni af því að árið 2010 voru liðin 15 ár frá stofnun Fornleifastofnunar Íslands. Nýtt greinasafn um fornleifafræði UPP Á YFIRBORÐIÐ Fornleifastofnun Íslands gaf út nýtt greinasafn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.