Fréttablaðið - 25.06.2011, Síða 68

Fréttablaðið - 25.06.2011, Síða 68
25. júní 2011 LAUGARDAGUR44 folk@frettabladid.is Við lífrænt án rotvarnarefna enginn viðbættur sykur Það er skammt stórra högga á milli hjá leikkonunni Lindsay Lohan en aðeins mánuði eftir að hún var dæmd í stofufang- elsi fyrir skartgripastuld hefur hún verið kærð á ný. Lohan féll á reglulegu áfengisprófi sem henni er gert að taka vegna fyrri dóma fyrir að aka undir áhrifum. Leikkonunni var því skipað að mæta fyrir dómara síðar í vikunni og gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist vegna ítrekaðra brota á skilorði. Vandamálin hrannast upp hjá barnastjörnunni fyrrver- andi en ferill hennar hefur verið á mikilli niðurleið síðan hún sló í gegn ellefu ára gömul í myndinni The Parent Trap. Nú síðast var hún rekin frá myndinni Gotti:Three Genera- tions sem skartar John Tra- volta í aðalhlutverki enda ekki lengur talin vera góð fyrir- mynd á hvíta tjaldinu. Vandræði hjá Lohan Á NIÐURLEIÐ Leikkonunni Lindsay Lohan virðist ekki vera við bjargandi en hún kemur sér stöðugt í vandræði. NORDICPHOTO/GETTY Sennilega hefur ekki verið meira stuð í Hörpu en á fimmtudagskvöld þegar enski píanóleikar- inn Jamie Cullum tryllti lýðinn með líflegri sviðs- framkomu og óaðfinnan- legri spilamennsku. „Ísland – vonandi erum við vinir núna. Ég elska fallega landið ykkar,“ skrifaði Jamie Cullum á Twitter-síðu sína í gærmorgun eftir að hafa skemmt íslenskum áhorfend- um í Hörpu á fimmtudags- kvöldið. Cullum fór á kostum á tónleikunum, hann fór út í Eld- borgarsalinn og leyfði fólki að taka myndir af sér með honum og hann fékk alla áhorfendur til að hoppa í einu laga sinna, sennilega mun líða langur tími þar til það gerist aftur. Cullum fór ekki leynt með aðdáun sína á húsinu, sagði gestum að þeir mættu vera stoltir af því og að innan fárra ára myndi enginn vita hvar Carnegie Hall væri, Harpa væri mál málanna. Cullum virðist hafa náð að njóta lífsins í Reykjavík á meðan á dvöl- inni stóð. Á tónleikunum ræddi hann um humarsúpu Sægreif- ans sem honum þótti mikið til koma og á Twitter-síðu sinni birti hann myndir af hljóm- sveit sinni á Kaffibarnum. Til hans sást einnig á veitinga- staðnum Laundromat þannig að tónlistarmaðurinn hefur farið heim, alsæll og saddur. - fgg Cullum fékk Hörpugesti til að hoppa Prinsessurnar Yesmine Olsen og Birgitta Haukdal hlustuðu á Cullum í Hörpu. Hjónin Elísabet Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson létu sig ekki vanta. Jónas R. Jónasson og Jakob Frímann Magnússon hafa eflaust verið hug- fangnir af snilld Cullums. Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson skemmti sér konunglega á tónleikunum ásamt eiginkonu sinni Karen Einarsdóttur. Sara Júlíusdóttir og Helga Júlíusdóttir voru meðal gesta. Jamie Cullum fór á kostum á tónleikum sínum í Hörpunni. Hann var handviss um að innan nokkurra ára myndi fólk vera hætt að tala um Carnegie Hall og farið að tala um Hörpu í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kim Kardashian hefur nú farið í röntgenmyndatöku með sinn heimsfræga rass, til þess að sýna heiminum að þar sé engar ígræðsl- ur að finna. Það voru systur henn- ar, Kourtney og Khloe, sem mön- uðu hana í myndatökunua en Kim hefur oft þurft að hlusta á sögur um að rass hennar sé ekki ekta. „Systur mínar hafa skorað á mig að fara í röntgenmyndatöku því það halda svo margir að ég sé með rassígræðslur og ég er orðin svo þreytt á þessu,“ sagði Kim í nýjasta þætti af „Keeping up with the Kardashians“ sem er raunveru- leikaþáttur fjöl- skyldunnar. Eftir myndatökuna, tók læknirinn einnig röntgen- mynd af brjóst- um Kourtney til samanburðar við rass Kim og sáust þá greinilega ígræðslurnar. Rass- inn á Kim Kardashian er ekta. Með rassinn í röntgen SAMBANDIÐ BÚIÐ Eftir hálfs árs trúlofun er sambandið búið milli Jesse James og Kat Von D. NORDICPHOTO/GETTY Mótorhjólasmiðurinn Jesse James og húðflúrarinn frægi Kat Von D eru hætt saman og þar af leiðandi er brúðkaupi þeirra aflýst. James, sem er hvað frægastur fyrir hjóna- band þeirra Söndru Bullock Ósk- arsverðlaunahafa, setti skilaboðin á Twitter í byrjun mánaðarins: „Það er ótrúlegt að hlutirnir geta breyst frá því að vera dásamlegir í að vera ömurlegir á stuttum tíma.“ Enn er óljóst hver orsök sambands- slitanna er en vinir James halda því fram að hann hafi fengið nóg af dramatíkinni í sambandinu. Kat Von D er frægt nafn í Banda- ríkjunum þar sem hún er stjarna í eigin raunveruleikaþætti sem nefn- ist LA Ink. Brúðkaupi aflýst DAGAR eru þar til lokaþáttaröðin af vinsælu sjónvarpsþáttunum Entourage hefst vestanhafs. Um er að ræða áttundu seríuna en margir hafa spáð því að gerð verði kvikmynd eftir þáttunum þegar þeir hætta. 29

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.