Fréttablaðið - 25.06.2011, Side 72

Fréttablaðið - 25.06.2011, Side 72
25. júní 2011 LAUGARDAGUR48 sport@frettabladid.is PEPSI-DEILD KARLA fer á fullt flug aftur á morgun en þá verða leiknir þrír leikir. Þór sækir Fylki heim, Valur tekur á móti Víkingi og KR mætir í Víkina. Á mánudag klárast síðan umferðin með tveimur leikjum. Allir leikirnir verða í beinni textalýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Það er svo margt sem mig langar að segja en ég þori það ekki. GARÐAR JÓHANNSSON LEIKMAÐUR STJÖRNUNNAR Hásteinsvöllur, áhorf.: 1.006 ÍBV Stjarnan TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7-7 (3–5) Varin skot Abel 4 – Ingvar 1 Horn 5–3 Aukaspyrnur fengnar 16–13 Rangstöður 8–1 STJARN. 4–3–3 Ingvar Jónsson 6 Baldvin Sturluson 6 (72., Bjarki Eysteins. -) Tryggvi Bjarnason 6 Nikolaj Pedersen 6 Hörður Árnason 5 Þorvaldur Árnason 5 (72., Ellert Hreins. -) Jesper Jensen 5 Daníel Laxdal 7 Jóhann Laxdal 6 Halldór Orri Björns. 6 Garðar Jóhannsson 6 *Maður leiksins ÍBV 4–3–3 Abel Dhaira 6 Arnór Ólafsson 5 Eiður Sigurbjörns. 6 Rasmus Christiansen 6 Matt Garner 6 Finnur Ólafsson 7 Tony Mawejje 6 (78., Denis Sytnik -) Þórarinn Valdimars. 6 (81., Andri Ólafsson -) Ian David Jeffs 6 Guðm. Þórarinsson 5 (61., Bryan Hughes 6) *Tryggvi Guðmund. 7 1-0 Ian David Jeffs (24.) 1-1 Garðar Jóhannsson (74.) 2-1 Andri Ólafsson, víti (86.) 2-1 Erlendur Eiríksson (6) GOLF Þriðja stigamót ársins á Eim- skipsmótaröðinni í golfi hófst í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnar- firði. Ungir kylfingar gáfu tóninn í karlaflokknum þar sem að Andri Már Óskarsson úr GHR á Hellu lék best allra á 68 höggum eða 3 höggum undir pari. Andri fékk alls 5 fugla (-1) á hringnum og 2 skolla (+2) en alls verða leiknar 54 holur á þessu móti eða þrír 18 holu hringir. Helgi Runólfsson úr GK lék einnig vel í gær en hann er í öðru sæti -2, eða 69 höggum. Kristján Þór Einarsson úr Kili Mosfellsbæ er þriðji á -1 eða 70 höggum. Stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar eru ekki langt á eftir. Stefán Már Stefáns- son úr GR er efstur á þeim lista en hann lék á pari vallar í gær eða 71 höggi. Alls eru 111 kylfingar í karlaflokknum. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi er efst í kvennaflokkn- um en hún er á +1, eða 72 höggum. Valdís fékk einn örn (-2) á hringn- um á 7. braut sem er par 5 hola. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er önnur á 73 höggum og höggi þar á eftir er Tinna Jóhannsdótt- ir úr GK. Alls eru 26 keppendur í kvennaflokknum en keppni lýkur síðdegis á sunnudag. - seth Þriðja stigamót Eimskipsmótaraðarinnar hófst á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í gær: Andri Már og Valdís Þóra leiða KRISTJÁN ÞÓR Var að leika vel í gær og er líklegur til afreka um helgina. Hann er hér einbeittur í gær að undirbúa næsta högg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓTBOLTI Andre Villas-Boas, nýr knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Bobby Robson hafi haft mikil áhrif á sig á meðan sá síðarnefndi var stjóri Porto frá 1994 til 1996. Villas-Boas er aðeins 33 ára gamall og var því ekki orðinn tví- tugur þegar að Robson starfaði hjá Porto. „Bobby var mjög mikilvæg persóna fyrir minn feril,“ sagði Villas-Boas við enska fjölmiðla. „Hann var sá sem hvatti mig þegar ég var mjög ungur til að taka eins mörg þjálfarnámskeið og ég gat. Hann hleypti mér svo inn á æfingasvæðið hjá Porto.“ „Samband okkar var mjög gott og ég bar mikla virðingu fyrir honum. Hann er mikilvægur hluti af sögu enskrar knattspyrnu og ég held að hann væri ánægður með komu mína til Chelsea,“ sagði Vil- las-Boas en Robson lést árið 2009. - esá Andre Villas-Boas: Ber virðingu fyrir Robson ANDRE VILLAS-BOAS Er á milli tannanna á fólki þessa dagana. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Körfuboltakapp- inn Ron Artest hjá Los Angeles Lakers fer sínar eigin leiðir og nú hefur hann formlega sótt um að breyta nafni sínu í „Metta World Peace“. Lögfræðingur Artest hefur klárað alla pappírsvinnu og í henni kemur fram að Artest vilji breyta um nafn af persónuleg- um ástæðum. Hann var skírður Ronald William Artest Jr. Artest hefur átt skrautlegan feril. Hann var upphafsmaður slagsmálanna í leik Indiana og Detroit árið 2004 og fór í bann út tímabilið eftir þá uppákomu. Hann hefur snúið blaðinu við síðan og fékk samfélagsverðlaun í fyrra. - hbg Artest sækir um nýtt nafn: Vill heita Heimsfriður FÓTBOLTI Ítalska félagið Inter réð í gær Gian Piero Gasperini sem þjálfara félagsins næstu tvö árin. Hann tekur við starfinu af Brasilíumanninum Leonardo sem er farinn til PSG þar sem hann verður íþróttastjóri. Hinn 53 ára Gasperini var rek- inn frá Genoa í nóvember síðast- liðnum og hefur verið atvinnu- laus síðan. Það komu margir þjálfarar til greina í starfið en ekki vildu allir koma. Þar á meðal Marcelo Bielsa, landsliðsþjálfari Chile, og Sinisa Mihaljovic sem er hjá Fio- rentina. - hbg Inter ræður nýjan þjálfara: Gasperini í stað Leonardo GASPERINI Faðmar hér José Mourinho, fyrrum þjálfara Inter. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Andri Ólafsson var hetja ÍBV í gær en hann tryggði liðinu 2-1 sigur á Stjörnunni með marki úr umdeildri vítaspyrnu þegar lítið var eftir. Andri á við meiðsli að stríða en lék síðustu tíu mínútur leiksins. Ian Jeffs hafði komið ÍBV yfir í leiknum en Stjörnumenn jöfnuðu í síðari hálfleik með marki Garðars Jóhannssonar. Stuttu áður hafði Halldór Orri Björnsson misnotað vítaspyrnu. Heimir Hallgríms- son, þjálfari ÍBV, var þrátt fyrir allt ekki sáttur við hvernig hans menn spiluðu í leiknum. „Ég veit það ekki. Við erum ekk- ert sérstaklega glaðir með þenn- an leik þar sem hann var einfald- lega lélegur af okkar hálfu,“ sagði Heimir eftir leikinn. „Eftir á að hyggja voru það kannski mín mistök að tefla fram sömu leikmönnunum og spiluðu gegn Val í bikarnum fyrir þremur dögum síðan. Það vantaði fersk- leika og kraft í okkar leik og þegar menn eru þreyttir þá vantar líka gleðina. Við vorum bara slakir í dag.“ Heimamenn voru þó að spila vel í upphafi leiks, pressuðu mikið án bolta og létu Stjörnumenn ekki í friði. Það skilaði marki á 24. mín- útu er Ian Jeffs skoraði laglegt skallamark og komu þeir reyndar knettinum tvisvar í viðbót í mark gestanna en í bæði skiptin var markið dæmt ógilt. Síðari hálfleikur var að mestu eign Stjörnumanna. Þeir áttu að jafna metin þegar Abel Dhaira varði glæsilega vítaspyrnu Halldórs Orra Björnssonar sem hann fiskaði sjálfur. En Stjörnumenn gáfust ekki upp og héldu áfram að sækja. Garðar Jóhanns- son uppskar mark sem verður reynd- ar að skrifast á áðurnefnd- an Dhaira. Hann átti a ð ver j a laust skot Garðars. Eyjamenn reyndu þó hvað þeir gátu og náðu að tryggja sér sigurinn þegar skammt var til leiksloka. Press- an skilaði árangri þegar að Andri skoraði sigurmarkið úr víta- spyrnu, fjórum mínút- um fyrir leikslok Stjörnu- menn voru alls ekki sáttir. Þeim fannst hart að dæma víti á mann sem fiskar bak- hrindingu þegar hann er að elta bolta út úr teignum. En Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, stóð á sínu og benti á punktinn. Heimir neitar því ekki að liðið sýndi ágæta takta, sérstaklega í fyrri hálfleik. „En það var bara of lítið. Við höfum verið að halda ágætum krafti út okkar leiki og var greini- lega þreyta í leikmönnum. Auð- vitað er alltaf gaman að vinna leiki en maður á að gera það með betri hætti en þetta.“ Garðar Jóhannsson, markaskor- ari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur í leikslok. „Þetta var í það minnsta ekki sanngjarnt því mér fannst við betri aðilinn allan leikinn. Þeir fengu víti sem ég veit ekki hvort að hafi verið réttur dómur. Það er svo margt sem mig langar segja en þori ekki.“ eirikur@frettabladid.is Umdeilt víti tryggði ÍBV þrjú stig Andri Ólafsson, sem hefur átt við meiðsli að stríða og er enn meiddur, kom inn á sem varamaður tíu mín- útum fyrir leikslok og tryggði sínum mönnum í ÍBV 2-1 sigur á Stjörnunni með marki úr umdeildri víta- spyrnu. ÍBV er aðeins stigi á eftir toppliði KR í Pepsi-deildinni eftir sigurinn mikilvæga í gær. HETJAN Andri Ólafsson kom af bekknum og tryggði ÍBV sætan sigur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á SIGLINGU Eyjamenn gefa ekkert eftir í toppbaráttunni og anda ofan í hálsmálið á toppliði KR. Þeir fengu þrjú stig í gær en sigurmarkið kom úr umdeildu víti. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.