Fréttablaðið - 25.06.2011, Side 78

Fréttablaðið - 25.06.2011, Side 78
25. júní 2011 LAUGARDAGUR54 PERSÓNAN „Þetta verður rosalega skemmti- legt. Ég er búinn að vera að spá í þetta í smá tíma að það væri gaman að fara á leiksvið aftur. Ég hef verið að skoða bisnessplön allt- of lengi,“ segir Helgi Björnsson. Helgi leikur aðalhlutverkið í verki Vesturports sem byggt er á þjóðsögunni um fjöldamorðingj- ann Axlar-Björn. Verkið verður frumsýnt í haust og mun Björn Hlynur Haraldsson leikstýra. Atli Rafn Sigurðarson mun að öllum líkindum leika á móti Helga og mögulega fara þeir með öll hlut- verkin sjálfir en verkið er í mótun þessa dagana. Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós semur tónlistina og um búningahönnun sér tískuhönn- uðurinn Mundi vondi. Verkið fékk fjögurra milljóna styrk frá vel- gerðarsjóði Auroru fyrr á árinu. Helgi steig síðast á leiksvið í söngleiknum Rent fyrir tíu árum. Hann er spenntur fyrir samstarf- inu við Vesturport. „Þau reyndu að fá mig í Rómeó og Júlíu í London. Við höfum verið að tala um ýmis- legt í gegnum tíðina en ég hef aldrei haft tíma því það er ákveð- in binding sem felst í svona hlut- verki.“ Hann er með fleiri járn í eldin- um því þriðja plata hans og Reið- manna vindanna, Ég vil fara upp í sveit, kemur út á mánudaginn. Auk titillagsins eru á plötunni fleiri gömul lög í nýjum búningum, þar á meðal Ég berst á fáki fráum – Sprettur, Það er svo geggjað að geta hneggjað og Angelía. „Við erum að róta aðeins í okkar dæg- urlagaarfi, ekki ósvipað og menn eins og Bob Dylan og Robert Plant hafa verið að gera,“ segir Helgi. Síðustu tvær plötur Helga og Reiðmannanna hafa selst eins og heitar lummur eða í 21 þúsund ein- tökum. Þú komst í hlaðið var lang- söluhæst í fyrra og hefur núna selst í hátt í tólf þúsund eintökum. Helgi vill sem minnst spá fyrir um vinsældir nýju plötunnar. „Ég vona bara að fólki líki vel við hana eins og hinar og svo sjáum við bara til hvernig hún plumar sig.“ Hann verður á landsmóti hesta- manna sem fer fram 26. júní til 3. júlí þar sem hann ætlar að spila nýju lögin. Einnig má geta þess að Helgi ætlar að gera tónleikana sem hann hélt í Hörpunni á 17. júní að árlegum viðburði enda þóttu þeir takast sérlega vel. freyr@frettabladid.is HELGI BJÖRNSSON: STÍGUR Á LEIKSVIÐ Í FYRSTA SINN Í TÍU ÁR Fer með aðalhlutverkið í Axlar-Birni hjá Vesturporti Í SAMSTARF VIÐ VESTURPORT Helgi leikur í verki Vesturports um Axlar-Björn og er einnig að gefa út plötuna Ég vil fara upp í sveit. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Reynir Örn Þrastarson byrjaði sem Lottó-þulur í janúar á þessu ári og þykir hafa staðið sig vel í því hlutverki. Hann er fyrirsæta, sölumaður og menntaður mat- reiðslumaður en slíkt þykir nokk- uð óvenjulegur bakgrunnur fyrir fyrirsætustarfið. „Ég hitti And- reu Brabin á förnum vegi fyrir ellefu árum og hún lét mig hafa nafnspjaldið sitt. Þegar ég kom heim stakk ég því ofan í skúffu og gleymdi því. Svo rakst ég á það nokkru seinna og ákvað að hitta Andreu aftur. Þau hafa síðan hringt annað slagið og látið mig hafa verkefni,“ segir Reynir Örn. Reynir hefur setið fyrir í bæði innlendum og erlendum auglýs- ingum og hefur meðal annars leikið í sjónvarpsauglýsingu fyrir spænska bensínstöð. „Erlendu verkefnin eru skemmtilegust því þeim fylgja oft ferðalög út á land og svo sér enginn sem maður þekkir auglýsinguna.“ Hann við- urkennir að það hafi verið skrýtið að standa fyrir framan myndavél- ina í fyrstu. „Mér þótti það mjög óþægilegt og fékk hálfgerðan kjánahroll. En fyrst maður er að bjóða sig fram í svona verkefni þá verður maður að standa og falla með því.“ Reynir Örn starfar sem sölu- maður á daginn og segir það sjaldan vandamál að fá frí úr vinnu til að komast í tökur. „Ég fæ yfirleitt góðan fyrirvara og get því búið þannig um hnútana að geta tekið mér frí frá vinnu. Ég hef grínast með það að ég sé aðeins í dagvinnunni svo mér leiðist ekki á daginn.“ Þegar Reynir er að lokum inntur eftir því hvort hann ætli að halda fyrirsætustarfinu áfram svar- ar hann játandi. „Ef fólk hefur áfram áhuga á að ráða gráskeggj- aðan karl í vinnu.“ - sm Nýja sjarmatröllið á skjánum MÖRG JÁRN Í ELDINUM Reynir Örn Þrastarson matreiðslumaður hefur starfað sem fyrirsæta í hjáverkum síðustu ellefu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Íslenska hljómsveitin Retro Stefson kom fram á tón- listarhátíðinni INmusic sem fram fór dagana 21. og 22. júní í Zagreb í Krótaíu. Á hátíðinni spiluðu tæp- lega 30 hljómsveitir en þar má meðal annars nefna stóru böndin Arcade Fire, Jamiroquai, Cypress Hill, The Streets og Grinderman, hljómsveit Nicks Cave. Retro Stefson spilaði á miðvikudagskvöldið og sagði Haraldur Ari, liðsmaður hljómsveitarinnar, að mæt- ingin hefði verið gríðarlega góð. Að tónleikum loknum rakst hljómsveitin svo á Mike Skinner úr bresku hljómsveitinni The Streets. „Við hittum söngvara The Streets og vorum svo í námunda við Nick Cave og Cypress Hill,“ sagði Har- aldur Ari. Krakkarnir í Retro Stefson eru búsettir í Berlín, en þeir skrifuðu undir samning við útgáfu- risann Universal í janúar og hafa verið að spila á hinum ýmsu hátíðum víðs vegar um Evrópu. „Við spilum á c/o pop í Köln um næstu helgi, en Gus Gus spilar líka á þeirri hátíð. Svo erum við að fara til Noregs að spila á hátíð sem heitir Trænafestival,“ segir Haraldur, en Ólöf Arnalds kemur einnig fram á hátíðinni í Noregi. Haraldur segir hljómsveitina annars hafa það gott í Berlín, þau séu að vinna að nýju efni sem von- andi fái að heyrast fljótlega. -ka Á tónlistarhátíð með Streets HITTI SÖNGVARA THE STREETS Retro Stefson spilaði á tón- listarhátíðinni INmusic í vikunni, en þar spilaði einnig hljóm- sveitin The Streets. Haraldur Ari, liðsmaður Retro Stefson, fékk mynd með Mike Skinner, söngvara The Streets. Nafn: Ragnhildur Jónasdóttir Aldur: 23 ára. Starf: Ég vinn í Gamla Apótekinu. Fjölskylda: Ég er klárlega einhleyp. Foreldrar: Elín Hreiðars- dóttir bókhaldari og Jónas Franz, sölu- og markaðsstjóri. Búseta: Ég bý á Tryggvagötunni í 101 Reykjavík. Stjörnumerki: Vog. Ragnhildur Jónasdóttir gaf út sumar- smellinn „Það er komið sumar“ með vin- konu sinni, Margréti Rán Magnúsdóttur. 21.000 seld eintök af plötum Helga og Reiðmanna vindanna. „Það er svo mikið lýðræði innan hópsins að við eigum öll heiður- inn að hugmyndinni á bak við sýn- inguna,“ segir Katla Þórarins- dóttir, einn aðstandenda Sirkuss Íslands sem frumsýnir nýja fjöl- skyldusýningu í Tjarnarbíói þann 1. júlí. Sýningin nefnist Ö-Faktor og er fyrirmyndin hæfileikakeppn- ir í sjónvarpi á borð við X-Faktor. „Þetta eru þættir sem við gerum öll grín að en horfum alltaf á. Þeir hafa eitthvað aðdráttarafl á áhorf- endur,“ segir Katla en sýningin fer fram alveg eins og sjónvarps- þættirnir vinsælu með dómurum og kynni. „Við erum með flestar þær staðal-ímyndir sem birtast alla jafna í raunveruleikasjónvarpi. Leiðinlega og fúla dómarann, athyglissjúka kynninn, einstæðu móðurina og blinda dansarann,“ segir Katla og bætir við að öll atriðin tengist sirkuslistum. Sýningin Ö-Faktor er þriðja sýningin sem Sirkus Íslands setur upp en í fyrra sýndu þau sýn- inguna Sirkus Sóley. „Ö-Faktor er fjölskyldusýning fyrir börn jafnt og foreldra enda er ekkert leiðin- legra en að fara á barnasýningu sem maður sjálfur sofnar á,“ segir Katla og lofar hárbeittum húmor í sýningunni. Tuttugu manns eru virkir með- limir í listahópnum Sirkusi Íslands. „Fólk verður alltaf jafn hissa á að heyra að það sé sirkus á Íslandi. En við erum mjög virk og reynum að setja upp eina sýningu á ári.“ - áp Raunveruleikaþættir eru fyrirmyndin LOFTFIMLEIKAR Katla Þórarinsdóttir og félagar hennar í Sirkusi Íslands setja upp sýninguna Ö-Faktor. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Stál og plast þakrennur Allir fylgihlutir fáanlegir Frábært verð!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.