Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2011, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 07.07.2011, Qupperneq 2
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR2 SPURNING DAGSINS Dala Feta fyrir þá sem gera kröfur ms.is FÓLK Húsgagnaverslunin IKEA hefur nú í tæpan mánuð boðið hús- bílum næturstað á grasflöt fyrir aftan bílastæði verslunarinnar í Garðabæ. „Þetta hefur gengið framar vonum, það hefur nánast verið bíll hér á hverjum degi frá því að við byrjuðum á þessu,“ segir Stefán Rúnar Dagsson, viðskiptastjóri IKEA. Verslunin hefur haft gras- flötina opna fyrir húsbíla frá 14. júní síðast liðnum, og benti hús- bílaeigendum sérstaklega á að í verslun inni væri hægt að fá ókeypis kaffi á morgnana og ódýr- an morgunmat. Stefán segist ekki hafa fylgst með því hvort það hefur mikið verið nýtt. Ákveðið var að kynna stæðið fyrir húsbílaeigend- um en auglýsa það ekki frekar. Aðspurður segir Stefán að fyrir- tækið hafi fengið fyrirspurn um húsbílastæðið frá frumkvöðli í húsbílamálum hér á landi, en sá sagði stæði sem þetta vanta á höf- uðborgarsvæðið. Fyrirtækið skoð- aði málið og komst að því að kostn- aður við uppsetningu væri ekki svo mikill. „Þetta er þekkt um allan heim er mér sagt, í svona kjörnum, að það séu sérstök húsbílastæði og aðstaða fyrir húsbíla.“ Stefán segir að til standi að hafa stæðið opið fyrir húsbíla eins lengi og ferðamannantímabilið standi. „Viðtökurnar hafa verið svo góðar.“ thorunn@frettabladid.is IKEA opnar húsbíla- stæði í Garðabænum Undanfarinn mánuð hefur húsbílaeigendum boðist að nota grasflötina við IKEA sem næturstað. Verslunin segir viðtökurnar hafa verið framar vonum og húsbílaeigendur eru sáttir við að hafa fengið nýtt stæði á höfuðborgarsvæðinu. GOTT STÆÐI Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði voru eigendur tveggja húsbíla að undirbúa gistingu þar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Við vorum bara þarna þessa einu nótt og við erum á leiðinni í Þjórsárdal og Stokkseyri og Eyrarbakka,“ segir Gunnsteinn Sigurðsson húsbílaeigandi, en hann og kona hans, Jytta Jensen, eru á ferðalagi um landið. Þau eru frá Bolungarvík. „Ég get ekki annað en hælt þessu því þarna er ágætis aðstaða. Það er helst að það vanti vask og tólaskúr en maður átti nú ekki von á því að það yrði svoleiðis þarna. Þetta er bara mjög góð viðbót fyrir húsbílafólk. Svo getur maður farið í kaffi inn í IKEA og svona, þó þar sé nú ekki opnað fyrr en níu eða hálftíu.“ Góð viðbót fyrir húsbíla Torfi, er búið að greiða úr vandanum? „Það hefur tekist að mestu og án þess að nokkrir færu í hár saman.“ Torfi Geirmundsson rakari var með vandræðaposa á stofu sinni sem tók enga greiðslu af einum viðskiptavini en tvöfalda af þeim næsta. LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu á voveiflegu andláti barns um helgina stendur enn yfir. Móðirin, sem er rúmlega tvítug, var útskrifuð af Land- spítalanum árdegis í gær og síðan færð til skýrslutöku hjá lögreglu. Að því búnu var hún flutt á Litla- Hraun, þar sem hún er í gæslu- varðhaldi. Lögreglan segir ekki unnt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu. - jss Komin á Litla-Hraun: Móðirin hefur verið yfirheyrð NOREGUR Dvöl á leikskóla allan dag- inn er of streituvaldandi fyrir ung börn, samkvæmt nýrri rannsókn Norska tækniháskólans. Börn undir tveggja ára aldri á leikskólum mældust með mikið magn af kortisóli, sem er streitu- hormón. Að sögn prófessorsins May Drugli er mikill hraði, hávaði, stórir hópar og skortur á huggun það sem reynist börnunum erfið- ast. Á meðan börn sem hafi náð þriggja ára aldri geti tjáð sig og þarfir sínar þurfi yngri börn að hafa í kringum sig fullorðið fólk sem skilji og sinni þörfum þeirra. Hún vill þó ekki að skuldinni sé skellt á foreldra fyrir að setja börnin á leikskóla, heldur segir hún að leikskólar í Noregi hafi látið yngstu börnin mæta afgangi. Það sé ekki mjög mikilvægt fyrir yngstu börnin að hafa klifur- veggi eða annars konar leikföng, heldur skipti mestu máli að hafa fullorðið fólk sem tali við þau. Helmingur foreldra sem rætt var við vegna rannsóknarinnar sagði börnin sín þreytt eftir heilan dag á leikskóla. Tveir þriðju leik- skólakennara sögðu börnin oftast vera mjög þreytt í lok dags. - þeb Ný rannsókn í Noregi sýnir að ung börn framleiða mikið af streituhormónum: Leikskólabörn upplifa streitu Í LEIKSKÓLA Ung börn eru oft mjög þreytt í lok leikskóladags. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞJÓÐKIRKJAN Úrsagnir úr þjóð- kirkjunni á síðustu mánuðum eru áskorun fyrir kirkjuna, segir Karl Sigurbjörnsson biskup í pistli á vef þjóðkirkjunnar. „Það er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur af úrsögnum og fækkun í söfnuðum þjóð- kirkjunnar. Það er samt ekki séríslenskt fyr- irbæri,“ skrifar biskup. „Alls staðar á Norðurlöndunum má sjá hliðstæða þróun, þar eru þjóðkirkjurnar líka að hopa og það af ýmsum ástæðum, lýðfræði legum og menningar- legum. Eins og hér á landi má sjá einnig í þeim úrsögnum viðbrögð við deilum og hneykslismálum innan kirknanna.“ Alls sögðu 890 sig úr þjóð- kirkjunni í síðasta mánuði. - sv Biskup um ástand kirkjunnar: Segir úrsagnir vera áskorun EVRÓPUMÁL Bændasamtök Íslands hafa gefið út bók um landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins. Bókin er skrifuð af Stefáni Má Stefánssyni, prófessor í lögum við Háskóla Íslands. „Um áraraðir hafa Bændasamtökin stundað mjög markvissa vinnu við að kynna sér landbúnaðar- stefnu ESB og máta við íslenskar aðstæður. Eftir að aðildarumsókn Íslands var send inn fengum við svo Stefán Má til að taka saman þetta rit,“ segir Harald- ur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna. Í ritinu eru einnig settar fram varnarlínur Bændasamtakanna, sem eru þau lágmarkssamn- ingsmarkmið sem íslensk stjórnvöld verða að mati samtakanna að hafa til hliðsjónar við aðildarvið- ræðurnar við ESB. Varnarlínur Bændasamtakanna eru í sjö liðum. Má þar nefna að íslensk stjórnvöld hafi áfram heim- ild til að leggja tolla á búvörur frá löndum ESB og að reglur um innflutningsheimildir fyrir dýr og dýraafurðir verði ekki rýmkaðar frekar. Spurður hvernig bregðast ætti við ef ekki reynd- ist unnt að standa vörð við allar sjö varnarlínurnar í aðildarviðræðunum sagði Haraldur: „Ég held að það sé mjög varhugavert að byrja á því að semja við sjálfan sig og ganga út frá því að þetta muni ekki ganga.“ Þá segist Haraldur hafa áhyggjur af því hvernig staðið hafi verið að mótun samningsmarkmiða Íslands. - mþl Umfjöllun um landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins: Bændasamtökin gefa út bók BÓKIN KYNNT Í GÆR Í formála bókarinnar er ritið sagt mikil- vægt innlegg í umræður um aðild Íslands að ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra krafðist þess á Gaza-svæðinu í gær að her- kví Ísraela á svæðinu yrði aflétt. Á fundum með ráðamönnum lagði Össur áherslu á að Hamas- og Fatah-hreyfingarnar yrðu að ná saman um myndun þjóðstjórnar. Í heimsókn sinni skoðaði Össur áform um byggingu skóla, heilsu- gæslustöðva og íbúða fyrir flótta- menn sem ekki hafa náð fram að ganga vegna andstöðu Ísraels- stjórnar. - shá Utanríkisráðherra í Gaza: Vill að herkví verði aflétt ÖSSUR Á GAZA Ráðherra heimsótti stoðtækjaverkstæði á Gaza. MYND/UNRWA KARL SIGURBJÖRNSSON NÝJA-SJÁLAND Harður jarðskjálfti upp á 7,8 stig á Richter reið yfir í Suður-Kyrrahafi klukkan þrjár mínútur yfir sjö í gærkvöldi að íslenskum tíma. Gefin var út flóðbylgjuviðvörun í kjölfarið sem náði til Kermadec-eyja, Nýja-Sjálands og Tonga. Upptök skjálftans voru á miklu dýpi norðaustur af Nýja- Sjálandi. Litlar fréttir höfðu borist af skjálftasvæðinu þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tugir manna létust í borg- inni Christchurch á Nýja-Sjá- landi eftir harðan jarðskjálfta í febrúar. - shá Mældist 7,8 stig á Richter: Harður skjálfti í Kyrrahafinu VIÐSKIPTI Fjölmiðlafyrirtækið 365 eignaðist í janúar 47 prósenta hlut í Hjálmi, móðurfélagi tíma- ritaútgáfunnar Birtíngs. 365 á nú 30 prósent í Birtíngi í gegnum Hjálm. Viðskiptablaðið greindi frá þessu í gærkvöldi. Ari Edwald, forstjóri 365, segir viðskiptin hafa snúist um að breyta kröfu sem 365 átti á Hjálm í hlutafé í þeirri von að fá meira út úr henni þannig. Þau hafi ekki snúist um Birtíng eða starfsemi þess félags og ekkert samstarf á fjölmiðlamarkaði sé í kortunum, enda hafi menn á þeim tíma gert ráð fyrir að Birtíngur yrði seldur út úr Hjálmi innan tíðar. Spurður hvers vegna ekki var greint frá viðskiptunum á sínum tíma segir Ari: „Ég leit einfald- lega ekki á þetta sem stórt eða fréttnæmt mál.“ - sh Kröfu breytt í hlutafé í janúar: 365 á þriðjungs- hlut í Birtíngi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.