Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2011, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 07.07.2011, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 7. júlí 2011 19 Rökin fyrir fækkun þingmanna Ég tel, að hægt sé að fækka alþingismönnum. Fjöldi þeirra nú er 63 og er bundinn í stjórnarskrá. Þannig standa rösklega fimm þúsund manns að baki hverjum alþingismanni að meðaltali. Til samanburðar standa 27 þúsund manns að baki hverjum þingmanni í Finnlandi og Svíþjóð, 29 þúsund í Noregi og 31 þúsund í Danmörku. Eistar hafa 13 þúsund manns að baki hverjum þingmanni. Í eyríkinu Barbados í Karíbahafi, þar sem búa 300 þúsund manns í sam- lyndu og sólríku lýðræðisríki, eru 30 þingmenn, einn á hverja tíu þúsund íbúa. Forsagan skiptir máli Árið 1934 var alþingismönnum fjölgað í 49. Íslendingar voru þá 133 þúsund að tölu, svo að 2.300 manns stóðu þá að baki hverjum þingmanni. Þingmönnum var fjölgað í 52 árið 1942, 60 árið 1959 og 63 árið 1984. Fjölgun in studdist yfirleitt ekki við almenn rök, heldur virtist henni ætlað að svala eftirsókn stjórnmála- flokkanna eftir auknum fjölda þingsæta handa sínu fólki, meðal annars til að jafna vægi atkvæða milli þingflokka. Ólafur Jóhann- esson, síðar forsætisráðherra, varaði í grein sinni í Helgafelli 1945 við þeirri skipan, að þing- menn ákveði sjálfir fjölda þing- manna, þar eð þingmenn hefðu augljósan hag af fjölgun í eigin röðum eins og kom á daginn. „Ríki í ríkinu“ Í ritgerðum sínum um stjórnar- skrána í Helgafelli 1945 lögðu Gylfi Þ. Gíslason, síðar mennt- málaráðherra, og Ólafur Jóhann- esson til, að þingmönnum yrði fækkað í 33 (Gylfi) eða 40 (Ólaf- ur) til að draga úr veldi stjórn- málaflokkanna og meðfylgjandi hættu á spillingu. Ólafur sagði: „ ... vald stjórnmálaflokkanna og ýmissa hagsmunasamtaka er orðið meira en góðu hófi gegn- ir. Í rauninni er þar orðið um að ræða mörg ríki í ríkinu, og þau svo voldug, að þau beygja ríkis- valdið og knésetja þjóðarheild- ina.“ Rök gegn fækkun Sumir telja ekki ráðlegt að fækka þingmönnum og beita þeim rökum, að ný stjórnarskrá þurfi að styrkja stöðu Alþingis gegn framkvæmdarvaldinu og til þess þurfi óbreyttan starfs- kraft innan þings. Rök fyrir fækkun Aðrir telja eigi að síður tök á að fækka þingmönnum, og það geri ég eins og ég lýsti strax fyrir kosningar til Stjórnlagaþings. Rök mín fyrir fækkun eru þessi. ■ Stjórnlagaráð leggur til í samræmi við niðurstöðu þjóð- fundar 2010, að ráðherrar sitji ekki á Alþingi. Séu ráðherrar tíu talsins eins og nú, er fjöldi starfandi þingmanna í reynd- inni 53, ekki 63. Óbreyttur fjöldi starfandi þingmanna er því 53, ekki 63. Þess vegna mætti fækka þingmönnum úr 63 í 53 án þess að fækka vinn- andi höndum við þingstörf. ■ Við bætist, að persónukjöri við hlið listakjörs til Alþingis er ætlað að draga úr getu flokk- anna til að tryggja flokks- mönnum „örugg“ sæti og bæta með því móti mannvalið á þingi. Þannig geta færri hend- ur unnið meira og betra starf á Alþingi. Fækkun þingmanna gæti lyft Alþingi og ásýnd þess með því að leiða af sér strang- ari kröfur kjósenda til fulltrúa sinna á Alþingi. ■ Fækkun þingmanna sparar fé. Lítið land þarf að finna rétt jafnvægi milli umfangsins á yfirbyggingu stjórnsýslunnar og eigin bolmagns. ■ Þá er þess að geta að endingu, að þjóðaratkvæðagreiðslum er ætlað aukið vægi samkvæmt tillögum Stjórnlagaráðs, og fækkar þá verkefnum Alþingis sem því nemur. Þessi rök fyrir fækkun þing- manna vega þyngra í mínum huga en rökin fyrir óbreytt- um fjölda, sem Alþingi ákvað á eigin forsendum. Hófleg fækkun þingmanna, úr 63 í til dæmis 53, samrýmist sterkari stöðu Alþingis gagnvart fram- kvæmdarvaldinu í samræmi við kall þjóðfundarins eftir skýrari valdmörkum og öflugra mótvægi ólíkra valdþátta að því tilskildu, að persónukjör og ráðgerðar skipulagsumbætur efli Alþingi svo sem að er stefnt. Í DAG Þorvaldur Gylfason Prófessor Ólafur Jóhannesson, síðar forsætisráð- herra, varaði í grein sinni í Helgafelli 1945 við þeirri skipan, að þingmenn ákveði sjálfir fjölda þingmanna, þar eð þingmenn hefðu augljósan hag af fjölgun í eigin röðum eins og kom á daginn. Spurningin er: af hverju? Síðastliðin átta ár hefur Alþjóðadýraverndunarsjóður- inn (IFAW) á varfærinn hátt reynt að skapa umræðu um skynsemi hvalveiða við Ísland. Að undanförnu hefur umræðan þó einkum beinst að stjórnendum Keflavíkurflugvallar og skyn- semi í auglýsingabirtingum. Í mars síðastliðnum höfð- um við samband við ISAVIA og útskýrðum fyrir markaðsdeild þeirra hugmynd okkar að aug- lýsingum, í samstarfi við Hvala- skoðunarsamtök Íslands, sem snérist um það að hvetja erlenda ferðamenn til að borða ekki hval- kjöt. Sala á hvalkjöti til erlendra ferðamanna virðist fara vax- andi. Þetta er undrunarefni því í skoðanakönnunum lýsir mikill meirihluti þeirra sig algjörlega andvígan hvalveiðum. Við teljum að ferðamennirnir standi í þeirri trú að það breyti engu að smakka hvalkjöt, á meðan á dvöl þeirra stendur. Því settum við af stað þetta verkefni til að upplýsa ferða- menn um að hvalveiðar eru ekki hefðbundin atvinnugrein á Íslandi; 95% Íslendínga borða ekki reglulega hvalkjöt (Gallup könnun, júní 2010) og að í hvert skipti sem einhver borðar hval- kjöt að þá er viðkomandi að stuðla að hvaladrápum. ISAVIA sýndi auglýsingun- um áhuga og fulltrúi þeirra lýsti ánægju sinni með titil átaksins og inntak þess. Samningar voru undirritaðir, greiðslur innt- ar af hendi og auglýsingarnar settar upp í farangurssal flug- stöðvarinnar 4. júní. Þann sama dag héldum við lítið hóf í tilefni átaksins í Reykjavíkurhöfn mitt á milli hvalaskoðunarbáta og hvalveiðibáta Kristjáns Lofts- sonar. Ræðumenn í hófinu voru framkvæmdastjóri Ferðamála- ráðs, formaður hvalaskoðunar- samtaka Íslands og undirritaður. Fyrir samtök eins og IFAW sem starfa á alþjóðavettvangi að ýmsum velferðarmálum dýra og umhverfisvernd hefur það hingað til ekki verið vandamál að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Sem dæmi má nefna að einmitt núna er IFAW með auglýsingaskilti á Schipol-flug- velli í Amsterdam þar sem ferða- menn eru hvattir til að kaupa ekki minjagripi sem búnir eru til úr villtum dýrum og á flugvellin- um í Jersey erum við með fjölda augýsinga uppi um hvalavernd. Það kom okkur því mjög á óvart að um það bil tveimur vikum eftir að auglýsingarnar voru settar upp í flugstöðinni í Keflavík hringdi framkvæmdastjóri ISAVIA og tilkynnti okkur að honum líkaði ekki auglýsingarnar og að þeim yrði að breyta ellegar fjarlægja. Hrefnuveiðimaður hafði víst kvartað undan þeim. Lögmenn okkar sendu bréf til ISAVIA og óskuðu skýr- inga á þessu áður en til hugs- anlegra aðgerða kæmi af hálfu flugstöðvar innar. Það bréf var hundsað og auglýsingarnar tekn- ar niður að okkur forspurðum 24. júní. Fimm dögum síðar barst okkur loks bréf frá lögmanni ISAVIA þar sem fram kom að félagið teldi sig ekki hafa sam- þykkt allan textann í auglýsing- unum og að þær stríddu gegn ímynd flugstöðvarinnar. Um leið var því lýst yfir að fyrirtækið væri reiðubúið að endurgreiða okkur það sem við hefðum þegar greitt því. Við erum þakklát fyrir það að ISAVIA skuli hafa séð sóma sinn í því að endurgreiða okkur vegna auglýsinganna sem fyrir- tækið fjarlægði. Við erum einn- ig þakklát fyrir þann mikla vel- vilja sem við höfum fundið fyrir vegna þessa máls í íslensku sam- félagi. Sú spurning stendur eftir hvers vegna okkur er meinað að vekja athygli á hvalaskoðun á Íslandi með auglýsingum og að hvetja erlenda ferðamenn, sem styðja í miklum meirihluta mál- stað okkar, til að borða annað en hvalkjöt? Það er varla til mikils að ætl- ast að henni sé svarað. Hvalveiðar Robbie Marsland yfirmaður IFAW í Bretlandi Leikskólakennarar eru mikilvægir Ég var 6 ára þegar ég ákvað að vera fóstra, eins og það var kallað þá. Það komst ekk- ert annað að hjá mér heldur en að hugsa um börn og vissi ég að þetta vildi ég vinna við þegar ég yrði stór. Eftir framhaldsskól- ann árið 1994 fór ég í Fóstur- skóla Íslands án þess að hafa nokkurn tíma unnið á leikskóla. Námið var skemmti- legt og krefjandi og útskrifaðist ég árið 1997 og var í síðasta hópnum fyrir B.Ed. en útskrifaðist samt sem leikskólakenn- ari. Strax að lokinni útskrift byrjaði ég að vinna í leikskóla í Hafnarfirði og hef unnið sem leikskóla- kennari í tveimur leikskólum í Hafnar- firði. Árið 2009 hafði ég hug á að fara í framha ldsnám í Kennaraháskólanum en þá kom það upp að þar sem ég útskrif- aðist árið 1997 hafði ég ekki B.Ed gráðu og þurfti ég að bæta henni við mig áður en ég gat sótt um fram- haldsnám. Ákvað ég því að fara í fjarnám með vinnu. Ég útskrifaðist með B.Ed gráðu vorið 2010 og sama haust hóf ég fjarnám aftur með vinnu en nú á meistarastigi, í náms- og kennslufræði með áherslu á menntunar- og kennslufræði yngri barna og útskrifaðist með viðbótardiplómu í því núna í júní. Þar með hef ég stundað nám í 5 ár og gerði ég þetta til að gera mig að betri leikskóla- kennara sem skilar sér í enn betri vinnu með börnunum. Ekki var þetta gert til þess að hækka laun mín þar sem að þetta skilar einungis hækk- un upp á tvo launaflokka, sem gerir um 7.700 króna hækkun á mánaðar launum mínum. Dagur í lífi leikskólakennara er fjölbreyttur og skemmtilegur en einnig mjög krefjandi. Í 2.gr. Aðalnámskrá leikskóla (2011, bls. 21) kemur fram að megin- markmið uppeldis og kennslu í leikskóla eru: • að fylgjast með og efla alhliða þroska barna í náinni samvinnu við foreldra, • að veita skipulega mál örvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku, • að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að börnin fái notið bernsku sinnar, • að stuðla að víðsýni barna og efla siðferðisvitund þeirra, • að leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, virk- ir og ábyrgir þátttak- endur í lýðræðisþjóð- félagi sem er í örri og sífelldri þróun, • að rækta hæfi- leika barna til tján- ingar og sköpunar í þeim tilgangi m.a. að styrkja sjálfsmynd þeirra, heilbrigðis- vitund, öryggi og hæfni til mannlegra samskipta. Á grund- velli markmiða laga um leikskóla, grunn- skóla og framhalds- skóla hafa verið sett- ir fram grunnþættir menntunar. Að þessu er unnið alla daga í leikskóla en þessi markmið sýna mjög skýrt hvað skiptir miklu máli að leikskólakennarar séu vel menntaðir og að þeir sem vinna með börnunum okkar hafi áhuga á og séu vel til þess fallnir að undir- búa framtíð landsins okkar, sem er auðvitað börnin okkar. Nú eru kjaraviðræður í fullum gangi hjá leikskólakennurum og er von mín sú að við fáum laun við hæfi, annars er hætta á að stéttin deyi út. Leikskólakennar- ar eru ekki vanir að láta mikið í sér heyra þegar kemur að kjara- málum eins og hægt er að skoða í sögu félagsins og má segja að umburðarlyndi okkar sé með ólíkindum þegar kemur að þeim málum. En hingað og ekki lengra, við getum ekki lengur látið sem ekkert sé. Í byrjun júní var kosning innan félags- ins um verkfallsboðun félagsins og var hún samþykkt af miklum meirihluta félagsmanna. Mér er misboðið og lýsi því yfir að við getum ekki setið lengur og beðið. Við vitum um áhrif þess að fara í verkfall en einhvern tíma er komið nóg og að mínu mati er sá tími núna. Menntamál Anna Svanhildur Daníelsdóttir leikskólakennari Mér er mis- boðið og lýsi því yfir að við getum ekki setið lengur og beðið. Við vit- um um áhrif þess að fara í verkfall en einhverntíma er komið nóg og að mínu mati er sá tími núna. MEÐ BÚNAÐI, MIÐSVÆÐIS Í REYKJAVÍK.  MJÖG HAGSTÆÐ KJÖR FYRIR RÉTTA AÐILA.  GOTT TÆKIFÆRI FYRIR FAGFÓLK AÐ TAKA SAMAN HÖNDUM OG HEFJA EIGIN REKSTUR. OPIÐ HÚS 18:00 - 20:00 Í DAG FIMMTUDAGINN 23.JÚNÍ TIL LEIGU HÁRGREIÐSLUSTOFA Vinsamlega sendið fyrirspurnir á netfangið furugerdi3@gmail.com eða í síma 693-8310 7. JÚLÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.