Fréttablaðið - 07.07.2011, Page 26

Fréttablaðið - 07.07.2011, Page 26
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is „Á þessum tónleikum okkar Gunn- steins Ólafssonar mun ég syngja og sextán manna hljómsveit leika þrettán lög sem ég söng inn á „long-play“ plötu árið 1978,“ segir söngkonan Kristín Á. Ólafsdóttir um tónleika sem haldnir verða í Siglufjarðarkirkju á morgun klukkan átta á Þjóðlagahátíð á Siglu- firði. „Ég hef aldrei sungið öll þessi lög í heild á tónleikum áður.“ Kristín safnaði saman lögunum þrettán á plötunni, sem ber heit- ið Íslensk þjóðlög. „Ég hafði mikinn áhuga á þjóðlögum eftir söngnám hjá Engel Lund, eða Göggu Lund eins og hún var kölluð. Þessi danska kona kenndi mér að meta íslensk þjóðlög,“ upplýsir Kristín sem fann þjóðlög- in í bók séra Bjarna Þorsteinssonar, Íslensk þjóðlög, og segulbandasafni Ríkisútvarpsins. Eftir að Kristín hafði safnað lög- unum saman hafði hún samband við Svavar Gests, plötuútgefanda „Ég stakk upp á að við myndum biðja Atla Heimi Sveinsson um að útsetja lögin,“ segir Kristín og heldur áfram: „Þegar Atli var að útsetja hittumst við stund- um og hann spilaði eiginlega alla hljómsveitina á píanóið heima hjá sér.“ Kristín segir að Gunnsteinn Ólafs- son, listrænn stjórnandi, hafi haft samband við hana eftir áramótin og beðið hana að syngja lögin af plötunni á Þjóðlagahátíð, sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. „Félagar úr Caput hópnum og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins spila með mér. Flautu- snillingurinn okkar Kolbeinn Bjarna- son verður í þessum hópi,“ útskýrir Kristín og nefnir að gítarleikarinn Kristján Edelstein verði einnig með. „Mér finnst skemmtilegt að hann er sonur fyrsta tónlistarkennarans míns, Stefáns Edelstein.“ Ætlarðu sjálf á tónleika á Þjóð- lagahátíð? „Já, ég ætla endilega að komast á tónleika og njóta þess sem er í boði. Mig langar meðal annars að lauma mér inn á fyrirlestra sem haldnir eru í Þjóðlagaakademíunni en þar er hægt að fræðast heilmikið um íslensku þjóðlögin.“ martaf@frettabladid.is KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR: FLYTUR ÞJÓÐLÖG SEM EKKI HAFA HEYRST Á TÓNLEIKUM Þjóðlögin vöktu mikinn áhuga SYNGUR ÞJÓÐLÖG Kristín hefur ekki sungið plötuna Íslensk þjóðlög í heild á tónleikum áður. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG MOSAIK Elskulegur faðir minn og afi, Pétur Bárðarson fyrrverandi vélstjóri, Fellaskjóli, Grundarfirði, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, fimmtudaginn 7. júlí kl. 13.00. Ólafur Pétur Pétursson Kristín Eva Ólafsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samhug og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, dóttur og systur, Brynhildar Ingadóttur Fjallalind 88, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks dagdeildar krabba- meinslækninga, Heimahlynningar og líknardeildar Landspítalans. Þorkell L. Magnússon Margrét Stefanía Þorkelsdóttir Guðrún Þorkelsdóttir Friðrik Ó. Þorkelsson Ingi Kristinsson Hildur Þórisdóttir Þórir Ingason Þorbjörg Karlsdóttir Kristinn Ingason Bergdís H. Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, sonur, afi, langafi og bróðir, Arnór Pétursson Eskivöllum 3, Hafnarfirði, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi, 28. júní sl. verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 8. júlí kl. 13.00. Magný Ósk Arnórsdóttir Þór Kristjánsson Sigrún Clausen Hreinn Sumarliðasson barnabörn, barnabarnabörn og systkini. 80 ára afmæli Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir, Skarði, áttræð. Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir húsfreyja í Skarði, Landsveit verður áttræð sunnudaginn 10. júlí nk. Þann dag langar hana að samfagna með fjölskyldu, sveitungum og vinum heima að Skarði. Það verður guðsþjónusta í Skarðskirkju kl. 14.00 og afmæliskaffi að henni lokinni. Skarðskirkja er afmælis- barninu afar kær og því biður hún gesti að hugsa til hennar og láta andvirði g jafa renna til kirkjunnar. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, systir og frænka, Antonía Marsibil Lýðsdóttir Skálateigi 7, Akureyri, lést á Lyflækningadeild Sjúkrahúss Akureyrar fimmtu- daginn 30. júní. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. júlí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahús Akureyrar. Sigurður Hermannsson Kristín Sigurðardóttir Erla G. Sigurðardóttir Jakob Yngvason Sigurður Yngvi Jakobsson Kristófer Anton Jakobsson Elín M. Lýðsdóttir Atli Sturluson Steinunn Atladóttir Arndís Atladóttir Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Jytte Lund Helgason er látin. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. júlí kl. 11.00. Birgir V. Helgason Kristín Inga Birgisdóttir Erik Ingemann Jensen Helgi Birgisson Gitte Dolberg og barnabörn. Okkar ástkæri, Ragnar Hansen múrarameistari, lést á Landspítalanum þann 1. júlí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 8. júlí kl. 13.00. Jósefína Ragnarsdóttir Hansen Helga Ragnarsdóttir Hansen Guðmundur Thor Guðmundsson Friðrik Ragnarsson Hansen Katrín Ingadóttir Hulda Ragnarsdóttir Hansen Kristín Edda Ragnarsdóttir Hansen Hermann Guðmundsson Kristófer Ragnarsson Hansen Ruth Elfarsdóttir Sólveig Björg Ragnarsdóttir Hansen Ragnar Stefán Ragnarsson Hansen Anna Gunnarsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Margrét Helgadóttir frá Fossi á Síðu, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Klausturhólum 28. júní, verður jarðsungin frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugar- daginn 9. júlí kl. 14.00. Páll Helgason Ólafía Davíðsdóttir Fanney Helgadóttir Hjördís Helgadóttir Hreggviður Hermannsson Helga Helgadóttir Gunnar B. Þórisson Þórhallur Helgason og ömmubörn. MARGRÉT GUÐNADÓTTIR prófessor er 82 ára í dag. „Í mínum augum er jörðin sameign allra lífvera, hún er ekki einu sinni séreign manna, hvað þá séreign örfárra ríkra manna.“ 82

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.