Fréttablaðið - 07.07.2011, Page 31

Fréttablaðið - 07.07.2011, Page 31
Veitingastaðurinn Nings fagnar tuttugu ára afmæli sínu um þessar mundir. Í tilefni afmælisins hefur veitingastaðurinn að Suðurlandsbraut 6 verið gerður upp og tekinn í gegn með skemmtilegri útkomu. „Við vorum að breyta staðnum okkar á Suðurlandsbraut og gerð- um eiginlega alveg nýjan stað,“ segir Hilmar Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Nings, og bætir við að breytingarnar hafi verið gerð- ar í tilefni tuttugu ára afmælis Nings. „Við breyttum öllu, gólf- efnum, salernum, loftum, lýs- ingu og húsgögnum. Breyting- arnar hafa tekist mjög vel og fólk tekur þeim mjög vel.“ Hilmar tekur fram að veitinga- staðir Nings séu þrír í Reykjavík, á Suðurlandsbraut, Stórhöfða við Gullinbrú og í Hlíðarsmára. „Á veitingahúsum Nings er lögð áhersla á að allt hráefni, kjöt, fisk- ur, krydd og grænmeti sé ferskt og eldað við mikinn hita á stutt- um tíma sem tryggir ferskleika og gæði,“ segir Hilmar og bætir við að við eldun séu eingöngu not- aðar kólesteróllausar hágæða matar olíur. Að sögn Hilmars hefur heilsu- matseðillinn breytt stefnu fyrir- tækisins mikið. „Í dag eyðum við mun meiri tíma í að þróa og bjóða heilsusamlegan mat sem er sniðinn fyrir fólk í aðhaldi, en þrátt fyrir það gleymum við aldrei þeim sem elska djúpsteiktar rækjur.“ Hilmar segir að stefnan í skyndibitamat í dag snúist mikið um heilsu og ferskleika. „Og það er einmitt grunnurinn í stefnunni hjá Nings, ferskur heilsusamleg- ur matur sniðinn að þörfum hvers og eins.“ Hilmar segir að sumarstemn- ing sé á Nings og meðal annars séu í boði sumartilboð. Hilm- ar upplýsir brosandi að Nings hafi alltaf lagt upp með að bjóða vöru sem endurspeglar markað- inn hverju sinni, auk þess að vera fyrstir með nýjungarnar. „Þessi markmið hafa gert Nings að því sem það er í dag.“ Hilmar tekur fram að verðlagn- ing á réttum Nings sé mitt á milli skyndibitastaðar og betri veit- ingastaðar. „Þetta verðbil endur- speglast í betri þjónustu og vöru- úrvali. Á Nings er keppst við að allir geti fengið eitthvað við sitt hæfi, til að mynda má nefna að ódýrasti rétturinn á matseðli Nings er þrisvar sinnum ódýr- ari en sá dýrasti, þessi verðmun- ur sýnir hvernig við lítum á okkar kúnnahóp, eins breiðan og mögu- legt er,“ segir Hilmar og býður alla hjartanlega velkomna. „Núna er hægt að fá rétti af matseðli í tveimur stærðum,“ segir Hilmar Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Nings. „Hingað til hefur ekki verið hægt að fá réttina af matseðli nema í einni stærð.“ Hilmar lýsir hugmyndinni að baki þessari nýjung á þá leið: „Viðskiptavinirnir geta nú valið sér nokkra rétti af matseðli og deilt þeim á milli sín og með því getur fólk smakkað fleiri rétti hjá okkur,“ útskýrir Hilmar og bætir við að þetta form sé þekkt erlendis. „Nú þarf fólk ekki lengur að panta sér einn rétt heldur getur það fengið að smakka fleiri rétti af matseðl- inum.“ NÝJUNG Á NINGS Veitingastaðnum Nings var breytt á dögunum í tilefni tuttugu ára afmælis staðarins. MYND/HAG Að sögn Hilmars er stefna Nings að bjóða upp á ferskan og heilsusamlegan mat sem sniðinn er að þörfum hvers og eins. MYND/HAG 20 ára og aldrei ferskari „Fyrir stuttu byrjuðum við með tvo nýja rétti,“ segir Hilmar Sigur- jónsson, framkvæmdastjóri Nings, og telur upp: „Það er orange-kjúk- lingur sem er vinsæll kjúklinga- réttur, sérstaklega í Ameríku. Svo vorum við líka að bæta réttinum kung pao við matseðilinn hjá okkur.“ Hilmar segir að réttirnir hafi mælst vel fyrir meðal viðskipta- vina Nings. „Það er líka af nægu að taka vegna þess að við erum með áttatíu rétti á matseðlinum okkar.“ NÝIR RÉTTIR Á MATSEÐLI NINGS Að sögn Hilmars var verið að bæta orange-kjúklingi á matseðil Nings. MYND/HAG Nú er hægt að fá rétti af matseðli í tveimur stærðum á Nings. HOLLT & GOTT FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2011 Kynningarblað hollráð, grænmetisbændur, veitingahús, hráfæði, skyndibiti, sushi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.