Fréttablaðið - 07.07.2011, Qupperneq 40
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR28
BAKÞANKAR
Ragnheiðar
Tryggva-
dóttur
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. mælieining á spennu rafstraums,
6. kringum, 8. fley, 9. ögn, 11. ekki
heldur, 12. hlutdeild, 14. uppskafn-
ingsháttur, 16. berist til, 17. titill, 18.
pípa, 20. mergð, 21. nýlega.
LÓÐRÉTT
1. im, 3. ógrynni, 4. jarðbrú, 5. bjálki,
7. kynding, 10. taug, 13. hrós, 15.
klædd, 16. hrökk við, 19. guð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. volt, 6. um, 8. far, 9. fis,
11. né, 12. aðild, 14. snobb, 16. bt, 17.
frú, 18. rör, 20. úi, 21. áðan.
LÓÐRÉTT: 1. gufa, 3. of, 4. landbrú,
5. tré, 7. miðstöð, 10. sin, 13. lof, 15.
búin, 16. brá, 19. ra.
„Góða kvöldið, langar þig í 30 prósent ódýrara internet?“ spurði ungæðis-
leg karlmannsrödd eftir að hafa hringt
dyrasímanum mínum um kvöld. „Nei,
takk,“ sagði ég úrill og gerði mig líklega til
að leggja á. Þá bætti hann hraðmæltur við
„en síma, en 30 prósent ódýrari síma!?“ Ég
neitaði því einnig. Lamdi dyrasímann aftur
á sinn stað, strunsaði inn í barnaherbergið
og reyndi að koma böndum á þá upplausn
sem hringing dyrabjöllunnar hafði skapað
í miðri vögguvísu. Klukkan var að
ganga tíu, grislingarnir þurftu í
sæng og ég hafði engan tíma til
að hlusta á söluræður. Ég heyrði
dyrabjölluna klingja uppi hjá
nágranna mínum.
SJÁLFSAGT hef ég orðið af kosta-
kjörum þarna um kvöldið en
það stóð bara ekki vel á.
Kvöldverkin eru mörg á
barnaheimilum og ég
mat friðhelgi heimilis-
ins hreinlega hærra en
30 prósentum ódýrara
inter net þetta kvöldið.
Ég get reyndar ekki
ímyndað mér að nokkurn
tímann standi vel á hjá
nokkrum að fá sölumenn
inn á teppi hjá sér að kvöldi
langs vinnudags.
FYRIRTÆKI beita ýmsum brögðum til að
næla sér í viðskiptavini. Búa til sjónvarps-
auglýsingar á við stuttmyndir að lengd
og stundum líka að gæðum. Sum splæsa í
skjáauglýsingar, sum í lesnar auglýsingar
í útvarpi, sum í blaðaauglýsingar og stund-
um smáauglýsingar. Þá eru alltaf einhver
fyrirtæki sem hringja beint í mann til að
bjóða þjónustu sína, oft að kvöldi dags, og
ávarpa mann kumpánlega með nafni. Nú,
eða hreinlega banka upp á.
EINHVERN tímann heyrði ég að auglýs-
ing á ákveðinni vöru virkaði ekki á neinn,
nema þann sem hefði hvort sem er þegar
ákveðið að kaupa sér vöruna og væri að
leita að tilboðum. Auglýsingar geta líka
snúist upp í andhverfu sína sé ekki rétt á
málum haldið. Ég held að flestir séu sam-
mála um að hringingar sölumanna heim til
manns eru þrælleiðinlegar. Ég held að ég
hafi aldrei keypt mér neitt sem mér hefur
verið boðið gegnum síma. Það er meira að
segja til staðlað form í símaskránni um
merkingar við símanúmer svo sölumenn
hringi ekki í mann.
EINS er hægt að merkja póstlúguna sína
sérstaklega svo þangað berist ekki auglýs-
ingabæklingar, fjölpóstur heitir það víst.
Nú er ég að velta fyrir mér að merkja dyra-
bjölluna líka sérstaklega: Við kaupum ekk-
ert hér!
Við kaupum ekkert hér!
Æ, maður á
þú veist að...
BJARGA HEIMINUM,
BJARGA HEIMINUM,
BJARGA HEIMINUM,
... á hverjum einasta
DEGI!
Jahá, ein
augabrún
það sem
eftir er?
Jabbs! En það er
ekkert mál, ég
verð bara dekkri
yfirlitum og
leyndar-
dómsfyllri!
Ókei...
Bíddu bara!
Dagar mínir sem
einsetumaður
eru á enda!
Góða kvöldið
fröken! Mætti ég
kíkja aðeins
í kistuna
þína?
Jæja já,
fékkstu Glas-
gow-koss?
Já... frá Lúllu
lauslátu! Hún
er spennt
fyrir mér!
Mér
leiðist.
Má ég æfa
mig að bakka
bílnum út úr
bílskúrnum?
Ja, eins og bensín-
verðið er orðið er það
nú ansi dýr leið til að
drepa tímann.
Ætli það
sé ekki
rétt hjá
þér.
Hérna eru
bíllyklarnir.
Kannski ég ráðist bara
á ísskápinn
í staðinn.
VAA!
VEE!
VÍÍ! SLURP
SLURP
SLURP
Ólst upp í fjölmiðlaumhverfi
Edda Sif Pálsdóttir, fjölmiðlakona, vakti
athygli í þáttunum um Skólahreysti í vetur.