Fréttablaðið - 07.07.2011, Qupperneq 52
40 7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR
Þrátt fyrir að hafa verið
að og notið vinsælda í tæp
30 ár á tónlistarmaðurinn
Morrissey í vandræðum
með að finna útgáfufyrir-
tæki sem vill gefa út nýju
plötuna hans. Hann segir
útgáfurnar spenntari fyrir
nýjum hljómsveitum.
„Ég er ekki með útgáfusamning
og gerði ráð fyrir því að ef plötu-
útgáfurnar vildu mig myndu
þær sækja mig. Ég get ekki gert
mikið í þessu,“ segir söngvarinn
Morrissey í viðtali við vefmiðil-
inn Pitchfork.
Síðasta plata Morrissey, Years
of Refusal, markaði endalok sam-
starfs hans við útgáfurnar Decca
og Attack. Hann er tilbúinn með
efni á nýja plötu, en ætlar ekki að
taka hana upp fyrr en hann skrif-
ar undir hjá nýju útgáfufyrir-
tæki. Hann virðist óttast að áhugi
útgáfufyrirtækjanna sé ekki til
staðar, þar sem honum hefur ekki
verið boðinn samningur.
„Ég held að útgáfufyrirtæki vilji
frekar lokka til sín nýjar hljóm-
sveitir svo þau geti eignað sér
uppgang þeirra,“ segir Morrissey,
spurður hvað valdi vandræðum
hans. „Flestir muna eftir plötunum
sem komu listamönnunum á kortið.
Þess vegna skrifa fjölmiðlar bara
um mig í samhengi við sögu The
Smiths. Það er hvergi minnst á þá
staðreynd að ég hef komið þremur
sólóplötum á toppinn og verið einn
að í 25 ár. Furðulegt.“
Morrissey og hljómsveit hans
fluttu nýlega þrjú ný lög í útvarps-
þætti á BBC. Lítið fór fyrir þætt-
inum og spurður hvort honum hafi
fundist spennandi að kynna ný lög
án risavaxinnar kynningarherferð-
ar segir hann að það hafi verið frá-
bært. „Engin læti, bara ganga inn
og spila tónlistina,“ segir hann.
„Ég þrái samt það sem þú kallar
„risavaxna kynningarherferð“.
Það gerist aldrei.“
Morrissey er augljóslega bitur,
eins og hann hefur reyndar verið
síðustu þrjátíu ár. Hann er þó
ánægður með nýju lögin og segir
að þau séu öll mjög sterk. „Ég vil
ekki flytja fleiri ný lög opinberlega
því áður en maður veit af verður
platan aðgengileg í ýmsum mynd-
um fyrir utan tilbúna upptöku úr
hljóðveri.“
Morrissey kom fram á
Glastonbury-tónlistarhátíðinni í
júní. Hann hitaði upp fyrir U2, en
mikil rigning var á meðan á tón-
leikunum stóð. „Í þannig aðstæðum
getur maður ekki búist við miklu
frá áhorfendum, ég held að þeir
hafi líka komið til að sjá U2 — sem
er skiljanlegt,“ segir Morrissey.
„U2 er með risavaxna Star Wars-
sviðsmynd og trommukjuða sem
lýsa upp Norður-Afríku. Ég get
ekki keppt við það. Það eina sem ég
get boðið heiminum er lögin mín.“
atlifannar@frettabladid.is
Enginn vill gefa út Morrissey
BITUR Útgáfufyrirtæki hafa ekki stokkið til og samið við Morrissey, þrátt fyrir að hann hafi verið án samnings í tvö ár.
NORDICPHOTOS/GETTY
Tónlist ★★★
GAS
Lögreglukórinn
Plata sem byggir brú
Það hefði sennilega fáum dottið það í hug þegar búsáhaldabyltingin stóð
sem hæst að Lögreglukórinn ætti eftir að syngja lög eftir Hörð Torfason inn á
plötu. En það er nú samt staðreynd. Á plötunni GAS (Góðir alþýðusöngvar)
eru ellefu lög eftir nokkra af þeim íslensku trúbadorum sem hafa verið hvað
duglegastir að gagnrýna valdhafana og berjast gegn óréttlæti. Höfundarnir
eru, auk Harðar: Bergþóra Árnadóttir, Bubbi, KK, Megas og Magnús Þór
Sigmundsson og svo eru líka textar eftir Stein
Steinar, Sigurð Nordal og Laufeyju Jakobsdóttur.
Nafn plötunnar (og umslag) sýnir líka að löggur
geta vel haft húmor fyrir sjálfum sér. GAS er
auðvitað bein tilvísun í ákveðið atvik í nýlegri
mótmælaöldu.
En það er ekki bara nafnið og lagavalið sem
er ferskt á plötunni. Útsetningarnar eru líka
óvenjulegar fyrir kóraplötu. Þetta er poppplata.
Lögin eru flutt af einvala liði hljóðfæraleikara
(Ómari Guðjóns, Samma, Steingrími Teague,
Helga Svavari og Kjartani Hákonar ...) og gesta-
söngvarar syngja forsöng í flestum lögunum, þar á meðal Sigríður Thorlacius,
Jónas Sigurðsson, Sigtryggur Baldursson og Sigurður Guðmundsson. Kórinn
raddar svo og sér alfarið um sönginn í lögunum Ást, Heiður bæjarins, Kveðja
og Tvær stjörnur.
Þetta er mjög vel heppuð plata. Lagavalið er frábært. Hver perlan rekur
aðra. Auk fyrrnefndra laga eru m.a. á plötunni Verkamaðurinn, Hver hefur rétt,
Englar himins, Um siðgæði, Þingmannagæla og Lífsbókin sem Steingrímur
Teague syngur einstaklega vel.
Á heildina litið er GAS skemmtileg og óvænt plata sem byggir brú á milli
lögreglunnar og lýðsins. Það ætti kannski ekki að þurfa þar sem löggur eru jú
hluti alþýðunnar, en GAS er góð leið til að minna á það! Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Lögreglukórinn og góðir gestir úr röðum poppara syngja lög
eftir Hörð Torfa, KK, Bergþóru Árna, Bubba og Megas.
ZOOKEEPER 4, 6 og 8
TRANSFORMERS: DARK OF THE MOON 4, 7 og 10
BRIDESMAIDS 4, 6.30, 9 og 10.10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
T.V. - kvikmyndir.is
www.laugarasbio.is
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
ÁLFABAKKA EGILSHÖLL
12
12
12
12
12
12
12
12
12
12
10
10
10
10
10
L
L
L
L
L
V I P
AKUREYRI
12
12
KRINGLUNNI
SELFOSS
TRANSFORMERS 3 í 3D kl. 5 - 8 - 10
TRANSFORMERS 3 í 2D kl. 5 - 8
BEASTLY kl. 8
SUPER 8 kl. 5:40 - 8 - 10:20
THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20
KUNG FU PANDA 2 M/ ísl. Tali Sýnd í 3D kl. 6
KUNG FU PANDA 2 M/ ísl. Tali Sýnd í 2D kl. 6
PIRATES OF THE CARRIBEAN 4 í 2D kl. 5 - 8 - 10:40
TRANSFORMERS 3 kl. 6 - 9
SUPER 8 kl. 6 - 8 - 10:20
TRANSFORMERS 3 3D kl. 4.45 - 6.45 - 8 - 10
SUPER 8 kl. 8 - 10.30
MR. POPPER’S PENGUINS kl. 5.30 - 8
HANGOVER PART II kl. 10.20
KUNG FU PANDA 2 3D ísl tal kl. 4.45
PIRATES OF THE CARIBBEAN 3D kl. 5
E.T WEEKLY
HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI
FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS
Jaw“ dro- ppingly Amazing 3D!!!”
Harry Knowles, A ntItCool.comi
T“ he b st 3D s ‘ A ar’e ince vat ”
Sc ott Ma tz, A ywl d n ccess Hol oo
isoibMSA .
t þér miða á gðu gyr
TRANSFORMERS 3 í 3D kl. 6 - 8 - 9 (Power kl.11:10)
BEASTLY kl. 6 - 10:20
SUPER 8 kl. 8
KUNG FU PANDA 2 M/ ísl. Tali Sýnd í 3D kl. 6
TRANSFORMERS 3 kl. 8 - 10:30 (Power kl.11:10)
BRIDESMAIDS kl. 8
EKKI TALA VIÐ DÝRIN...NEMA ÞAU TALI VIÐ ÞIG FYRST!
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR
-.T.V., SÉÐ & HEYRT
„FRÁBÆR!“
B.G. - MBL.
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á
T.V. - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ & HEYRT
FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS
ZOOKEEPER KL. 6 - 8 L
BAD TEACHER KL. 6 - 8 - 10 14
BRIDESMAIDS KL. 10 12
ZOOKEEPER KL. 5.45 - 8 - 10.15 L
BAD TEACHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
MR. POPPER´S PENGUINS KL. 5.50 - 8 - 10.10 L
X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12
ZOOKEEPER KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 L
ZOOKEEPER Í LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 L
TRANSFORMERS 3 3D KL. 5 - 8 - 11 12
TRANSFORMERS 3 3D Í LÚXUS KL. 8 - 11 12
BAD TEACHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
MR. POPPER´S PENGUINS KL. 3.40 - 5.50 L
BRIDESMAIDS KL. 8 - 10.40 12
KUNG FU PANDA 2 ÍSL TAL 3D KL. 3.40 L
5%
„...MIKIL ÁGÆTIS
SKEMMTUN FYRIR
FJÖLSKYLDUNA“
B.B. - MBL.
Lindsay Lohan lætur vaða á súðum
í viðtali við Vanity Fair og segir að
réttarkerfið í Bandaríkjunum hafi
komið illa fram við sig. Hún hefði
til að mynda aldrei átt að fara í
fangelsi.
Lohan komst margoft í kast við
lögin, keyrði full og stal hálsmenni
en þykir samt eins og hún hafi
ekki notið sannmælis. Hún var
nýlega dæmd í stofufangelsi fyrir
að hafa rofið skilorð en hún var
síðast á bakvið lás og slá
2010. Leikkonan segist
ekki sjá tilganginn
í því að fangelsa
manneskjur sem
beiti ekki ofbeldi.
„Ég er ekki morð-
ingi og ég hef
ekki skaðað neinn
annan en sjálfa
mig.“
Átti ekki að
fara í fangelsi
EKKI OFBELD-
ISMANN-
ESKJA Lindsay
Lohan segist
ekki hafa
átt heima í
fangelsi, hún
hafi ekki
beitt neinn
ofbeldi.