Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2011, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.08.2011, Qupperneq 2
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR2 SAMFÉLAGSMÁL „Þetta virkar mjög vel. Það er mikil gleði í kringum þetta og fjölskyldur sjúklinganna finna fyrir mun á sínum kær- komnu,“ segir Halldóra Arnar- dóttir listfræðingur. Halldóra er skipuleggjandi nýrrar bókmennta- smiðju sem er hluti af meðferð við Alzheimers-sjúkdómnum. Bók- menntasmiðjan hófst í gær með upplestri „Hvaðefsögu“ Þórarins Eldjárns rithöfundar úr bók sinni Alltaf sama sagan. Halldóra hefur skipulagt lista- smiðjur fyrir Alzheimers-sjúk- linga í Murcia á Spáni, þar sem hún er búsett. Hún segir mark- mið smiðjunnar hér vera að bæta líf og sjálfstraust sjúklingsins sem og fjölskyldna, að tengja þátíð og nútíð í gegnum tilfinningaminnið, stuðla að frekari gildum gegn for- dómum gagnvart Alzheimers-sjúk- dómnum og kynda undir verkefni þar sem mismunandi kynslóðir vinna saman. „Í lok hvers tíma leggur sjúk- lingurinn mat á afrakstur dagsins, tengsl teikningarinnar og minn- ingarinnar. Lokamarkmiðið er að sjúklingurinn hrópi: „já, það var svona!,“ segir Halldóra. „Við erum að stuðla að jákvæðu hugarfari og vinna með jákvæðar tilfinningar eins og gleði og hamingju. Það er mikið atriði að tala um tilfinningar og næmið.“ Halldóra segir að smiðjurnar hafi fengið góða dóma erlendis og verið sé að fylgja því eftir með athygli hvað fari þar fram. Smiðj- unum lýkur með mikilli veislu þar sem afraksturinn er sýndur. „Þessi endar með útgáfu bókar sem verður framlag þeirra til þjóðfélagsins,“ segir hún. „Það er mikilvægt að enda með einhvers konar sýningu til að sýna fram á að fólkið er verðir þjóðfélagsþegn- ar þótt það sé haldið sjúkdómnum. Með þessu erum við að sporna við fordómum.“ Þórarinn Eldjárn las upp úr bók sinni fyrir hópinn, níu manns á aldrinum 65 til 85. „Þetta er hið merkilegasta starf sem hér er verið að vinna,“ segir Þórarinn. „Ég les þessa sögu í byrjun og síðan er hún notuð eins og kveikja að því að sjúklingarnir skerpi á sínu eigin minni um eitt- hvað sem tengist sögunum.“ Minnismóttakan á Landakoti og félagið FAAS, í samstarfi við Þórarinn Eldjárn, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Þjóðarbókhlöðuna, standa fyrir verkefninu. sunna@frettabladid.is Nota bókmenntir í Alzheimers-meðferð Bókasmiðja á vegum fjölmargra samstarfsaðila hófst með upplestri Þórarins Eldjárn í Þjóðarbókhlöðunni í gær. Smiðjan er liður í meðferð við Alzheimers- sjúkdómnum. Hefur gefist afar vel erlendis, segir skipuleggjandi smiðjunnar. „HVAÐEFSAGA“ LESIN Meðferðin er talin virka afar vel og segir skipuleggjandi hennar að aðstandendur finni mikinn mun á sínum hjartfólgnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í næstu fjórum tímum smiðjunnar taka myndlistarnemendurnir við og ger- ast verkfæri sjúklinganna til að segja frá minningum sínum og byggja upp söguþráð. „Þeir hafa það hlutverk að gera að minnsta kosti eina teikningu hverju sinni, eins nákvæma eins og mögulegt er,“ segir Halldóra. „Efnistökin eru fengin frá smásögu Þórarins.“ Í síðasta tíma smiðjunnar lesa sjúklingarnir upp sögurnar sínar við hlið Þórarins Eldjárn með aðstoð teikninganna. Smiðjunni lýkur með útgáfu bókar og sýningu á frásögnum sjúklinganna og teikningum nemendanna. Myndlist, bókmenntir og minningar LÖGREGLUMÁL Barnaverndaryfir- völd á Seltjarnarnesi ætla ekki að aðhafast frekar í máli foreldra sem gleymdu barni sínu í barna- bílstól á gangstétt í tæpa klukku- stund. Barnið gleymdist við Austur- strönd á Seltjarnarnesi klukkan hálfsjö í gærmorgun. Leigubíl- stjóri fann barnið og kom því í hendur lögreglu. Barnaverndar- yfirvöldum var strax tilkynnt um málið. Sigrún Hvanndal Magnús dóttir, yfirfélagsráðgjafi hjá barna- verndaryfirvöldum Seltjarnarnes- bæjar, segir í samtali við Vísi að foreldrarnir hafi verið í miklu áfalli þegar þeir áttuðu sig á því að barnið var ekki í bílnum. Fólkið hafi verið að hlaða bílinn af blöð- um til útburðar snemma morguns og verið í mikilli tímaþröng. Móð- irin hélt að faðirinn hefði komið barninu fyrir í bílnum og faðirinn stóð í sömu trú. Sigrún sagði barnið vera vel haldið líkamlega og umönnun á því til fyrirmyndar. Röð atvika og eðlilegar skýringar hefðu verið á þessu máli. Því væri ekki ástæða til að aðhafast frekar. - sv Foreldrar í áfalli eftir að hafa gleymt ungbarni á gangstétt á Seltjarnarnesi: Barnaverndaryfirvöld hætt rannsókn SELTJARNARNES Barnaverndaryfirvöld í bænum hafa nú ákveðið að hætta rann- sókn á málinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÖRYGGISMÁL Kynntar hafa verið tillögur vegna mats á umhverfis- áhrifum vegna ofanflóðagarða undir Gleiðarhjalla í Skutulsfirði. Markmiðið er að verja um sextíu íbúðir í Ísafjarðarbæ við Hjallaveg og Hlíðarveg. Garðarnir breyta kennileitum á Ísafirði mikið enda vel sýnilegir en til að bæta fyrir þau útivistarsvæði sem tapast á framkvæmdasvæðinu er gert ráð fyrir gönguleiðum á og við varnar- garðana, sem og ofan byggðarinnar. Í Náttúruminjaskrá eru ekki til- teknar neinar náttúruminjar á því svæði sem framkvæmdir ná yfir og í umsögnum með tillögunum kemur fram að að samkvæmt fornleifa- skráningu frá árinu 2002 eru engar fornleifar taldar vera á svæðinu. Fornleifafræðingur mun þó kanna fyrirhugað framkvæmdasvæði. Landgræðslan gerir ekki athuga- semdir við matsdrögin í sinni umsögn frekar en Umhverfisstofn- un eða Vegagerðin. Framkvæmdaaðili er Ísafjarðar- bær en Framkvæmdasýsla ríkisins hefur umsjón með verkinu. Mat á umhverfisáhrifum annast Náttúru- stofa Vestfjarða. - shá Tillögur vegna mats á umhverfisáhrifum vegna ofanflóðagarða á Ísafirði kynntar: Varnargarðurinn ver 60 íbúðir FLÓÐAVARNIR Ofanflóðagarðarnir munu setja mikinn svip á Ísafjarðarbæ. MYND/ÓMAR SMÁRI KRISTINSSON BELGÍA, AP Skyndilegt ofsarok með hagléli og úrhellisrigningu brast á í Belgíu í gær þegar hin árlega rokkhátíð Pukkelpop stóð hvað hæst. Fimm manns létust og 140 slösuðust, sumir lífshættulega. Fárviðrið svipti upp stórum tjöldum, reif upp tré með rótum og velti um koll stálgrindum með ljósabúnaði og hátölurum. Það var breska rokkhljóm- sveitin Skunk Anansie sem var að spila á aðalsviði hátíðarinnar þegar ósköpin dundu yfir. - gb Uppnám á rokkhátíð: Ofsarok varð fimm að bana FÓLK Framkvæmdastjóri Sam- takanna ´78 segir samkynhneigða vera óánægða með Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráð- herra. Hann segir samtökin fá fjölda fyrir- spurna frá sam- kynhneigðu fólki frá öllum heimshornum sem vilji hitta Jóhönnu en illa gangi að koma á fundum. „Jóhanna er af gamla skólan- um og vill vernda sitt einkalíf og við virðum það en okkur þætti vænt um þennan liðsstyrk,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna. „Ég veit að það eru stórar myndir af henni uppi á veggjum réttinda- skrifstofa samkynhneigðra í Afr- íku þar sem staða þessa hóps er hvað verst.“ - fgg / sjá síðu 70 Samkynhneigðir ósáttir: Gagnrýna for- sætisráðherra REYKJAVÍK Kveikt verður á Friðar- súlunni í Viðey á morgun og fórnarlamba hryðjuverkanna í Noregi minnst. 21. ágúst er í Nor- egi tileinkaður fórnarlömbunum. Reykjavíkurborg vill með þessu senda innilegar samúðarkveðjur til Norðmanna og minnast þeirra sem létust. Kveikt er á súlunni í samráði við Yoko Ono, en venju- lega er ekki kveikt á henni fyrr en 9. október. Tónleikar verða í Viðey og Jón Gnarr og Silje Arnekleiv munu segja nokkur orð. Fólk er hvatt til að mæta og koma með rauða rós með sér. Tveir fyrir einn verður í Viðeyjarferjuna. - þeb Hryðjuverkin í Noregi: Kveikt á friðar- súlunni fyrir fórnar lömbin JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Jón, eru Ný danskir alveg fyr og flamme yfir tónleikunum? „Já, vi kommer med det samme.“ Jón Ólafsson og félagar í Ný dönsk feta í fótspor Stuðmanna í kvikmyndinni Með allt á hreinu og halda tónleika í Kóngsins Kaupinhafn í næsta mánuði. HEILBRIGÐISMÁL Björn Zoëga, for- stjóri Landspítalans, segir það áfall að til standi að gera frekari niðurskurðarkröfu til spítalans. Hann segir í föstudagspistli sínum að ekki verði hagrætt leng- ur heldur verði nú niðurskurður með minni þjónustu. Útfærsla á því hvernig það verður gert sé verkefni næstu mánuðaða í sam- ráði við ráðuneytið. Fyrr í vikunni sagði Guðbjart- ur Hannesson velferðarráðherra að erfitt væri að sneiða framhjá LSH, þar sem spítalinn tæki það stóra sneið af framlögum til heil- brigðismála. - shá Ómögulegt að hagræða: Ný krafa um niðurskurð áfall UTANRÍKISMÁL Luis Sergio Oliv- eira, sjávarútvegs- og fiskeldis- ráðherra Brasilíu, er í heimsókn á Íslandi. Jón Bjarnason, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, tók á móti honum í gær. Ráðherrarnir ræddu meðal ann- ars um sjávarútveg, fiskveiðistjór- nun og starfsemi Sjávarútvegs- háskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur aðsetur á Íslandi. Þá undirrituðu þeir viljayfir- lýsingu um samstarf og viðskipti landanna. - mþl Brasilískur ráðherra á Íslandi: Efla samstarf og viðskipti JÓN BJARNASON OG OLIVEIRA Mikill hagvöxtur hefur verið í Brasilíu síðustu ár og er landið nú orðið sjöunda stærsta hagkerfi heims. SPURNING DAGSINS ASUS FARTÖLVA FRÁ BOÐEIND Á AÐEINS 87.000 KR. Hægt er að skoða vélina í verslun Boðeindar í Mörkinni á laugardaginn milli 13.00 og 17.00. www.bodeind.is/k53e.html 20 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 87.000 kr. GILDIR 48 TÍMA 145.000 kr. Verð 40% Afsláttur 58.000 kr. Afsláttur í kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.