Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2011, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 20.08.2011, Qupperneq 6
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR6 KJARAMÁL Fulltrúar sveitarstjórna í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri telja ábyrgð sveitar- félaganna á stöðu leikskólakenn- ara töluverða. Árangurslausum kjaraviðræðum Félags leikskóla- kennara og samninganefndar sveitarfélaganna lauk á ný rétt eftir hádegi í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan ell- efu í dag. Ef ekki næst að semja fara leikskólakennarar í verkfall á mánudag. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og segir það vond tíðindi fyrir alla ef það skelli á. „Af reynslu finnst mér ekki síður mikilvægt að gefa þeim frið til að semja um helgina áður en til verkfalls komi,“ segir Dagur. „Ég bind vonir við að aðilar reyni alveg til þrautar.“ Dagur vill ekki gefa upp sína skoðun á því hvort kröfur leik- skólakennara séu réttmætar og vísar aftur til vinnufriðs samn- inganefndanna. „En auðvitað eru margar stéttir í samfélaginu sem eiga skilið hærri laun,“ bætir hann við. Hann telur ábyrgð borgarinn- ar í þessum málum mjög ríka. „Við berum ábyrgð gagnvart börn- unum, fjölskyldum þeirra og öllu okkar starfsfólki.“ Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tekur undir orð Dags og segir mikil- vægt að leyfa samninganefndinni að vinna sína vinnu í friði. „Vitaskuld höfum við áhyggj- ur af ástandinu, atvinnulífinu og þeim fjölskyldum sem munu klár- lega lenda í vandræðum ef til verk- falls kemur,“ segir hann. Spurður hvort hann telji að sveitarstjórnir beri ábyrgð í málinu svarar Guð- mundur því játandi. „Auðvitað bera sveitar stjórnir ábyrgð á sínum gjörðum; eitt af því sem þær hafa ákveðið er að hafa kjaramálin svona sem atvinnurekandi og framselja sitt samningsumboð til sambandsins,“ segir hann. „Sem þýðir um leið að þau geta ekki farið að grípa til aðgerða einhliða. Þegar maður fer í samstarf verður maður að taka þátt í því alla leið.“ Guðmundur segist hafa mikla samúð með kröfum launafólks, en vill ekki tjá sig um sínar skoðanir á kröfum leikskólakennara að svo stöddu í ljósi viðræðna. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir sveitarfélögin bera ábyrgð í því ljósi að þau séu rekin á skynsam- legan hátt í alla staði. Hann telur kröfur leikskólakennara heldur meiri en þær sem samið hafi verið um í sumar. „Það má deila um hvort þær séu sanngjarnar, en þær eru meiri en það sem við teljum að við getum ráðið við,“ segir Eiríkur og bætir við að komi til verkfalls á mánu- dag muni Akureyrarbær takast á við það af yfirvegun, en það muni bitna á öllu atvinnulífinu. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur áhyggjur af yfir- vofandi verkfalli og vonast til þess að samningar náist. „En oft hafa samningar náðst á allra síð- ustu stundu og við vonum að það gerist í þessu tilviki,“ segir hún. Hún hefur fulla trú á samninga- nefndinni og treystir henni fullkom lega til að klára viðræð- urnar. sunna@frettabladid.is Við berum ábyrgð gagnvart börnunum, fjölskyldum þeirra og öllu okkar starfsfólki. DAGUR B. EGGERTSSON FORSETI BORGARSTJÓRNAR Velkomin í Volcanohouse á menningardag kl 15 verður frásögn um eldgosið í Heimaey Halldór Svavarsson, Ólöf Svavarsdóttir og Jón Kr Óskarsson Segja frá upplifun sinni af eldgosinu. Allir hjartanlega velkomnir og gestum er boðið að taka þátt í léttu spjalli. Volcanohouse Tryggvagötu 11 í Reykjavík Tollstjóri óskar eftir að ráða deildarstjóra rannsóknardeildar tollasviðs Hjá Tollstjóra starfar hópur hæfileikaríks starfsfólks sem hefur það að markmiði að veita góða og skilvirka þjónustu og standa vörð um hagsmuni almennings og atvinnulífs. Lögð er áhersla á símenn- tun starfsmanna, heilsueflingu og góðan aðbúnað. Embættispróf í lögfræði eða sambærileg menntun Tölvufærni sem nýtist í starfi Gott vald á íslensku, bæði á töluðu og rituðu máli, auk þess að hafa góða kunnáttu í ensku og einu Norðurlandamáli Hæfni til frumkvæðis, sjálfstæðra vinnubragða, samstarfs og samskipta Traust vinnubrögð Leiðtoga- og stjórnunarhæfni þ.m.t. færni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni Kurteisi, þjónustulipurð, nákvæmni, samviskusemi Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Athygli er vakin á að umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. DEILDARSTJÓRI RANNSÓKNARDEILDAR Starfssvið: Menntunar- og hæfniskröfur: Deildarstjóri rannsóknardeildar hefur umsjón með verkefnum rannsóknardeildar og sinnir jafnframt ýmsum lögfræðilegum úrlausnarefnum. Hann á sæti í yfirstjórn tollasviðs . Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Nánari upplýsingar um starfið veitir Karen Bragadóttir, forstöðumaður tollasviðs í síma 560-0300. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 3. 9. 2011 Umsóknir merktar „deildarstjóri rannsóknardeildar“ ásamt ferilskrá skal skila til mannauðssviðs embættisins Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík eða í gegnum tölvupóst: starf@tollur.is Stjórnun og stefnumótun Ábyrgð á rannsóknum tollalagabrota á landsvísu og annarri meðferð mála á þessu sviði Aðstoð og samstarf við lögreglu, ákæruvald, erlend tollyfirvöld og fleiri vegna rannsókna og meðferð mála í tengslum við tollalagabrot Kennsla við Tollskóla ríkisins EFNAHAGSMÁL Útreikningar Hags- munasamtaka heimilanna vegna kvörtunar samtakanna til Umboðs- manns Alþingis eru villandi þar sem gleymst hefur að núvirða greiðslurnar, segir Þórólfur Matth- íasson, deildarforseti hagfræði- deildar Háskóla Íslands. Umboðsmaður Alþingis athug- ar nú hvort verðtrygging lána hafi um langa hríð verið reiknuð á rangan hátt í kjölfar kvörtunar frá Hagsmunasamtökum heim- ilanna. Umboðsmaðurinn hefur krafið Seðlabankann um skýringar á þeim reglum sem liggja að baki útreikningunum. Í grei na r - gerð frá Hags- munasamtök- um heimilanna, sem Magnús Ingi Erlendsson héraðsdóms- lögmaður skrif- aði, eru færð fyrir því rök að ekki sé til laga- heimild fyrir því að verðbætur séu lagðar á höf- uðstól lána heldur að einungis megi bæta verðbótum við greiðslur af láni. Þá fylgir greinargerðinni dæmi þar sem reikniaðferðirnar tvær eru bornar saman og komist að þeirri niðurstöðu að sú leið að bæta verðbótum ofan á höfuðstól sé tals- vert óhagstæðari en sú leið að bæta verðbótum við greiðslur. „Gallinn við útreikninga Magn- úsar er að hann áttar sig ekki á því að til að bera saman verðmæti afborgana jafnafborgana láns og kúlulánsins þarf hann að reikna allar afborganir á sama verðlagi,“ segir Þórólfur og bætir við að sé það gert sé verðmæti lánanna nákvæmlega það sama, enda eigi lánaform ekki að hafa áhrif á verð- mæti afborgana. - mþl Þórólfur Matthíasson segir útreikninga Hagsmunasamtaka heimilanna ranga: Gagnrýnir verðtryggingarútreikninga ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON EFNAHAGSMÁL Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tók ákvörðun um að hækka vexti bankans um 0,25 prósent fyrr í vikunni. Í yfir- lýsingu frá nefndinni vegna þessa var vísað til versnandi verðbólgu- horfa og aukins þróttar í efnahags- lífinu. Flestar greiningardeildir íslensku bankanna spáðu óbreyttum stýri- vöxtum. Ákvörðunin virðist því hafa komið flestum á óvart og eru deildirnar flestar gagnrýnar á hana. Greining Íslandsbanka spáði ein rétt fyrir um ákvörðun peninga- stefnunefndarinnar. Í stýrivaxtaspá sinni var þó bent á að Seðlabankinn væri í nokkrum vanda; á sama tíma og verðbólga væri að aukast væri mikill slaki í hagkerfinu og atvinnu- leysi í sögulegu hámarki. Verðbólg- an orsakist ekki af því að eftirspurn sé meiri en framleiðslugeta í hag- kerfinu og slíka verðbólgu geti verið afar varasamt að berja niður með tækjum peningastjórnunar þar sem það geti hægt á efnahagsbatanum. Hagfræðideild Landsbankans segir að ótímabært hafi verið að hefja hækkunarferli vaxta, bíða þurfi skýrari merkja um aukna fjárfestingu. Þá segir deildin að þrátt fyrir að verðbólga hafi auk- ist umtalsvert sé ólíklegt að vaxta- hækkun nú muni hafa teljandi áhrif til lækkunar verðbólguvæntinga. Helstu drifkraftar verðbólgunnar undanfarið séu utan áhrifasviðs hinna hefðbundnu stýritækja Seðla- bankans, segir deildin. Greiningardeild Arion er einnig gagnrýnin á ákvörðun peninga- stefnunefndarinnar. Í Markaðs- punktum deildarinnar frá því á mið- vikudag segir að vaxtahækkun geti leitt til versnandi verðbólguhorfa þar sem fjármagnskostnaður muni aukast. - mþl Greiningardeildir bankanna efins um að skynsamlegt hafi verið hjá Seðlabankanum að hækka stýrivexti: Stýrivaxtahækkun Seðlabankans vekur furðu SEÐLABANKI ÍSLANDS Með stýrivaxta- hækkun sinni hefur Seðlabankinn skorið sig nokkur úr meðal evrópskra seðla- banka, sem hafa flestir haldið vöxtum lágum síðustu mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ábyrgðin er okkar Sveitarstjórnarmenn segja ábyrgðina vegna bágra kjara leikskólakennara liggja hjá sveitarfélögunum að mörgu leyti. Fulltrúar fjögurra stærstu sveitarfélaga landsins lýsa yfir áhyggjum vegna yfirvofandi verkfalls leikskólakennara. LEIKSKÓLABÖRN Öllum leikskólum á Akureyri, Hafnarfirði og Kópavogi verður lokað á mánudag ef til verkfalls kemur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÖRKASSINN Notar þú kreditkort? Já 71,7% Nei 28,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Eiga kröfur leikskólakennara rétt á sér? Segðu skoðun þína á visir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.