Fréttablaðið - 20.08.2011, Qupperneq 8
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR8
TYRKLAND27. ágúst í 10 nætur
frá aðeins 119.900 kr.
– með allt innifalið
Tyrkland í ágúst
Verð frá
119.900 kr.
í 10 nætur með allt innifalið
Verð frá
129.900 kr.
í 10 nætur með allt innifalið
Beint flug með Icelandair
NEYTENDUR Penninn Eymundsson
í Kringlunni er með hæsta verð á
nýjum skólabókum í flestum til-
fellum, samkvæmt nýrri verð-
könnun ASÍ. Griffill er oftast með
lægsta verðið.
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði
verð á nýjum og notuðum skóla-
bókum fyrir framhaldsskóla í
verslunum á höfuðborgarsvæðinu
miðvikudaginn 17. ágúst. Farið var
í átta verslanir og skoðað verð á
þrjátíu algengum skólabókum.
Af 30 titlum var Penninn
Eymundsson með hæsta verðið á
27. Griffill var með lægsta verð-
ið á 20 titlum. Forlagið á Fiskislóð
og Office 1 voru næstoftast með
lægsta verðið, eða á fjórum titlum.
Mestur verðmunur var á ensku-
bókinni „The Lord of the Flies“, en
bókin var dýrust á 2.299 krónur í
Pennanum Eymundsson og ódýr-
ust á 1.345 krónur í Griffli.
Mikill verðmunur var einnig á
skiptibókum, en í þeim verslunum
þar sem skiptibókamarkaðir voru
var Griffill oftast með lægsta
útsöluverðið á notuðum skólabók-
um. Penninn Eymundsson var hins
vegar oftast með hæsta útsölu-
verðið á notuðum skólabókum. - sv
Ný verðkönnun ASÍ á nýjum og notuðum skólabókum sýnir mikinn verðmun:
Allt að 71 prósents verðmunur
SKÓLABÆKUR Verðkönnun ASÍ leiddi
í ljós að Penninn Eymundsson í
Kringlunni er oftast með hæsta verðið á
nýjum skólabókum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins-
son tekur undir kröfur margra
þjóðarleiðtoga um að Bashar al
Assad, forseti
Sýrlands, víki
úr embætti.
Utanríkis-
ráðherrann
fordæmir
framferði sýr-
lenskra stjórn-
valda, ofbeldi
gegn óbreytt-
um borgurum,
fjöldahand-
tökur og pyntingar. Þá segir í
tilkynningu frá utanríkisráðu-
neytinu að aðgerðir sýrlenskra
stjórnvalda séu gróft brot á
alþjóðlegum mannréttindasátt-
málum og grimmdarleg árás
á réttmætar kröfur íbúa um
umbætur og lýðræðisþróun. - þeb
Mannréttindabrot í Sýrlandi:
Össur vill Assad
frá völdum
ÖSSUR
SKARPHÉÐINSSON
FRAKKLAND Mannkyninu hefur
fjölgað hratt síðustu áratugina.
Síðar á þessu ári er reiknað með
því að við verðum sjö milljarð-
ar alls, samkvæmt nýrri spá
franskra fræðimanna sem nota
tölur frá Sameinuðu þjóðunum.
Örlítið er byrjað að hægja á
fjölgun mannkynsins, því tólf ár
eru liðin frá því við vorum sex
milljarðar talsins en reiknað er
með að fjórtán ár líði þangað til
áttundi milljarðurinn næst.
Um miðja þessa öld má síðan
reikna með að við verðum orðin
níu milljarðar eða ríflega það.
Búist er við að mannfjölgun-
in haldi síðan áfram allt þar til
við náum tíu milljarða markinu
undir lok aldarinnar.
Ríflega helmingur mannkyns
býr í sjö fjölmennustu ríkjum
jarðar. Fjölmennastir eru Kín-
verjar, sem eru 1,33 milljarðar,
en næst koma Indverjar sem eru
1,17 milljarðar. Innan fárra ára-
tuga munu Indverjar reyndar
verða orðnir fleiri en Kínverjar.
Þriðja fjölmennasta landið er
Bandaríkin með 307 milljónir, en
þar á eftir koma Indónesar, sem
eru 243 milljónir, Brasilíumenn,
sem eru 191 milljón, Pakistanar,
sem eru 181 milljón og Nígeríu-
búar, sem eru 162 milljónir tals-
ins.
Hraðast fjölgar fólki í Afríku-
ríkjum sunnan Sahara-eyðimerk-
urinnar, en einnig í sumum hér-
uðum Afganistans, norðanverðu
Indlandi og hluta Arabíuskagans.
Þetta eru einmitt þau svæði jarð-
ar þar sem fátæktin er mest og
fólk á erfiðast uppdráttar.
Hér á Vesturlöndum og annars
staðar, þar sem velmegun ríkir
að mestu, mun mannfjöldinn að
mestu standa í stað. Á þessum
svæðum verður fólk hins vegar
æ eldra þannig að hlutfall yngra
fólks mun lækka.
Mannkyninu hefur reyndar
fjölgað stöðugt frá árinu 1800
þegar við vorum „ekki nema“
einn milljarður. Tveggja millj-
arða markið náðist árið 1925 en
næstu áratugina þar á eftir tók
fjölgunin kipp og árið 1970 var
mannfjöldinn orðinn fimm millj-
arðar. gudsteinn@frettabladid.is
Milljarðarnir
að verða sjö
Í lok október nær mannkynið sjö milljörðum. Fyrir
aðeins tólf árum vorum við sex milljarðar en þurf-
um núna fjórtán ár til að fylla áttunda milljarðinn.
INDVERJUM FJÖLGAR HRAÐAST Um miðja þessa öld má reikna með því að Indverjar
verði orðnir fleiri en Kínverjar. NORDICPHOTOS/AFP
Forvarnarsjóður Reykjavíkur
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki til
forvarnarverkefna úr Forvarnarsjóði Reykjavíkur. Hægt
er að sækja um styrki til verkefna í einstökum hverfum
eða almennt í borginni. Hverfisráð veita styrki til
verkefna í hverfum, en velferðarráð til almennra verkefna
í borginni að fenginni umsögn samráðshóps um
forvarnir.
Upplýsingar um úthlutunarreglur, umsóknareyðublöð og
tengiliði er að finna á vef Reykjavíkurborgar,
www.reykjavik.is/forvarnarsjodur
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að forvörnum og styrkja
félagsauð í hverfum Reykjavíkur. Styrkir úr sjóðnum
verða veittir til verkefna sem styðja:
Forvarnir í þágu barna og unglinga.
Eflingu félagsauðs í hverfum borgarinnar.
Bætta lýðheilsu.
Markvisst samstarf íbúa, félagasamtaka,
fyrirtækja og borgarstofnana í þágu forvarna og
félagsauðs.
Önnur verkefni sem mæta þeim markmiðum
sem borgarstjórn setur hverju sinni.
Verkefnin gefa einstaklingum, félagasamtökum,
fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að vinna að
forvörnum í borginni.
Til úthlutunar úr Forvarnarsjóðnum að þessu sinni koma
alls 10 milljónir króna. Umsóknum skal skilað á vef
Reykjavíkurborgar eigi síðar en 23. september 2011.