Fréttablaðið - 20.08.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 20.08.2011, Síða 12
12 20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Formaður Sjálfstæðisflokks-ins hefur lýst þeirri ein-örðu afstöðu að slíta eigi aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið tafarlaust. Morgunblaðið hefur skýrt ummæl- in svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með þessu útilokað hvers kyns samstarf við aðra flokka sem ekki eru sama sinnis. Sé það rétt hafa ummælin afgerandi pólitísk áhrif. Í fyrsta lagi þrengir þetta stöðu Sjálfstæðisflokksins til stjórnar- myndunar. Að því gefnu að Sam- fylkingin breyti ekki um afstöðu í Evrópumálum á Sjálfstæðisflokk- urinn út frá málefnalegum sjónar- miðum aðeins raunhæfan mögu- leika á að mynda stjórn með VG. Endurtekning á tveggja flokka stjórn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks er afar fjarlægur mögu- leiki við ríkjandi aðstæður. Í öðru lagi opnar þetta þá lykilstöðu fyrir VG að ríkis- stjórn verður ekki mynduð án þátttöku þess. Það styrkir málefnaleg tök VG í núverandi samstarfi og gæfi því viðspyrnu til að ná málefnalegum undirtökum í hugsanlegum samn- ingum við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hann hefur útilokað aðra möguleika. Í þriðja lagi léttir þetta róðurinn fyrir Samfylkinguna fram að kosningum. Frjálslynd- ir kjósendur hennar eru afar óánægðir með samstarfið við VG og eigin flokk. Þeir hafa nú minni hvata en áður til að yfirgefa Sam- fylkinguna og kjósa Sjálfstæðis- flokkinn þegar það getur ekki leitt til annars en framlengingar á stjórnarsetu VG. Virðingarvert er og ærlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins skuli með þessum hætti segja hug sinn allan. Hin hliðin á því máli er sú að Sjálfstæðisflokkurinn á minni möguleika en áður til að ná pólitískri samstöðu um önnur stefnumál sín. Að því leyti eru orðin dýr. Dýr orð Einstaklingar standa ekki upp frá samningum án til-efnis eða gildra raka, hvað þá þjóðríki. Óumdeilt er að tilefni væri fyrir hendi ef Evrópu- sambandið hefði þegar á þessu stigi sett fram skilyrði sem útilokuðu frekari leit að lausnum á sérstöðu Íslands. Ekkert slíkt hefur hins vegar gerst. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins segir að forsendur hafi breyst fyrir þá sök að nokkur ríki Evrópu- sambandsins hafa lent í skulda- vanda rétt eins og Ísland. Eru það gild rök? Vissulega er það svo að skuldavandi nokkurra Evrópusam- bandsríkja getur leitt til breytinga, rétt eins og staða Íslands er ekki söm eftir hrun krónunnar í kjöl- far misheppnaðrar peningastefnu. Við höfum til dæmis þurft að lúta ýmsum skilyrðum AGS í peninga- og ríkisfjármálum. Ekki er unnt að útiloka að Evrópu sambandið veikist. Hitt er líka mögulegt að það styrkist og myntbandalagið verði þegar upp er staðið öflugri bakhjarl viðskipta en áður. Er þessi óvissa efni til að slíta viðræðum? Standa ekki skyn- samleg rök til að halda áfram og sjá hvernig mál skipast þegar fram vindur? Vaxtahækkunin í vikunni er vís- bending um að krónan sé fallvaltari en evran. Er skynsamlegt að útiloka evrópska myntbandalagið áður en ljóst er hvort endurreisn með krónu tekst eða einhver kemur fram með raunhæfar tillögur um aðra kosti sem geta tryggt atvinnulífinu eðli- leg samkeppnisskilyrði og launa- fólki meira öryggi? Það hefur eng- inn gert. Hvers vegna að brjóta allar brýr að baki sér áður en þetta skýrist? Horfurnar eru ekki bjartar þar að lútandi, eða er það? Rökin Sundurlyndi stjórnar-flokkanna hefur veikt og tafið viðræðuferlið. Þar hefur stjórnarandstaðan gild rök til gagnrýni. Aðstæður í Evrópu gætu líka leitt til tafa. Þó að í besta falli megi ljúka samn- ingum á einu ári er fullkomlega eðlilegt og raunhæfara að reikna með tveimur árum. Þar til við- bótar tekur staðfestingarferlið að minnsta kosti ár. Síðan kemur aðlögunartími áður en unnt er að taka upp evruna. Að þessu virtu hníga öll rök í þá veru að láta á það reyna hvort finna má lausnir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Það tekur sinn tíma. Síðan verður smám saman ljósara hver staða myntbandalags- ins verður til frambúðar. Það gefur svigrúm til að meta stöðuna og ráða þeim málum til lykta í viðræð- unum án þess að byggja á getsök- um einum. Þá fyrst er lokaafstaða tekin á Alþingi og í þjóðaratkvæði. Aðildarviðræðurnar eru ekki hluti af valdaátökum líðandi stundar. Þær hafa heldur ekkert að gera með þá hagsmuni að verja pólitíska arfleifð liðins tíma. Þær snúast um framtíðarhagsmuni Íslands. Að halda viðræðunum áfram heldur fleiri dyrum opnum um skipan peningamála og pólitíska stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Það gefur kjósendum kost á að velja frjálslyndari ríkisstjórn en kostur er á með VG. Það er því yfirvegaðri og skynsamlegri leið en viðræðuslit án tilefnis frá gagnaðilanum. Yfirvegaðri leið ÞORSTEINN PÁLSSON T uttugu þúsund hafa skrifað undir áskorun Hagsmuna- samtaka heimilanna um afnám verðtryggingarinnar. Skiljanlega er fólki í nöp við hana; eftir hrun hafa skuldir hækkað um tugi prósenta, greiðslubyrðin þyngzt að sama skapi og lífskjörin versnað sem því nemur. Þó er í raun byrjað á öfugum enda með því að krefjast afnáms verðtryggingarinnar. Undirrót hennar og hið raunverulega vandamál sem við er að etja er ónýtur gjaldmiðill. „Sveigjanleiki“ krónunnar er aðallega niður á við. Það má sjá með einföldu dæmi. Þegar myntbreytingin var gerð 1980 og tvö núll skorin aftan af krón- unni eftir margra ára óðaverð- bólgu var ein íslenzk króna jafn- gild einni danskri krónu. Nú, 31 ári síðar, þarf 22 íslenzkar krónur til að kaupa eina danska. Sá sem lánar út peninga, sérstaklega til langs tíma eins og til að mynda lán til húsnæðiskaupa, vill auðvitað fá jafnverðmætar krónur til baka og hann lánaði upphaflega. Verðtryggingin hefur því reynzt ill nauðsyn vegna stöðugrar rýrnunar gjaldmiðilsins. Óvíst er að lántakendur væru betur settir án hennar ef ekkert annað breyttist. Lánveitendur myndu þá tryggja sig fyrir óviss- unni með gífurlega háum vöxtum. Verðtryggingin er í rauninni aðeins sjúkdómseinkenni í efnahags lífinu. Sjúkdómurinn sjálfur er ónýtur gjaldmiðill. Án nýs og stöðugri gjaldmiðils er vandamálið áfram til staðar. Nærtækasta leiðin til að fá nýjan gjaldmiðil er að ljúka aðildar- viðræðum við Evrópusambandið og taka upp evru. Nóg er af úrtölumönnum þessa dagana sem segja að allt sé í kalda koli á evrusvæðinu og evran muni brátt heyra sögunni til. Engin ástæða er til að gera lítið úr þeim vanda sem við er að glíma í ýmsum ríkjum sem nota evruna. Það vill þó fara framhjá fólki að vandinn er ekki gjaldmiðlinum að kenna heldur hallarekstri ríkisins og skuldasöfnun í einstökum ríkjum. Í sumum evruríkjum er ástand- ið ágætt, til dæmis í Eistlandi þar sem ríkisfjármálin voru tekin föstum tökum og upptaka evrunnar um síðustu áramót hefur að mati Eista sjálfra eflt erlenda fjárfestingu, útflutning og atvinnu. Hvað sem um vanda evrusvæðisins má segja hefur almenn- ingur þar ekki lent í því sama og íbúar krónusvæðisins hér á Íslandi, að húsnæðisskuldir hafi hækkað um tugi prósenta og verðbólgan ætt af stað vegna hruns gjaldmiðilsins. Sérkennilegt er að stjórnmálamenn sem hafa engar lausnir fram að færa í peningamálum vilji nú loka þeirri leið fyrir Íslend- ingum að eiga kost á nýjum gjaldmiðli í gegnum ESB-aðild. Hvað ef evruríkin leysa vanda sinn og verða komin á lygnan sjó eftir eitt til tvö ár? Viljum við þá vera búin að skella dyrunum í lás? Nær væri fyrir þá sem vilja losna við verðtrygginguna að efna til undirskriftasöfnunar og fara fram á að viðræður við ESB verði kláraðar, þannig að við eigum áfram kost á nýjum gjaldmiðli. Af hverju þarf að vera verðtrygging á Íslandi? Byrjað á öfugum enda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.