Fréttablaðið - 20.08.2011, Side 22
22 20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR
Nú eru framundan miklir dagar til handa íslenzkum
útgefendum og rithöfundum:
bókakaupstefnan stóra í Frank-
furt am Main. Þar skipar Ísland
heiðurssess þetta árið. Þann
heiðurssess eigum við sér í lagi
að þakka íslenzkum fornbók-
menntum eins og fleira gott fyrr
og síðar. Þær ásamt helztu skáld-
sögum Halldórs Laxness eru einu
heimsbókmenntirnar í fyllsta
skilningi sem við getum státað af
og því er fagnaðarefni að nú skuli
koma út nýjar þýðingar þessara
gersema á þýzku.
Óskandi er að vel hafi til tekizt.
Í því sambandi get ég ekki stillt
mig um að rifja upp lítilræði:
Síðla hausts 1952 fór ég náms-
maður til Kölnar við Rín, nýbak-
aður stúdent. Ég sté þar út úr
næturlest frá Hamborg árla
morguns. Þegar ég kom út á torg-
ið framan við járnbrautarstöð-
ina varð mér litið í glugga bóka-
búðar stutt frá aðalútgöngunni
og hvað rek ég augun í annað en
Íslandsklukkuna! Þýzkri þýð-
ingu sögunnar hafði verið stillt
upp í sýningarglugga þannig að
hún var auðsæilega ný af nál-
inni. Ég var einn á ferð, kominn
til stórborgar sem hafði að mestu
hrunið til grunna í styrjöldinni
og þessi sjón, Íslandsklukkan
á fínum stað í glugganum, ylj-
aði mér samstundis um hjarta-
rætur. Samt sem áður kynnti ég
mér aldrei þýðinguna, en glöggur
maður tjáði mér veturinn eftir að
hún væri víst síður en svo galla-
laus, til dæmis hefði þýðandinn
ekki skilið orðið Ólafsvíkingar (á
Snæfellsnesi) og snúið því þannig
að Ólsararnir urðu að víkingum
Ólafs helga Noregskonungs. Slíkt
og þvílíkt hendir á beztu bæjum í
þýðingabransanum og skyldi eng-
inn gera sig digran.
Ekki mun skekkjan sú, né ef
til vill aðrar sem ég kann ekki
skil á, hafa truflað Nóbels-
höfundinn Hermann Hesse.
Hann las Íslandsklukkuna í þess-
ari þýðingu og birti lofsamlegan
dóm um söguna í blaði eða tíma-
riti, man ekki hvort heldur var,
rakst á grein hans fyrir tilviljun.
Hesse var lengi einhver virtasti
umsagnarmaður í bókmennta-
heiminum þýzka.
Nú heyrist í fréttum að þýdd
hafi verið á þýzku gomma af
íslenzkum bókmenntum í tilefni
kaupstefnunnar í Frankfurt. Þar
má búast við ýmiss konar „Ólafs-
víkingum”, en ekki er til neins að
gera sér rellu út af því. Þetta fer
allt saman vel að lokum.
Mig rámar í að Knut Hamsun
héldi því fram að norrænir höf-
undar mættu einungis þakka það
þýzka bókamarkaðinum hafi þeir
náð alþjóðlegri frægð. Sennilega
er talsvert til í þessu. Þýzki bóka-
markaðurinn, þar sem prentlistin
hófst, hefur löngum verið öflugur
og þó aldrei sem nú. Ég las fyrir
skemmstu í „Frankfurter Allge-
meine Zeitung“ að síðastliðinn
áratug hefði viðskiptaveltan hjá
þýzkum útgefendum og bóksölum
numið 9-10 milljörðum evra ár
hvert og skarað fram úr veltunni
á öðrum sviðum menningar og
mennta, svo sem kvikmynda, tón-
listar og leikjaframleiðslu. Næst-
liðið ár var sérstaklega hagstætt
bókamarkaðinum í Þýzkalandi,
þá voru bækur og fagtímarit seld
þar fyrir samtals 9,7 milljarða
evra og nýir titlar fleiri en áður,
urðu 84.351 stóð í blaðinu.
Inn á þennan risamarkað göng-
um við Íslendingar nú í halarófu,
tökum ofan lambhúshetturnar
og segjum „guten Tag“. En ég er
þess fullviss þrátt fyrir allt og
allt að Halldór Guðmundsson, rit-
stjóri íslenzkra bókmennta í heild
að fornu og nýju, muni vel fyrir
sjá. Og vitaskuld gerir maður sér
vonir um að skoðun Hamsuns, sú
sem vísað var til, sanni gildi sitt
og einhverjir höfundar ríði feit-
um hesti frá kaupstefnunni.
Það hlýtur að teljast sjálfsagð-
ur hlutur að forseti lýðveldisins,
Ólafur Ragnar Grímsson, sá
kunni Evrópusinni og ágæti
náttúruvísindamaður, einkum á
sviði jöklafræði, eldfjallafræði
og loftslagsfræði, mæli nokkur
orð þarna í Frankfurt, í fæðing-
arborg Goethes og höfuðstöðvum
evrunnar. Glamuryrði forsetans
um okkur Íslendinga eru jafnan
vel þegin bæði hér heima og utan-
lands. Þau laga sig að vísu hverju
sinni eftir aðstæðum, jafnt fyr-
irhrunsglamrið sem eftirhruns-
glamrið, enda er forseti lýðveld-
isins búinn einum af mörgum
merkilegum kostum Óðins. Í Yng-
lingasögu segir Snorri um Óðin
„að hann kunni þær íþróttir, að
hann skipti litum og líkjum á
hverja lund, er hann vildi“.
Það ætti einkar vel við að for-
seti lýðveldisins talaði í Frank-
furt um heimsbókmenntirnar. Í
fyrsta lagi vegna þess að á uml-
iðnum árum hefur hann sérhæft
sig í að setja alla atburði og öll
atvik, sama hversu smá þau voru,
í heimssögulegt ljós; í annan stað
fyrir þá sök að Goethe, nafn-
kenndasti sonur Frankfurtborg-
ar, bjó til hugtakið heimsbók-
menntir („Weltliteratur”). Ég segi
fyrir mína parta að ég treysti
engum manni betur en forseta
lýðveldisins til að gera sér mat
úr hugtaki Goethes, okkur öllum
til frægðar og frama.
Frægð og frami
Í grein hér í blaðinu 3ja ágúst síðastliðinn gerði ég tilraun til
að meta gjaldeyriskostnað tengd-
an útflutningi lambakjöts að
verðmæti 2,75 milljarða króna á
árinu 2010. Í samhljóma aðsend-
um greinum í Fréttablaðinu og
Bændablaðinu gerir for-
stöðumaður félagssviðs
Bændasamtaka Íslands
tilraun til að bæta ágisk-
anir mínar í þessum
efnum.
Forstöðumaður félags-
sviðs Bændasamtaka
Íslands hefur aðgang að
betri og fyllri upplýsing-
um um framleiðslukostn-
að lambakjöts en ég hef
sem aðeins hef prentuð
gögn frá Bændasamtök-
unum að styðjast við. Það
ætti því að vera hægur
vandi að laga og bæta
grófa útreikninga mína.
Það gerir forstöðumaður-
inn ekki. Forstöðumaður-
inn gefur sér að kindakjöt
sé flutt út í grisjupokum í
heilum skrokkum og kíló-
verð útflutnings þannig sambæri-
legt við kílóverð til bænda. Þetta
er ekki rétt. Það eru betri bitar
sem eru fluttir út. Þess vegna er
kílóverð sem Hagstofan gefur upp
í útflutningsskýrslum hærra en
kílóverð þegar bændur selja í heil-
um skrokkum til afurðastöðva.
Tilkostnaður við að fram-
leiða kindakjöt sem gefur af sér
2,75 milljarða króna í útflutn-
ingstekjur er umtalsverður. Sé
stuðst við tölur úr búreikningum
Bændasamtakanna er kostnað-
ur vegna aðfanga (olía, áburður,
rúlluplast, þjónusta dýralækna
o.s.frv.) um 2,7 milljarðar króna.
Reiknuð laun bónda, vaxtagjöld
og afskriftir tækja og bygginga
nemur samkvæmt sömu heimild
um 2,6 milljörðum króna. Bein-
greiðslur eru á bilinu 0,4 til 1,1
milljarður króna. Þessi útflutn-
ingsstarfsemi er rekin með 1,5
til 2ja milljarða tapi þrátt fyrir
stuðning skattgreiðenda. Tapið
er fjármagnað af afskriftasjóði
bænda og af fjármálastofnun-
um. Ekki er í þessum útreikn-
ingum tekið tillit til kostnaðar
vegna grasnytja utan heimalanda.
Kostnaður vegna upp-
græðslu og landabóta
á afréttum lendir að
mestu leyti á skatt-
greiðendum og er
umtalsverður.
Í grein minni gisk-
aði ég á að ríflega
40% aðfanga væri
erlendur að upp-
runa. Sumir kolleg-
ar mínir hafa gagn-
rýnt þá ágiskun og
telja að um vanmat sé
að ræða. En 40% af
2,7 milljörðum er 1,1
milljarður. Forstöðu-
maður félagssviðs
BÍ reiknar erlendan
tilkostnað með hlið-
sjón af söluverðmæti
afurðanna. Söluverð-
mætið er um helm-
ingur framleiðslukostnaðarins.
Það ætti að vera vel þekkt á 3ju
hæðinni á Hótel Sögu. Benda má
forstöðumanninum á grein eftir
Jónas Bjarnason hjá Hagþjónustu
landbúnaðarins frá 2008 sem ber
heitið: „Stuðningur við sauðfjár-
rækt nam 61% af verðmætasköp-
un í greininni 2006“, sjá http://
www.hag.is/pdf/annad_utgefid/
Studn_vid_saudfjarr2006.pdf.
Aðferðafræði forstöðumannsins
felur því í sér um helmings van-
mat á erlendum tilkostnaði við
framleiðslu útflutts kindakjöts.
Hæpinn gjaldeyris-
ávinningurMenning
Hannes
Pétursson
rithöfundur
Börn eru blessun heimsins. Allt sem lýtur að velferð
þeirra og lífshamingju hlýtur að
koma okkur við.“ (Vigdís Finn-
bogadóttir). Börnin okkar eru
það dýrmætasta sem við eigum
og við viljum aðeins það besta
fyrir þau. Leikskólakennarar og
aðrir starfsmenn innan leikskól-
anna vinna mikið ábyrgðarstarf,
það vitum við öll sem eigum börn.
Leikskólar eru ekki geymslu-
kassar fyrir börnin okkar þar
sem markmiðið er að „geyma“
börnin meðan við foreldrar sinn-
um vinnu okkar. Leikskólar eru
ákveðið samfélag þar sem litl-
ir einstaklingar ráða ríkjum en
leikskólakennarar hafa ákveðna
sérþekkingu á því hvernig byggja
megi upp leikskólasamfélag þar
sem þarfir barnanna eru hafðar í
fyrirrúmi. Á leikskólum er unnið
út frá hugmyndafræðilegum bak-
grunni sem hver leikskóli vinn-
ur út frá en börnin okkar fá að
þroskast og dafna út frá leiknum.
Störf leikskólakennara eru
mikilvæg, mjög mikilvæg. Við
leggjum traust okkar á starfs-
menn leikskólanna, við treystum
þeim fyrir sólargeislunum í lífi
okkar. Við vitum að það er unnið
metnaðarfullt starf á leikskól-
unum en leikskólakennarar hafa
menntað sig til þess að byggja
upp kærleiksríkt leikskólasam-
félag þar sem börnin okkar fá að
þroskast og dafna í. Verðmæt-
in sem leikskólakennarar hafa í
höndunum eru börnin okkar og
því er þetta starf afskaplega dýr-
mætt. Verðmiðinn á starfinu er
því miður ekki í samræmi við þá
menntun sem starfið krefst og þá
ábyrgð sem lögð er á herðar leik-
skólakennara og annarra starfs-
manna innan leikskólanna. Ef
starf snýst um peninga hækk-
ar verðmiðinn á starfinu en ef
ég hef barn í höndunum læ kkar
verðmiðinn.
Laun leikskólakennara eru til
skammar, það er alveg ljóst. Þeir
eiga langt í land með að fá þau
laun sem samræmast menntun
þeirra og ábyrgð. Núna eru þeir
að berjast fyrir litlu skrefi í átt
að því sem þeir eiga skilið að fá
fyrir starf sitt. Ég styð leikskóla-
kennara í baráttu sinni og ég
vona að aðrir foreldrar geri slíkt
hið sama því við vitum öll hvar
verðmætin í samfélaginu er að
finna.
Áfram leikskóla-
kennarar!
Ég segi fyrir mína parta að é treysti eng-
um manni betur en forseta lýðveldisins
til að gera sér mat úr hugtaki Goethes,
okkur öllum til frægðar og frama.
Söluverð-
mætið er um
helmingur
framleiðslu-
kostnaðarins.
Það ætti
að vera vel
þekkt á 3ju
hæðinni á
Hótel Sögu.
Landbúnaður
Þórólfur
Matthíasson
prófessor í hagfræði
Kjaramál
Guðný Hrund
Rúnarsdóttir
þroskaþjálfanemi
Ég styð leikskóla-
kennara í baráttu
sinni og ég vona að aðrir
foreldrar geri slíkt hið
sama því við vitum öll
hvar verðmætin í sam-
félaginu er að finna.
Það skiptir máli hvaða blað fólk gefur sér tíma til
að lesa. Ný Prentmiðlakönnun Capacent Gallup
staðfestir að lesendur á aldrinum 12-59 ára gefa
sér lengri tíma til að lesa Fréttablaðið en
Morgunblaðið. Við hlökkum til að færa ykkur
fleiri góðar stundir í framtíðinni.
Lesendur gefa
sér góðan tíma
í Fréttablaðið
Allt sem þú þarft...
MBL
FBL
12-14
ára
15-19
ára
20-24
ára
25-29
ára
30-34
ára
35-39
ára
40-44
ára
45-49
ára
50-54
ára
55-59
ára 20 mín
15 mín
10 mín
5 mín
0 mín
Meðal lestími
í mínútum
á hvert eintak*
*Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Mældur er tími sem fer í lestur hvers eintaks
Morgunblaðsins og Fréttablaðsins hjá lesendum á aldrinum 12-59 ára á öllu landinu.