Fréttablaðið - 20.08.2011, Page 30

Fréttablaðið - 20.08.2011, Page 30
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR30 Samskiptaöpp Facebook Facebook í símann er mikilvægur þáttur þegar kemur að því að fullnýta kosti snjallsímans. Hér getur þú gert allt sem þú getur gert í tölvunni þinni í fullkomnu appi frá Facebook. Twitter Tvítaðu á ferðinni. Manni dettur margt merkilegt í hug þegar maður er ekki fyrir framan tölvuna. Deildu staðsetn- ingu þinni, myndum og hugsunum með vinum þínum úti um allt! Google+ Um leið og Google+ opnaði fyrr á árinu voru komin forrit fyrir snjall- síma. Þetta er ómissandi app fyrir þá sem vilja vera með puttann á púlsinum alltaf, alls staðar. Foursquare Deildu staðsetningu þinni með vinum þínum og segðu frá á Facebook og Twitter! Vinsælt app fyrir þá sem vilja láta vita af sér. Gott fyrir börn sem eiga foreldra sem alltaf vilja vita hvar maður er. Skype Skype í símanum gerir allt sem Skype í tölvunni gerir og meira til. Með for- ritinu getur þú hringt venjuleg símtöl í venjuleg símanúmer. Svo er alltaf gott að geta tekið eitt gott myndsímtal. Vinnu- og hugmyndaöpp Evernote Bráðsnjallt app sem hjálpar þér að koma hugmyndum þínum á blað. Taktu mynd af einhverju sniðugu, bókmerktu vefsíður eða skrifaðu glósur. Deildu svo með félögum innan forritsins og fáðu þeirra álit. Dropbox Dropbox er frábært app sem býður upp á gagnahýsingu yfir internetið. Í Dropbox getur þú hlaðið niður hverskonar skjöl í símanum þínum og vistað þau yfir vefinn. Remember the milk Mundu eftir öllu! Þetta forrit hjálpar þér, eða þeim sem þú deilir færslunni með, að muna að kaupa mjólk eða sækja börnin úr pössun. Hægt er að nálgast færslurnar í forritinu á vefnum eða í póstforritinu á tölvunni. Myndaforrit Instagram/Lightbox Photos Instagram og Lightbox Photos eru myndavélar sem hlaða myndunum þínum á vefinn um leið og þú tekur þær. Þú getur sett alls konar filmur yfir myndina og deilt á Facebook og Twitter. Hipstamatic/FxCamera Hipstamatic og FxCamera eru svip- aðar og Instagram nema hér þarftu að velja flass, filmur og annað áður en þú tekur myndina. Hægt er að ná mjög flottum myndum úr þessari vél og senda beint á vefinn. Flickr Flickr er frábært fyrir ljósmyndara sem þurfa að fá innblástur fyrir myndirnar sínar og vilja skoða hvað aðrir eru að gera. Hægt er að hlaða myndum beint af símanum inn á Flickr-síðuna þína. Photoshop Þarftu að vinna myndirnar þínar á ferðinni eða finnst þér bara gaman að leika þér í Photoshop? Þetta er snilld fyrir ljósmyndara, áhugamenn eða byrjendur. Fréttaöpp PressReader Fyrir fréttasjúka sem vilja skoða nýjustu erlendu og innlendu dagblöðin. Hér getur þú fengið nánast öll dagblöð í heimi frítt eða á kostnaðarverði. Hægt er að fá dagblöð sjálfvirkt í símann um leið og þau eru gefin út. Pulse Forrit sem safnar saman frétta- þráðum um allt alnetið. Þú velur svo hvaða þræði þú vilt helst skoða. Frábært fyrir þá sem vilja fá fjöl- breyttar fréttir í einu forriti. Reeder Í þessu forriti getur þú safnað saman RSS þráðum sem þú vilt fylgjast með. Forritið lítur fáránlega vel út og uppfærir sig sjálfkrafa svo þú ert alltaf með ferskar fréttir í lófanum. BBC News Breska ríkisútvarpið er ein virtasta fréttastöð í heiminum og í forritinu má finna helstu fréttir hvaðan að úr heiminum. Í forritinu er svo hægt að hlusta á BBC World News útvarps- stöðina yfir netið. New York Times Lestu The New York Times í símanum þínum. Ítarlegar fréttir og greinar úr öllum heimshornum. Ef þú vilt ekki fréttir þá er hægt er að velja sér lesefni um allt mögulegt með einu poti á skjáinn. Áhugamála- og íþróttaöpp LiveScore Fáðu stöðuna í fótboltaleiknum uppfærða beint í símann þinn. For- ritið sýnir stöðuna, markaskorara og annað markvert úr öllum helstu leikjum í heimi. Íslenska deildin fær meira að segja að vera með. IMDB Mikilvægasta forritið í sófanum þegar þú veist ekki hvaða leikari er á skjánum eða þegar þú ert að reyna að velja þér bíómynd úti á leigu. IMDB í allri sinni dýrð í lófanum þínum. Golfshot Mikilvægt á golfvellinum þegar þú þarf að átta þig á hvernig flötin liggur. Forritið býður upp á íslenska velli ásamt 35.000 öðrum völlum um heim allan. NBA Game Time Mikilvægt fyrir þá sem fylgjast með NBA. Hér getur þú séð stöðuna í leiknum, hvernig aðrir leikir fóru og hvaða leikir eru á dagskrá. Þetta er opinbert forrit frá NBA og kemur nýtt út fyrir næsta tímabil. RunKeeper Þetta forrit eltir þig með GPS-hnitum þegar þú hleypur, skráir hlaupalengd- ina og hversu lengi þú hljópst. Þú getur síðan skoðað ítarlegar upp- lýsingar um hlaupið á leiðarenda og deilt á vefnum. Google-öpp GoogleMaps Aðstæðurnar þar sem landakorts er þörf eru of margar til að telja upp hér. Þetta er algerlega ómissandi forrit í hvaða síma og spjaldtölvu sem er. Spurðu vegar, finndu staðsetningu eða, ef einhver vafi er á, athugaðu hvar þú ert staddur. Translate Þýddu allt mögulegt á öll helstu tungumál í heiminum. Frábært app ef þú þarft að gera þig skiljanlegan í útlöndum en kannt ekki tungu- málið. Appið talar meira að segja flest tungumálin! Docs Alger snilld fyrir þá sem þurfa að vinna á ferðinni. Google Docs gerir þér kleift að vista Word-, Excel- eða Powerpoint-skjöl á Google-aðgang- inum og breyta og bæta á netinu. App sem allir verða að prófa. Youtube Það er ótrúlega margt skrítið og skemmtilegt á Youtube. Einhver mundi segja að Youtube-appið væri nauðsynlegt fyrir alla. Það getur allavega verið hentugt þegar maður þarf að drepa tímann … Hagnýtar upplýsingar og ferðalög AccuWeather Allir Íslendingar þekkja mikilvægi þess að vita hvernig veðurhorfurnar eru. Það er erfitt að fara á vedur.is í sím- anum og of langt að bíða eftir veður- fregnum í útvarpi en mikið betra að taka skeytin í fullkomnu veðurappi. Wikipedia Hafsjór fróðleiks í lófanum þínum. Það er hægt að villast langar leiðir inn í óendanlega vitneskju alnetsins um allt mögulegt. Lærðu meira á ferðinni með þessu nauðsynlega forriti. World Factbook Bandaríska leyniþjónustan er með upplýsingar um allt. Hún vill samt ekki deila öllu en deilir þó upp- lýsingum sínum um þjóðir heims. Allt frá flatarmáli landa til helstu atvinnugreina má finna hér. TripAdvisor Skipuleggðu ferðalagið þitt frá grunni með þessu appi. Pantaðu flugfar og hótel, leigðu bíl og finndu þér eitthvað að gera áður en þú finnur þér veitingastað í fjarlægum heims- hornum. Expedia Bókaðu hótelgistinguna á ferðinni með Expedia-forritinu. Ótrúlega flott app sem leiðir þig alveg inn í anddyri með innbyggðu korti og leitarvél svo þú finnir herbergið sem hentar þér best. Afþreyingaröpp Kindle Kindle-appið fyrir Android-síma er gott fyrir þá sem vilja taka framtíðinni opnum örmum og lesa af snjall- símanum. Með forritinu fylgir aðgangur að risastóru Amazon-bókabúðinni. iBooks Í öllum spjaldtölvum og snjallsímum frá Apple er þetta app innbyggt og býður upp á aðgang að risastórri bókabúð á iTunes. Íslenskur aðgangur dugar þó ekki til að versla í bókabúð Apple. TuneIn Radio Gott netútvarp sem býður upp á yfir 50.000 útvarpsstöðvar. Meðal mögulegra stöðva eru allar þær íslensku. Þægilegt flokkunarkerfi gerir leit að áhugaverðu efni mjög einfalda. Slacker Radio Í þessu appi kaupir þú þér aðgang að ótrúlegu magni af tónlist. Þú getur valið þér stöðvar til að hlusta á eða búið þér til lagalista sjálfur. Rús- ínan í pylsuendanum er að þetta app býður þér upp á að hlusta þótt þú sért ekki í netsambandi! Íslensk öpp KR Reykjavík KR er eina knattspyrnuliðið á Íslandi sem er með app í iPhone. Hér er hægt að skoða stöðuna í KR-leiknum og deildinni. Svo ekki sé minnst á að hlusta á KR- útvarpið. Tónlist.is Fullnýttu aðgang þinn að Tón- list.is með þessu appi. Skráðu þig bara inn og hlustaðu á íslensku lagalistana þína í sím- anum. Styrkjum íslenska tónlist! Íslenskt, já takk! Leikir Angry Birds Einn vinsælasti leikur fyrir snjallsíma í heimi enda ótrúlega ávanabindandi. Skjóttu fuglum úr teygjubyssu til að drepa grænu svínin sem stálu eggjunum frá þér! Í þessum leik má týna sér hvar og hvenær sem er. The Heist Þrautir og heilabrot fyrir alla aldurshópa. Markmiðið er að opna harðlæsta stálhurð með gáfum og útsjónarsemi. Fjórar gerðir þrauta og endalaust af borðum. Doodle Jump Gamaldags en virkar. Þú þarft að hoppa á milli palla eins hátt og þú kemst og passa að detta ekki niður. Endalaust skemmtilegur og ávana- bindandi leikur! Flight Control Stjórnaðu flugumferðinni á flug- vellinum. Það er endalaust umferð um flugvöllinn hjá þér og þú þarft að stýra öllum flugvélunum á rétta flugbraut án þess að þær klessi hver á aðra. Þetta er erfiðara en það hljómar. Fruit Ninja Verkefnið í þessum leik er að skera eins mikið af ávöxtum í einni sveiflu og hægt er. Hver ávöxtur gefur þér stig. Mjög skemmtilegur og spenn- andi leikur fyrir alla. ÖPP HVAÐ ER APP? Forritin sem við hlöðum í símana okkar eru „öpp“. Í þessari upp- talningu er aðallega talað um öpp frá þriðja aðila, það eru forrit sem ekki eru innbyggð í símana eða stýrikerfið. Til eru mörg fyrirtæki sem framleiða öpp, selja eða gefa á app-mörkuðum á netinu. Í fríum öppum þarf þó yfirleitt að borga fyrir notkun af, kaupa áskrift að þjónustu eða sætta sig við blikandi auglýsingaborða. Öppin eru þó flest á frekar góðu verði og eru ekki dýr nema stór og flókin séu. Photoshop er t.d. dýrasta appið á listanum hér. Fyrir þá sem hafa góða hug- mynd og aðstöðu til að búa til gott app þá eru að verða til ótrúleg sölutækifæri. ■ HEIMSKULEG FORRIT Drunk Dialer Þetta er app sem passar að þú hringir ekki í fyrrverandi þegar þú er að skemmta þér. Tölurnar hoppa á skjánum og sértu ekki edrú getur verið erfitt að láta hlutina ganga upp. Alveg pirrandi! iFart Sértu í vafa þá er þetta app með fullt af prumphljóðum. Gæti verið skemmtilegt í kennslustund í skólanum en færir þér á endanum öruggan miða inn á teppið hjá skólastjóranum. Ultimate SoundBox Forrit með fullt af mjög ólíkum en tilgangslausum hljóðum. Ekkert merkilegra en það. Fake-an-Excuse Ef þú hittir einhvern sem þú nennir ekki að tala við rífur þú upp símann. Hér getur þú spilað alls konar hljóð sem gætu skotið stoðum undir annars valta afsökun. Hold the Button Tilgangslausasta og örugglega leiðinlegasta appið á markaðnum. Það gengur út á að halda rauðum takka inni eins lengi og þú nennir. Ekkert meira merkilegt en það. Talking Tom Cat Kötturinn Tommi er alveg pirrandi því hann hermir eftir þér með grínrödd. Þú getur samt kýlt hann í magann! Hver vill samt kýla sæta kisu ef maður getur bara strokið henni og heyrt hana mala? fyrir öll tækifæri SKÝRINGAR Á TÁKNUM Við mælum sérstaklega með þessu App fyrir Android-síma App fyrir iPhone-síma Það sem greinir snjallsíma frá öðrum símum er að í þá er hægt að hlaða öppum. Í kringum þessar furðu- legu vörur hafa skapast risastórir markaðir sem velta ótrúlegum upphæðum á ári. Birgir Þór Harðarson tók saman nytsamlegustu öppin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.