Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 32
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR32 M ér líður afskap- lega vel hér á Íslandi. Ég hef ferðast töluvert um Skandin- avíu en aldrei komið hingað fyrr og vissi í raun ekki við hverju ég ætti að búast. Landið er fallegt og ég hef lært smá íslensku, núna kann ég að segja „jæja“ og „förum að veiða“. Svo skilst mér að hér sæki fleiri leikhús en í Ástralíu miðað við höfðatölu, sem er hið besta mál,“ segir ástralska leikskáldið og látbragðsleiksþjálfarinn Glynn Nicholas, sem var staddur hér á landi í vikunni í tengslum við upp- setningu verksins Alvöru menn, sem verður frumsýnt í Austurbæ hinn 16. september næstkomandi. Dvöl Nicholas á Íslandi byrjaði þó ekki vel. Þegar hópurinn sem stendur að leikritinu brá sér í sjó- ferð til að æfa atriði sem gerist um borð í báti vildi ekki betur til en svo að báturinn varð vélarvana og rak að klettunum á vesturodda Viðeyjar. Allt fór þó vel að lokum og leikskáldið metur hrakningana sem gott innlegg í reynslubank- ann. „Við dóum næstum því. Það var frábært!“ segir hann og glott- ir. Áherslan á líkamlegu hliðina Nicholas samdi verkið Alvöru menn, sem á ensku kallast Certi- fied Male, árið 1998 ásamt koll- ega sínum Scott Rankin. Leikrit- ið var frumsýnt á Listahátíðinni í Melbourne ári síðar og hlaut strax frábærar undirtektir, svo góðar að síðan hefur Nicholas ferðast til margra landa, meðal annarra Bretlands, Nýja-Sjálands og Sví- þjóðar, og ýmist leikstýrt eða aðstoðað við uppsetningu verksins. Helsta ástæðan fyrir komu hans til landsins nú var að hjálpa leik- stjóranum, Gunnari Helgasyni, og leikhópnum sem samanstend- ur af Agli Ólafssyni, Jóhanni G. Jóhannssyni, Jóhannesi Hauki Jóhannessyni og Kjartani Guð- jónssyni við undirbúning hinnar líkamlegu hliðar gamanleiksins, sem Nicholas segir nokkuð flók- inn viðfangs. „Það tók okkur langan tíma að útfæra þessi líkamlegu atriði þegar við settum verkið fyrst upp í Ástralíu, en þessi leið virkar full- komlega. Það er því hagkvæmt að ég komi til landsins og hjálpi til, því annars gæti leikstjórinn þurft að eyða mörgum vikum í það sem ég get kennt leikhópnum á mjög stuttum tíma,“ útskýrir Nicholas. Það kemur ekki á óvart að höf- undurinn leggi mikla áherslu á hina líkamlegu hlið gamanleiks- ins, því á áttunda áratugnum og fram á þann níunda var hann farand listamaður sem ferðað- ist um allan heim og skemmti á götum úti. Auk þess að leika á allt að þrjú hljóðfæri samtímis skipaði látbragðsleikur stóran sess í sýn- ingum Nicholas, ásamt uppistandi og allsherjar gríni. Fjórir stressaðir karlmenn Í stuttu máli fjallar Alvöru menn um fjóra menn sem notið hafa mikillar velgengni í starfi. Allir eiga þeir sameiginlegt að vera vel stæðir og þjást af miklu stressi. Einn þeirra er yfirmaður hinna og býður þeim með sér í stutta ferð á framandi slóðir, en lætur þá þó vita að einn þeirra muni missa vinnuna áður en dvölin er úti vegna endurskipulagningar fyrir- tækisins sem þeir vinna hjá. „Þegar þessir fjórir menn eru samankomnir á afskekktum stað grípur þá mikill keppnisandi, jafn- framt því sem áhorfendur verða vitni að þeirri miklu hræðslu sem hrjáir þá alla hið innra,“ segir Nicholas. „Þeir þurfa að takast á við ýmis mál sem karlmenn gera lítið af að tala um. Karlmenn geta verið svo einangraðir, meðan konur tala um og deila fleiri hlut- um sín á milli. Þetta eru mál eins og samskipti þeirra við maka sína, börn og ekki síst feður sína. Óupp- gerð mál sem naga þá að innan.“ Nicholas segir síðastnefnda atriðið einna veigamest í fram- vindu verksins, sem og í lífi vest- rænna karlmanna almennt. „Óupp- gerð mál milli feðga eru hrikalega algeng og við erum flestir ringl- aðir. Í raun bara drengir í karl- mannsfötum. Sjálfur leysti ég ekki úr mínum málum við pabba minn fyrr en ég var orðinn 45 ára gamall. Þá loksins gat ég talað við hann eins og jafningja um ákveðna hluti sem gerðust þegar ég var tíu ára. Þetta er nauðsynlegt til að menn séu ekki hræddir við feður sína allt sitt líf og beri í kjölfarið kala til eldra fólks almennt.“ Þörf á manndómsvígslum Hann telur þetta vandamál eiga við stærstan hluta karlmanna í hinum vestræna heimi og nefnir óeirðirnar í Bretlandi sem dæmi um óbeinar afleiðingar þess. „Í Englandi eru strákar á aldrinum fjórtán til sautján ára þeir sem flestir eru hræddir við. Þeir eiga kannski ekki fjölskyldu og búa sér til sína eigin fjölskyldu með því að ganga til liðs við gengi og sýna að þeir séu alvöru menn með því að ræna, lemja og drepa. Öll sú orka og sköpunargáfa sem ætti að nýt- ast til jákvæðra hluta beinist í nei- kvæðar áttir.“ Hann segir vestræn samfélög tilfinnanlega skorta einhvers konar manndómsvígslur, eins og tíðkast víða í frumbyggjaþjóð- félögum. „Þar sem ég ólst upp í Ástralíu felst þessi manndóms- vígsla í því að detta í það, stunda kynlíf í baksæti á bíl og spreyja á veggi. Hjá frumbyggjum eru drengirnir teknir frá mæðrum sínum og meiddir á einhvern hátt. Þannig verða þeir að manni og bera örið til að minna sig á það. Við á Vesturlöndum höfum ekkert slíkt.“ Konurnar skemmta sér best Nicholas segir helsta styrkleika Alvöru manna þó fyrst og fremst felast í gamanseminni. „Verkið er hrikalega fyndið, en það snertir líka fólk. Persónurnar hafa allar klúðrað lífi sínu á ein- hvern hátt, en samt finna áhorf- endur til með þeim og þykir vænt um þær. Í leikritinu er ekki ein ein- asta kona og við gættum okkar vel á því að tala ekki niður til kvenna í handritinu. Þegar við frumsýnd- um leikritið kom það mér nokkuð á óvart að konurnar í áhorfenda- hópnum virtust skemmta sér best af öllum. Það er mikið um að kon- urnar gefi eiginmönnum sínum olnbogaskot þegar þær kannast við ýmislegt í fari þeirra í persónum leikritsins. Þegar við settum verk- ið upp í Sydney gekk ég framhjá hópi kvenna eftir sýninguna og þær sögðu mér að nú skildu þær maka sína miklu betur en áður. En svo bætti ein þeirra við að þær myndu samt ekki koma betur fram við þá,“ segir Nicholas og hlær. Spurður hvort nokkur líkindi séu með Alvöru mönnum og hinu vinsæla verki Hellisbúanum eftir Rob Becker, sem einnig fjallar um eðli karlmanna á gaman- saman hátt og hefur notið gríðar- legra vinsælda víða um heim, segir Nicholas svo ekki vera. „Hellisbúinn er gott leikrit, en við völdum að fara í aðrar áttir til að koma sjónarmiðum okkar á fram- færi. Við vitum að karlar eru frá- brugðnir konum. Það þarf ekki að taka það fram aftur.“ Krefst mikils af leikurunum Aðspurður segist Nicholas hafa hrifist mjög af leikhópnum sem stígur á svið í Alvöru mönnum í Austurbæ í september. „Þetta er frekar einfalt verk. Við erum ekki að breyta heiminum og þetta er ekki Tsjekov, en þetta er góð saga sem sögð er á óvenju- legan hátt. Verkið krefst mikils af leikurunum. Þeir þurfa fyrst og fremst að vera afar færir leikarar til að geta túlkað berskjaldaða ein- staklinga, en líka að geta grínast og sungið. Það er ekki lítið mál. Þú lofar að segja þeim ekki frá því, en þessir leikarar eru mjög góðir, gáf- aðir og vinnusamir. Og Egill Ólafs- son syngur betur en flestir aðrir sem ég hef séð fara með hlutverkið hans. Það verður ekki þurrt auga í húsinu. Svo skilst mér að Egill sé einn helsti hjartaknúsari landsins, svo líklega verður ekki þurrt sæti í húsinu heldur,“ segir Nicholas og skellir upp úr að lokum. Erum drengir í karlmannsfötum Ástralska leikskáldið og látbragðsleikarinn Glynn Nicholas var staddur hér á landi í vikunni í tengslum við uppsetningu verks hans Alvöru menn í Austurbæ. Hann sagði Kjartani Guðmundssyni frá verkinu, gríninu og óuppgerðum málum karlmanna. ALVÖRU MENN Glynn Nicholas, höfundur verksins Alvöru menn sem frumsýnt verður í Austurbæ í september, lofar áhorfendum gríni, tárum og þó nokkrum typpa- bröndurum. Að baki honum er hópurinn sem stendur að sýningunni: Gunnar Helgason leikstjóri, Pálmi Sigurhjartarson tónlistarstjóri og leikararnir Jóhann G. Jóhannsson, Egill Ólafsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Kjartan Guðjónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sjálfur leysti ég ekki úr mínum málum við pabba minn fyrr en ég var orðinn 45 ára gamall. Þá loksins gat ég talað við hann eins og jafningja um ákveðna hluti sem gerðust þegar ég var tíu ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.