Fréttablaðið - 20.08.2011, Síða 42

Fréttablaðið - 20.08.2011, Síða 42
Gríski listamaðurinn Konstantin- os Zaponidis mun halda námskeið í málun íkona í septemberbyrjun. „Íkonamálun tengist trú sterkum böndum. Hún var þekkt á svæði grísk-kaþólsku eða rétttrúnaðar- kirkjunnar, en Jesús og María voru oftast myndefnið,“ segir Zaponidis og bætir við að íkon- arnir hafi oft verið í kirkjum. Íkonamálun á sér langa sögu en að sögn Zaponidis hófst hún á fjórðu öld og er stunduð enn þann dag í dag. „Íkonamálun er sérstakt afbrigði myndlistar með ákveðnum stíl. Það er hægt að nota stílinn til að gera venju legar myndir líka,“ útskýrir Zaponidis þegar hann er inntur eftir því hvort myndefni íkona tengist allt- af trú. „En þetta eru oftast trúar- tákn.“ Hvernig er íkonamálun frá- brugðin öðrum tegundum málara- listar? „Athyglinni er auðvitað meira beint að trúarlegum mál- efnum, svo íkonamálunin er þar af leiðandi strangari. Áherslan er ekki á raunsæistúlkunina eins og fegurð fólksins eða smáatriði andlitanna heldur beinist athyglin að trúarlegu hliðinni.“ Zaponidis er reyndur íkona- málari, en hann hefur fengist við þá list frá árinu 1981. „Ég hef kennt íkonamálun í Grikklandi en einnig myndlist,“ segir Zaponid- is, sem lærði listir í París. Hann hefur einnig lært að gera við listaverk, þeirra á meðal íkona. „Ég er líka sjálfur impressjónísk- ur málari,“ segir Zaponidis, sem sýnir verk sín um þessar mundir í L51 Artcenter á Laugavegi 51. Sýning hans mun standa til 31. ágúst. Zaponidis er inntur eftir því hvort námskeiðin séu bæði fyrir byrjendur og lengra komna mál- ara. „Allir geta komið, það er fyrir alla sem vilja læra. Ég mun fara bæði yfir kenningar að baki íkonamálun og svo kenni ég líka málun íkonanna.“ Zaponidis hóf að kenna einum nemanda í byrjun síðustu viku en langar að kenna stífari námskeið sem varað gætu í um mánuð, ef áhugi er fyrir því hér á landi. Nánari upplýsingar um nám- skeiðin og skráningu er hægt að fá með tölvupósti á artinicons@ gmail.com eða í síma 897-0231. martaf@frettabladid.is Námskeið í íkonamálun Námskeið í íkonamálun fer fram hér á landi í byrjun september. Gríski listamaðurinn Konstantinos Zaponidis stefnir á að halda mánaðarnámskeið í málun íkona og kenningum að baki þeirri list. Konstantions Zaponidis mun kenna íkonamálun á Íslandi í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Námskeið í heimavinnslu mjólkurafurða með áherslu á einfalda osta- gerð verður haldið á vegum Ólafsdalsfélagsins í Tjarnarlundi, Saurbæ, laugardaginn 3. september. Sjá nánar á á www.olafsdalur.is. „Þetta er mun lengra nám í nálastungum en áður hefur þekkst hér á landi, enda er það sem fyrir er hvorki fugl né fiskur. Tekur jafnvel bara átta til tíu daga,” segir Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, kennari í Skóla hinna fjögurra árstíða. Hún segir nálastungu- lækningar vera fjögurra ára háskólanám annars staðar í heiminum og hennar skóli sé að taka skref í átt að því. „Þetta er ein tegund læknisfræði og á allt öðrum grunni en sú vestræna.“ Arnbjörg Linda segir námið í hennar skóla ætlað- an þeim sem eru með grunnþekkingu í líffæra- og sjúkdómafræði, svo sem hjúkrunarfólki, sjúkralið- um og sjúkraþjálfurum. „Alþjóðaheilbrigðisstofnunin viður kennir nálastungur sem part af læknisfræði og fer fram á 1.000 bóklega tíma og 1.500 verklega tíma áður en fólk getur unnið við nálastungulækningar. Ég er að fara í þessa átt og bjóða upp á 500 klukkutíma grunnnám og svo kúrsa með erlendum kennurum sem fólk getur tekið síðar eftir hentugleikum.“ Nánari upplýsingar eru á www.nalastungur.is. - gun Nýtt nálastungunám SKÓLI HINNA FJÖGURRA ÁRSTÍÐA Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 BÝÐUR UPP Á 10 MÁNAÐA GRUNNNÁM Í KÍN- VERSKRI LÆKNISFRÆÐI OG NÁLASTUNGU. „Námið er ætlað þeim sem eru með grunnþekkingu í líffæra- og sjúkdómafræði,” segir Arnbjörg Linda nálastungulæknir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FJARNÁM Skráning á haustönn fer fram 30. ágúst til 6. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam Lækkað verð Office Skills Programme for Foreign Students Office Skills Programme for students, over the age of 20, not having Icelandic as their mother tongue. The courses are taught both in basic Icelandic and English. Time: Mondays, Tuesdays and Wednesdays from 17:30 to 20:30. See mk.is or contact Inga Karlsdóttir í 5944000/8244114. NOKKUR SÆTI LAUS! Skrifstofubraut I Er tveggja anna hagnýt braut þar sem höfuðáhersla er lögð á viðskipta- og samskiptagreinar. Kennslutími: Kl. 8:20 – 13:00. og einnig 12:35 – 16:35. Kennsla hefst 24. ágúst Brautin er einnig kennd í fjarnámi – sjá mk.is Skrifstofubraut II - rekstrarfulltrúi Tveggja anna framhaldsnám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Mikil áhersla er lögð á tölvunám, viðskipta- og samskiptagreinar. Inntökuskilyrði: Krafist er þekkingar í ensku, bókfærslu og tölvunotkun. Þeir nemendur sem lokið hafa námi af skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi ganga fyrir um skólavist. Kennslutími: Kl. 8:20 – 13:00. Kennsla hefst 24. ágúst Upplýsingar veitir Inga Karlsdóttir fagstjóri hagnýtra viðskipta- og fjármálagreina í síma 594 4000/8244114 eða í inga.karlsdottir@mk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.