Fréttablaðið - 20.08.2011, Side 60
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR14
Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur auglýsir stöðu yfirlögfræðings lausa til umsóknar. Við erum að leita
að metnaðarfullum og vandvirkum einstaklingi með leiðtogahæfileika til að hafa yfirumsjón með lögfræðilegum
verkefnum og stjórnsýslu sviðsins. Yfirlögfræðingur er hluti af yfirstjórn sviðsins og hefur mikil samskipti
við starfsfólk, kjörna fulltrúa og aðra lögfræðinga hjá Reykjavíkurborg. Næsti yfirmaður yfirlögfræðings er
skipulagsstjórinn í Reykjavík.
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynjanna í störfum og því að vinnustaðir borgarinnar endurspegli fjölbreytileika
reykvísks samfélags. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar í
síma 4 11 11 11 eru veittar allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og símasamband við starfsmenn einstakra sviða og deilda.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Undirbúningur og umsjón með fundum skipulagsráðs
Reykjavíkur og eftirfyglni vegna afgreiðslu mála.
• Lögfræðileg ráðgjöf, upplýsingagjöf og þjónusta við
skipulagsráð, kjörna fulltrúa og starfsmenn sviðsins,
s.s. um fundarsköp og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar.
• Undirbúningur og umsjón með
embættisafgreiðslufundum og eftirfylgni með
afgreiðslu mála.
• Frumkvæði varðandi þróun og umbætur í stjórnsýslu
sviðsins.
• Hefur umsjón með og gerir umsagnir um
lagafrumvörp á sviði skipulags- og byggingarmála
• Gerir og hefur umsjón með umsögnum og meðferð
kærumála fyrir úrskurðarnefnd skipulags- og
byggingarmála.
Hæfniskröfur
• Embættispróf eða meistaragráða í lögfræði.
• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu.
• Þekking og reynsla á sviði stjórnsýslu sveitarfélaga
æskileg.
• Þekking og reynsla af stjórnun og stefnumótun
æskileg.
• Leiðtogahæfileikar, skipulagshæfni og frumkvæði.
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Hæfni til að koma fram og tjá sig í ræðu og rituðu máli
á íslensku, ensku og einu norrænu tungumáli.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur-
borgar og stéttarfélags lögfræðinga.
Fyrirspurnum um starfið skal beina til Ólafar Örvars-
dóttur, skipulagsstjóra í Reykjavík í síma 411 1111 eða
með því að senda fyrirspurnir á olof.orvarsdottir@
reykjavik.is
Umsóknarfrestur er til 4. september nk. Sótt er um
starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.
is undir „ Störf í boði”. http://www.reykjavik.is/
desktopdefault.aspx/tabid-2901.
Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
Yfirlögfræðingur
SÖLUSTJÓRI
Vegna aukinna verkefna leitar 3X Technology að sölustjóra
fyrir erlenda markaði. Starfið krefst þekkingar á vinnslutækni
í sjávarútvegi og fiskiðnaði ásamt því að veita faglega ráðgjöf
til viðskiptavina, gerð sölutilboða, arðsemisgreiningar og
lausnavinnu ásamt aðkomu að mótun sölu og markaðsstarfs
innan félagsins. Ferðadagar á ári eru að jafnaði 50-80
innanlands sem utan.
Við leitum að háskólamenntuðum einstaklingi sem
er skipulagður, sjálfstæður, og sterkur í mannlegum
samskiptum. Sölustjórinn þarf að hafa mikið frumkvæði
og vera lausnaþenkjandi. Hann þarf að tala og skrifa ensku
mjög vel og kostur er ef viðkomandi hefur einnig gott vald á
öðrum tungumálum. Sölustjórinn mun starfa á söluskrifstofu
félagsins í Kópavogi.
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Jónasson jj@3xtec.is
Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Umsóknir með CV sendist til jj@3xtec.is fyrir 26.ágúst nk.
MÁLMIÐNAÐARMENN
3X Technology óskar eftir að ráða málmiðnaðarmenn til
starfa í framleiðsludeild félagsins á Ísafirði. Í boði er góð
vinnuaðstaða í lifandi starfsumhverfi og góður vinnuandi.
Einungis er um framtíðarstörf að ræða.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi menntun og/eða
reynslu á sviði málmiðnaðar, en reynsla af smíði úr ryðfríu stáli
er mikill kostur. Áhersla er lögð á nákvæmni og vandvirkni í
vinnubrögðum, reglusemi og árverkni.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Allar
umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Jakob Tryggvason
Framleiðslustjóri (jakob@3xtec.is) í síma 450 5081.
Upplýsingar um starfsemi 3X Technology er að finna á
vefsíðu.
RÚV auglýsir starf málfarsráðunautar laust til umsóknar
Helstu verkefni
Fagleg forysta og eftirlit
Yfirlestur ritaðs máls
Ráðgjöf um málfar
Fræðsla og þjálfun starfsmanna í meðferð móðurmálsins
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf í íslensku skilyrði, meistarapróf æskilegt
Reynsla af fjölmiðla-, útgáfu- eða kennslustörfum
Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og metnaður til að ná árangri í starfi
Jákvætt viðmót og færni í mannlegum samskiptum
Nánari upplýsingar veita Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri og Bjarni Guðmundsson
í síma 515 3000. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skulu sendar
fyrir 2. september næstkomandi á netfangið starfsumsoknir@ruv.is merktar „Umsókn um
starf málfarsráðunautar“.
MÁLFARSRÁÐUNAUTUR
RÚV er í fararbroddi íslenskra fjölmiðla með því að bjóða landsmönnum fjölbreytta og vandaða dagskrá.
Eitt af meginmarkmiðum RÚV er að endurspegla íslenska menningu og stuðla að varðveislu tungunnar.
Hjá RÚV er lögð rækt við íslenska tungu og reynt til hins ýtrasta að miðla íslensku máli lýtalaust.
Liður í því er að starfsfólk RÚV hafi aðgang að málfarsráðgjöf.
BRØNNØY KALK