Fréttablaðið - 20.08.2011, Qupperneq 61
LAUGARDAGUR 20. ágúst 2011 15
Hugbúnaðarsérfræðingur
LINUX / AIX umhverfi
Isavia ohf. óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf hugbúnaðar-
sérfræðings hjá ATM kerfum fyrirtækisins á Reykjavíkurflugvelli.
Hjá Isavia ohf. starfa um 550 manns. Isavia sér um uppbyggingu og rekstur
flugvalla og veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlands jafnt sem millilanda-
flug auk yfirflugþjónustu fyrir Norður- Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á
jafnan rétt karla og kvenna til starfa.
Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna
Við leitum að starfsmanni sem hefur góða samskiptahæfileika, hefur frumkvæði í starfi, getur
unnið undir álagi, er skipulagður í verkum sínum og hefur lipra og þægilega framkomu.
Starfssvið
ATM kerfin sjá um rekstur tölvukerfa í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli, fjarskipta-
stöðinni í Gufunesi og á Keflavíkurflugvelli. Tölvukerfin eru m.a. fluggagnakerfi og ratsjárkerfi,
sem bæði vinna með rauntímaupplýsingar um flugumferð á Íslandi og Norður-Atlantshafi.
Helstu verkefni felast m.a. í uppsetningu, eftirliti og viðhaldi kerfa. Í starfinu felst einnig fyrir-
byggjandi viðhald, greining bilana og ákvörðun viðbragða við þeim. Viðkomandi mun einnig
koma að forritun vegna viðhalds kerfa í notkun, þarfagreiningu vegna nýrra verkefna, gerð
kerfislýsinga vegna áætlanagerðar og mati á umfangi verkefna, uppsetningu og prófunum á
hugbúnaði og fleiri spennandi verkefnum. Starfið er ýmist unnið á dagvöktum eða á virkum
dögum.
Hæfniskröfur
Við gerum kröfu um háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærilega menntun. Reynsla af LINUX
og TCP/IP netumhverfi er æskileg. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á íslenskri og
enskri tungu.
Krafa er um að umsækjendur búi á Reykjavíkursvæðinu vegna bakvakta.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.
Umsóknir
Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Hauksson, deildarstjóri ATM kerfa í síma 424 4207.
Umsóknum skal skilað rafrænt inn á www.isavia.is/atvinna fyrir 5. september
Embætti ríkislögmanns
laust til umsóknar.
Forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára.
Ríkislögmaður skal fullnægja almennum starfs-
gengisskilyrðum skv. 6. gr. laga nr. 70/1996, um
réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, lagaskil-
yrðum til skipunar í dómaraembætti við Hæstarétt
skv. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 15/1998, um dómstóla,
og hafa réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti
skv. lögum nr. 77/1998, um lögmenn. Um embættið
gilda lög nr. 51/1985, um ríkislögmann, með síðari
breytingum, og lög nr. 70/1996, með síðari breyting-
um, að öðru leyti.
Í umsókn um embættið skal greina nafn, starfsheiti
og heimilisfang umsækjanda, veita upplýsingar
um menntun og starfsferil og þar skal koma fram
yfirlýsing um að framangreind skilyrði séu uppfyllt.
Jafnframt skal þar koma fram frá hvaða tíma um-
sækjandi geti tekið við embættinu. Umsókn skal
fylgja staðfest endurrit af leyfisbréfi umsækjanda
sem hæstaréttarlögmaður.
Um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt ákvörðun
kjararáðs, sbr. lög nr. 47/2006, um kjararáð.
Umsóknir skulu hafa borist forsætisráðuneytinu,
Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, 150 Reykjavík,
eigi síðar en 5. september nk.
Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Arnljótsdóttir,
ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.
Í forsætisráðuneytinu, 18. ágúst 2011.