Fréttablaðið - 20.08.2011, Side 65

Fréttablaðið - 20.08.2011, Side 65
LAUGARDAGUR 20. ágúst 2011 19 Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Samráðs og kynningarferli. Iðnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti auglýsa hér með í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun, sbr. 3. mgr. 10. gr. sömu laga, tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Jafnframt er auglýst umhverfismat á tillögunni í samræmi við 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 þar sem gerð er grein fyrir áhrifum áætlunarinnar á umhverfið. Þingsályktunartillagan er unnin í samræmi við 3. gr. laga nr. 48/2011. Markmið verndar- og orkunýtingaráætlunar er að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Þingsályktunartillöguna ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgiskjölum, má nálgast á heimasíðu rammaáætlunar, www.rammaaaetlun.is. Allir sem hagsmuna eiga að gæta og aðrir sem áhuga hafa, eru hvattir til að kynna sér þingsályktunartillöguna og umhverfisskýrsluna og senda athugasemdir og ábendingar. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út á miðnætti föstudaginn 11. nóvember, 2011. Óskað er eftir því að athugasemdum verði skilað á rafrænu formi á heimasíðu rammaáætlunar, rammaaaetlun.is, eða í pósti til iðnaðarráðuneytis, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, með nafni, kennitölu og heimilisfangi viðkomandi. Að loknu samráðs og kynningarferli gengur iðnaðar- ráðherra í samráði og samvinnu við umhverfisráðherra frá endanlegri tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða og leggur fram á Alþingi. Nánari upplýsingar um samráðs- og kynningarferlið er að finna á heimasíðu rammaáætlunar, www.rammaaaetlun.is. Iðnaðarráðuneytið og umhverfisráðuneytið Iðnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti Úttektir á starfsemi leik-, grunn- og framhaldsskóla Mennta- og menningarmálamálaráðuneyti auglýsir hér með eftir aðilum til að taka að sér verkefni á sviði úttekta á starfsemi leik-, grunn- og/eða framhaldsskóla á haustmisseri 2011 og skal verkefnið innt af hendi á tímabilinu október til desember. Um er að ræða stofnanaúttektir á þremur skólum á hverju skólastigi. Úttektirnar eru gerðar í samræmi við ákvæði 20. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla, 38. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla og 42. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla, sjá www.menntamalaraduneyti. is/log-og-reglugerdir/ Sækja má um allar úttektirnar á hverju skólastigi eða hluta þeirra. Gert er ráð fyrir að úttekt í hverjum skóla sé í höndum tveggja manna teymis. Mikilvægt er að a.m.k. einn einstaklingur í teyminu hafi nokkurra ára reynslu af kennslu á viðkomandi skólastigi en má þó ekki vera starfandi í skóla á skólaárinu 2011-2012. Saman skal teymið hafa menntun og reynslu á sviði úttekta og skólastarfs á viðkomandi skólastigi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast ráðuneytinu fyrir 8. september 2011. Nánari upplýsingar gefa Margrét Harðardóttir og Védís Grönvold á mats- og geiningarsviði ráðuneytisins. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 17. ágúst 2011. menntamálaráðuneyti.is Styrkir til atvinnuleikhópa 2012 Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 2012 til starfsemi atvinnuleikhópa er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu á fjárlögum. Umsóknir geta miðast við einstök verkefni eða samfellt starf til lengri tíma, sbr. 16. gr. leiklistarlaga nr. 138/1998, og verður afstaða tekin til skiptingar fjárins eftir eðli umsóknanna og eftir því sem fé á fjárlögum 2012 í þessu skyni kann að segja til um. Umsóknir skulu berast til mennta- og menningar- málaráðuneytis, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 mánudaginn 3. október 2011, á eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin og úthlutunarreglur er einnig að finna á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is. Umsóknarfrestur er til 3. október 2011 kl. 16:00. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 19. ágúst 2011. menntamálaráðuneyti.is Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is ÚTBOÐ ÚTBOÐ Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að rammasamningakerfi ríkisins á hverjum tíma, standa fyrir þessu útboði á ráðgjöf í upplýsingatækni. Margskonar sérfræðingar koma til greina svo sem tölvunarfræðingar, hugbúnaðarsérfræðingar, forritarar, stærðfræðingar og fleiri. Kaupendur hjá hinu opinbera þ.e. ríki og sveitarfélög eru að leita að sérfræðingum sem eru þekktir fyrir að uppfylla kröfur útboðsins, til dæmis á eftirfarandi sviðum: • Hugbúnaðargerð • Stefnumótun og þróun í upplýsingatækni • Verkefnastjórnun • Þarfagreining • Ferlagreining • Þjálfun í stjórnun UT mála • Liðsauki, þjálfun og stuðningur • Rafræn viðskipti • Ráðgjöf í útvistun • Skjala og þekkingarstjórnun • Þjónusta við opinn hugbúnað Gert er ráð fyrir því að samið verði við fleiri en einn aðila um viðskipti þessi. Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru rafræn og aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is eigi síðar en 24. ágúst. Opnunartími tilboða er 4. október kl.11:00 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. 15107 – Ráðgjöf í upplýsingatækni og ýmis önnur sérfræðiráðgjöf á því sviði RAMMASAMNINGUR MEÐ ÖRÚTBOÐUM sími: 511 1144 Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.