Fréttablaðið - 20.08.2011, Qupperneq 80
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR40
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir
má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
GUÐRÚN LÁRUSDÓTTIR rithöfundur og alþingismaður (1880-1938) lést þennan dag af slysförum.
„Í skólunum er börnunum nú kennt hreint og beint virðingarleysi fyrir trú og kristindómi
og öllu því, sem mannkyninu á að vera heilagast.“
Merkisatburðir
1898 Á Þingvöllum er vígt veitinga- og gistihúsið Valhöll og
dregur það nafn af búð Snorra Sturlusonar.
1906 Grettisbeltið veitt á Akureyri í fyrsta sinn fyrir sigur í glímu.
1933 Fyrstu ferðalangar sem aka á bíl yfir Sprengisand koma að
Mýri í Bárðardal eftir fimm daga leiðangur úr Landsveit.
1944 Reykjavíkurborg tekur við rekstri Strætisvagna Reykjavíkur
hf.
1968 Vorið í Prag er brotið á bak aftur af 200.000 hermönnum
og 5.000 skriðdrekum frá Varsjárbandalaginu.
1975 Ólafía Aðalsteinsdóttir klífur Mont Blanc (Hvítafjall) fyrst
íslenskra kvenna.
1982 Á þriðja hundrað marsvína koma að landi við Rif á Snæ-
fellsnesi og eru langflest þeirra rekin á haf út.
Það er hádegishlé hjá séra Pálma
Matthíassyni í Bústaðakirkju. Væntan-
leg fermingarbörn búin að fá þriggja
stunda uppfræðslu, fram undan er
kistulagning og jarðarför. „Svona eru
dagarnir,“ segir hann yfirvegaður og
tekur vel í að líta örsnöggt yfir farinn
veg í tilefni sextugsafmælisins á morg-
un. Fyrst er hann spurður um ástæðu
þess að hann varð prestur og valdi sér
svona daga. „Ég hafði alltaf áhuga á
trúmálum, kirkjustarfi og að vinna
með fólki. Þótt ég horfði í aðrar áttir
um tíma blundaði sú þrá í mér að verða
prestur og mér fannst ég svíkja sjálfan
mig ef ég léti hana ekki rætast.“
Á tímabili datt Pálma í hug að leggja
fyrir sig tannlækningar en var tjáð að
það gengi ekki því hann væri örvhentur.
„Tannlæknirinn var lítil bóla en ég var
búinn að fá skólavist í Sviss og hugð-
ist læra rekstur á hótelum og veitinga-
húsum. Þar á undan var draumurinn að
verða skipstjóri. Ég átti afa og pabba á
sjó og var ekki hár í loftinu þegar ég
fór fyrst á flot með þeim. Var aldrei
sjóveikur sem strákur en fann fyrst
fyrir því þegar ég var orðinn fulltíða.
Þá var ég í rækjutúr á Aðalbjörginni frá
Hvammstanga, orðinn klerkur á staðn-
um en fannst gott að breyta til og blása
svolítið úti á sjó. Það hef ég gert af og til
fram á þennan dag með vinum mínum
á Aðalbjörginni, fyrst þeirri gömlu og
síðar þeim nýrri.“
Séra Pálmi er fæddur og uppalinn á
Akureyri. Var í lögreglunni í nokkur
ár en byrjaði prestskapinn á Hvamms-
tanga og sinnti fjórum kirkjum á svæð-
inu, á Melstað, Staðarbakka, Efri-Núpi
og Hvammstanga. „Við prestarnir
leystum hver annan af og einu sinni
voru þrír í veikindaleyfi í einu. Þá var
ég með Tjarnarprestakall, Melstaðar-
prestakall, Prestbakkaprestakall og
Hólmavíkurprestakall og mikill tími fór
í akstur. Ég var fimm góð ár á Hvamms-
tanga ásamt fjölskyldunni og fékk að
taka þátt í öllu sem gerðist. Í fámenni
skiptir hver hlekkur miklu máli. Svo
hefur lífið kennt mér að maður þarf að
læra að skrifa sorgir sínar í vatnið en
höggva gleði sína í stein.“
Frá Hvammstanga lá leið séra Pálma
til heimabæjarins Akureyrar, í Glerár-
prestakall. „Þar áttum við yndislegan
tíma en svo var ég kallaður til Bústaða-
prestakalls og það var ekki auðvelt að
taka ákvörðun um að sinna því. Það
reyndist þó vera gæfuspor. Við komum
hingað 1989. Dóttir okkar hjóna var í
síðasta árganginum sem ég fermdi á
Akureyri. Hún var fyrst algerlega á
móti því að flytja suður en eftir tvo
daga í Réttarholtsskóla var hún dottin
inn í félagslífið og eignaðist frábæra
vini.“
Í dag, laugardag, eru giftingar hjá
séra Pálma en í kvöld ætlar hann að
bregða sér til Akureyrar á fund gam-
alla skólafélaga. „Það verður ball með
hljómsveitinni okkar, Bravóbítlunum, í
Sjallanum,“ segir hann glaðlega. „Síðan
flýg ég suður í fyrramálið beint í tón-
listarmessu sem samstarfsfólk mitt
hér í kirkjunni ætlar að halda mér til
gleði og ánægju og eftir hana ætla ég
að vera með nánustu vinum, fjölskyldu
og samstarfsfólki þannig að þetta verð-
ur gaman.“
gun@frettabladid.is
PÁLMI MATTHÍASSON PRESTUR Í BÚSTAÐAKIRKJU: ER SEXTUGUR Á MORGUN
Skrifar sorgir sínar í vatnið
en heggur gleði sína í stein
AFMÆLISBARN MEÐ VÆNTANLEGUM FERMINGARBÖRNUM „Þótt ég horfði í aðrar áttir um
tíma blundaði sú þrá í mér að verða prestur og mér fannst ég svíkja sjálfan mig ef ég léti hana
ekki rætast.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Halldóra Filippusdóttir flugfreyja kleif Eldey þennan dag árið 1982, fyrst kvenna
og er sú eina hingað til. Hún var í átján manna leiðangri Eyjamanna undir
stjórn manns hennar, Árna Johnsen, sem fór til Eldeyjar til að gera heimildar-
mynd og blaðagreinar um eina stærstu súlubyggð í heimi. Eyjan er þverhnípt,
um sjötíu metra há og talið er að þar búi nær tuttugu þúsund súlupör.
Engin bönd voru að sögn Halldóru til að styðjast við. Leiðangursmenn höfðu
með sér stiga sem reistir voru þráðbeint upp bergið en Eldey er móbergs-
stapi, laus í sér og uppganga á hana ekki fyrir lofthrædda. Þá er eyjan öll þakin
fugladriti og Halldóra minnist þess að fuglinn hafi verið svo gæfur að hægt hafi
verið að klappa honum. „Svo björguðum við mörgum því súlurnar draga mikið
af drasli í hreiðrin og voru margar fastar í alls konar netadræsum.“
ÞETTA GERÐIST: 20. ÁGÚST 1982
Fyrsta konan kleif Eldey
MYND/RAX
Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur vináttu og hluttekningu með
blómum, samúðarkortum og kærleik
við andlát og útför
Ólafs Donalds
Helgasonar
og vottuðu minningu hans virðingu.
Bálför hefur farið fram.
Hulda Ólafsdóttir
Svanhildur Ólafsdóttir
Dagmar Ólafsdóttir
Ólafur Helgi Ólafsson
Ingibjörg Jóna Helgadóttir Jón Óli Ólafsson
Reynir Ingi Helgason Sigurlaug Rögnvaldsdóttir
Sigrún Helgadóttir Ingibergur Ingibergsson
Helgi Helgason Hólmfríður Eggertsdóttir
og fjölskyldur
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
Róberts Dan Jenssonar
frv. forstöðumanns Sjómælinga
Íslands, Lækjargötu 26, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs og
Drafnarhúss í Hafnarfirði.
Kristbjörg Stefánsdóttir
Björg Dan Róbertsdóttir Oddur Kr. Finnbjarnarson
Sigrún Dan Róbertsdóttir Árni Dan Einarsson
Andri Dan Róbertsson Sigrún Eva Ármannsdóttir
Edda Dan Róbertsdóttir Kristján Jónas Svavarsson
barnabörn og barnabarnabarn
Dóttir mín, systir og mágkona,
Áslaug Guðjónsdóttir
lést á líknardeild LSH í Kópavogi mánudaginn
15. águst.
Guðrún Stefánsdóttir
Jóhann G. Guðjónsson Ingibjörg Einarsdóttir
Gunnar Guðjónsson
Stefán S. Guðjónsson Helga Ottósdóttir
Guðjón Hólm Guðjónsson
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Ólöf I.P. Benediktsdóttir
Rjúpufelli 44, Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans föstudaginn
12. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju
mánudaginn 22. ágúst kl. 15.00.
Höskuldur Jónsson
Guðlaugur Hermannsson
Aldís Höskuldsdóttir
Benedikt Höskuldsson
Ingibjörg Höskuldsdóttir
Páll Höskuldsson
Svava Höskuldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Ingibjörg Sigurðardóttir
frá Vík í Mýrdal,
Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut
föstudaginn 12. ágúst. Útförin fer fram frá
Háteigskirkju mánudaginn 22. ágúst kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hinar látnu er bent á Hjartaheill.
Sigurður Þór Magnússon Auður Marinósdóttir
Valgerður Ása Magnúsdóttir Gylfi Hallgrímsson
Ingunn Birna Magnúsdóttir Þórður Sigurðsson
Ásmundur Smári Magnússon Dagbjört Steingrímsdóttir
og fjölskyldur.