Fréttablaðið - 20.08.2011, Síða 91
LAUGARDAGUR 20. ágúst 2011 51
UR
EIKÁRI
„Heilt á litið sýnist mér það vera
nokkuð spennandi,“ segir Salka
Guðmundsdóttir, leikhúsrýnir Víðsjár
á Rás eitt, spurð um leikárið fram
undan hjá Borgarleikhúsinu og
Þjóðleikhúsinu.
„Ég er mjög spennt fyrir Svörtum
hundi prestsins eftir Auði Övu. Eins
er ég mikill aðdáandi Harold Pinter
og hlakka til að sjá Afmælisveisluna,
auk þess sem ég er forvitin að sjá
hvernig heppnast að laga Fanný og
Alexander að sviðinu. Af barnasýn-
ingum líst mér einna best á Litla
skrímslið og stóra skrímslið.“
Sölku líst ágætlega á þau
erlendu verk sem verða færð upp á
fjalirnar í ár en slær þann varnagla
að stundum sé ekki hugað nógu
vandlega að vali erlendra verka í
íslenskum leikhúsum.
„Verk sem slá í gegn í útlöndum
gera það oft vegna þess að þar eru
þau í ákveðnu samhengi, sem er ef
til vill ekki til staðar hér á landi eða
heimfærist illa. Mér finnst stundum
hafi gleymst að hugsa út í hvort og
þá hvaða erindi tiltekin verk hafa
við íslenska áhorfendur áður en þau
eru sett upp. En þetta er forvitnileg
blanda af erlendum verkum í ár, ég
er til að mynda spennt fyrir Gyllta
drekanum.“
Nokkur verk byggð á skáldsögum
verða sett upp í ár. Salka segir það
geta brugðið til beggja vona.
„Oft heppnast
það mjög vel,
eins og Fólkið í
kjallaranum er
gott dæmi um.
En það getur
auðvitað farið
á hinn veginn.
Góð bók er ekki
trygging fyrir
góðri sýningu.“
Í því sam-
hengi bætir
Salka við að sér þyki miður að ekki
séu fleiri algjörlega frumsamin
íslensk leikrit á fjölunum í ár.
„Leikritaritun er afar mikilvægur
hluti af leikhúsmenningunni, sem
verður að hlúa að og rækta. Stóru
leikhúsin eru í bestri aðstöðu til
þess en því miður finnst mér þau
vera að bregðast að þessu leyti,
sem er því miður gömul saga og
ný.“
Eins saknar hún nýrra andlita í
hópi leikstjóra.
„Þetta er auðvitað allt reynt og
gott fólk en stóru leikhúsin verða
líka að huga að uppbyggingarstarfi.
Það er enginn að biðja um að
ungur og óreyndur leikstjóri leikstýri
jólasýningu á stóra sviðinu en það
þarf hins vegar að vera vettvangur
innan leikhússins þar sem ungir
listamenn geta spreytt sig og fengið
tækifæri til að þroskast.“
SALKA
GUÐMUNDSDÓTTIR
SPENNANDI VERK EN UPPBYGGINGARSTARF SKORTIR
landaráðs í fyrra fyrir samnefnda
skáldsögu, en verkið var upphaf-
lega samið fyrir svið. Hreins-
un verður frumsýnd í október og
markar endurkomu Margrétar
Helgu Jóhannsdóttur í Þjóðleik-
húsið eftir nokkurra ára, farsæla
dvöl hjá Borgarleikhúsinu.
Í sama mánuði frumsýnir
Borgar leikhúsið Gyllta drek-
ann, gamanleik eftir Þjóðverjann
Roland Schimmelpfennig, sem sló í
gegn í heimalandinu í fyrra. Verk-
ið gerist á asískum veitingastað
einhvers staðar í Evrópu og segir
frá raunum fimm starfsmanna,
auk gesta. Fimm leikarar fara með
fimmtán hlutverk. Í janúar verður
verkið Eldhaf eftir líbansk-franska
leikskáldið Wajdi Mouawad frum-
sýnt í Borgarleikhúsinu. Þetta er
dramatískt verk um tvíbura sem
komast að hræðilegu leyndarmáli
úr fortíð móður þeirra, þegar hún
fellur frá. Unnur Ösp Stefánsdóttir
fylgir eftir magnaðri frammistöðu
sinni í Elsku barni frá því í fyrra.
Reynslumiklir leikstjórar
Bæði leikhúsin veðja á reynslu-
mikla leikstjóra í vetur. Þórhildur
Þorleifsdóttir, Kristín Jóhannes-
dóttir, Baltasar Kormákur, Guð-
jón Pedersen, Kjartan Ragnars-
son, Stefán Jónsson og Selma
Björnsdóttir ljá Þjóðleikhúsinu
krafta sína í vetur. Í Borgarleik-
húsinu er sömu sögu að segja;
helstu leikstjórar þar í vetur eru
Stefán Baldurs son, Hilmir Snær,
Bergur Þór Ingólfsson, Jón Páll
Eyjólfsson, Kristín Eysteinsdóttir
og Benedikt Erlingsson.
bergsteinn@frettabladid.is
SVARTUR HUNDUR PRESTSINS Þjóðleikhúsið
frumsýnir fyrsta leikrit Auðar Övu Ólafsdóttur
nú í haust. Kristbjörg Kjeld fer með aðal-
hlutverkið en Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir.
Hjá VITA getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni um
10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum. Auk þess eru
veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar keyptar ferðir í
leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú stöðugt fleiri
tækifæri til þess að njóta lífsins.
Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur
VITA er
VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 |
Taktu þátt í Reykjavíkurmaraþoni og njóttu
Lukkulífs VITA í Tyrklandi
27. ágúst
27. ágúst í 10 nætur
Verð frá 99.500 kr.*
og 15.000 Vildarpunktar
á mann m.v. 2 fullorðna og eitt barn (2-11 ára)
í herbergi með hálfu fæði.
Innifalið: Flug, gisting með hálfu fæði,
flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.
Verð á mann m.v. 2 í tvíbýli 109.500 kr.**
og 15.000 Vildarpunktar
*Verð án Vildarpunkta m.v. 2+1 109.500 kr.
** Verð án Vildarpunkta m.v. 2 119.500 kr.
TYRKLAND
Vinsælasti sólarstaðurinn í Tyrklandi
Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is
Maraþon Lukkulíf VITA
VITA er stoltur styrktaraðili Reykja-
víkurmaraþons og í tilefni dagsins fá
allir þátttakendur hlaupsins allt að
10.000 kr. afslátt af Lukkulíf VITA.
Takmarkað sætaframboð.
Lukkulíf VITA gerir þér kleift að velja
áfangastað og brottfarardag en upplýsingar
um gististað berast þér síðar. Suðurlandsbraut 2
Hilton Reykjavik Nordica
ÍS
L
E
N
SK
A
S
IA
.I
S
V
IT
5
60
24
0
8/
11