Fréttablaðið - 20.08.2011, Page 102

Fréttablaðið - 20.08.2011, Page 102
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR62 sport@frettabladid.is BIRKIR BJARNASON varð fyrir því óláni að stýra knettinum í eigið mark þegar að lið hans, Viking, tapaði fyrir Odd Grenland, 4-2, í norsku úrvalsdeildinni í gær. Hann átti stóran þátt í síðara marki sinna manna en skot hans breytti um stefnu á liðsfélaga sem fékk markið skráð á sig. Hlynur Bæringsson körfuboltamaður FÓTBOLTI Valur á titil að verja en liðið bar sigurorð af Stjörnunni í úrslitaleiknum í fyrra. Flestir eru sammála um að Valsliðið sé það best mannaða á Íslandi enda gerði liðið markmið sín opinber snemma í sumar. Liðið ætlaði að vinna báða titlana sem í boði voru en nú virð- ist Íslandsmeistaratitillinn runn- inn því úr greipum. „Þetta er önnur keppni. Við ætlum okkur að sjálfsögðu að vinna hana og við þurfum að klára okkar. Það er ekki bara um fyrsta sætið að keppa því Evrópusæti er líka í húfi. Við klárum allt með hógværð og gerum okkur grein fyrir því að það gerist ekkert af sjálfu sér,“ segir Gunnar Borg- þórsson, þjálfari Vals. Pála Marie Einarsdóttir, varnar- maður Vals, er sammála. „Já, hinn er nánast kominn í Garðabæinn en þessi er ennþá í Reykjavík og við ætlum að skella honum á Hlíðar- enda, þar sem hann á að vera.“ Reynslan mætir reynsluleysinu Valur hefur oftast allra liða orðið bikarmeistari í kvennaflokki, alls ellefu sinnum. Flestir leikmenn liðsins hafa spilað áður í úrslitum og nokkrir eru hoknir af reynslu. Embla Grétarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir leika til að mynda í úrslitum í áttunda skipti. „Ég tel að það hjálpi hópnum. Sérstaklega af því að við erum með mjög blandaðan hóp. Margar ungar stelpur sem hafa ekki tekið þátt í þessu og hins vegar stelp- ur sem hafa spilað þessa leiki og kunna það. Vikan og undirbúning- urinn er auðveldari fyrir vikið,“ segir Gunnar þjálfari Vals. KR-liðið er töluvert reynslu- minna en Valsliðið. Nokkrir leik- menn liðsins hafa spilað úrslita- leiki sem þennan en aðrir munu spila sinn fyrsta leik á þjóðarleik- vangnum. „Það er smá stress en ég er líka mjög spennt. Ég hef aldrei spilað áður á Laugardalsvelli þannig að þetta er stór stund,“ segir Berglind Bjarnadóttir miðjumaður KR. Liðin í ólíkum málum í deildinni Staða liðanna á Íslandsmótinu er gjörólík. Valskonur eru í öðru sæti og hafa aðeins tapað tveimur leikj- um í sumar. Sigrar KR eru jafn- margir og liðið í bullandi fallbar- áttu. Liðin mættust á Valsvelli í áttundu umferð Pepsi-deildar og þar vann Valur öruggan 3-1 sigur. Þá hefur Valur skorað tæplega þrisvar sinnum fleiri mörk en KR- liðið í deildinni en KR-ingar hafa verið í vandræðum sóknarlega. Liðið hefur aðeins skorað mark að meðaltali í leik í deildinni. Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari KR, segir leikinn stóra stund fyrir sína leikmenn. „Við lítum á það sem algjör- an bónus að vera hérna. Það er engin pressa á okkur. Það setja allir sinn pening á Valsliðið þann- ig að við höfum engu að tapa. Við eigum bara von um góða skemmt- un og góða stund. Það er það sem við ætlum að gera númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Björgvin Karl. Hann segir Valsliðið gríðarlega sterkt, best mannaða kvennalið á Íslandi í langan tíma að hans mati. Það hafi þó sýnt sig að það geti tapað leikjum. „Þær eru búnar að tapa tveimur leikjum í sumar þannig að þær eru kannski ekki óvinnandi vígi. En þetta er gríðarlega sterkt lið sem er enn í smá baráttu við Stjörn- una um titilinn. Þetta verður afar erfitt,“ segir Björgvin. Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrir- liði KR, þekkir vel til í herbúðum Vals en hún er uppalin hjá Hlíðar- endastelpum. Hún segir ekki laust við að hún sé meira gíruð í leikinn vegna þess að mótherjinn er Valur. „Já, jafnvel. Mér finnst alltaf voðalega gaman að spila á móti Val og ekki verra að vinna þær. Ég spilaði náttúrulega fyrir Val á sínum tíma og þótt það sé orðið svolítið langt síðan það var er alltaf gaman að vinna sína gömlu félaga,“ segir Lilja. Flautað verður til leiks á Laugardalsvelli í dag klukkan 16. kolbeinntd@365.is Erkifjendurnir berjast um bikarinn Reykjavíkurliðin KR og Valur mætast í úrslitaleik Valitor-bikars kvenna á Laugardalsvelli í dag. Flestir reikna með sigri Valskvenna, enda liðið með sterkari leikmenn og reyndara en ungt lið KR. BROSANDI MEÐ BIKARINN Það fór vel á með fyrirliðunum Lilju Dögg Valþórsdóttur úr KR og Málfríði Ernu Sigurðardóttur úr Val í vikunni. Aðeins önnur þeirra fær að handleika bikarinn að loknum leiknum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Valur og KR hafa þrívegis áður mæst í úrslitaleik bikarsins. Valur hefur unnið einu sinni og KR tvisvar. Liðin mættust síðast í úrslitum árið 2008 þegar KR vann stórsigur 4-0. Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Vals, spilaði í svörtum og hvítum búningi KR í leiknum og skoraði þrennu. „Ég gleymi ekkert afmælisdeginum mínum 2008. Fyrir leikinn héldu flestir að Valur myndi taka þetta. Það var alltaf mikill rígur milli félaganna. Bæði lið voru sterk en Valsliðið var sterkara á pappírnum. Það skiptir ekki máli þegar komið er út í svona leik. Þetta er bara 50/50 leikur og dagsformið ræður þessu. Þetta er bara einn leikur og að duga eða drepast.“ Hólmfríður segir það vafalítið verða skrýtið að spila gegn sínu gamla liði en einnig skemmtilegt. „KR-liðið í dag er mjög breytt og ég held að ég hafi æft með tveimur stelpum úr öllum leikmannahópi liðsins í dag. Ég þekki því mjög lítið til KR-liðsins. Þetta er eigin- lega algjörlega nýtt lið.“ Þrenna Hólmfríðar í úrslitaleiknum 2008 Mánudagur, 22. ágúst KR - Stjarnan kl.18.00 KR-völlur Grindavík - Víkingur R. kl.18.00 Grindavíkurvöllur Fylkir - Breiðablik kl.18.00 Fylkisvöllur Fram - Valur kl.19.15 Laugardalsvöllur Sunnudagurinn 21. ágúst ÍBV - Keflavík kl.16.00 Hásteinsvöllur FH - Þór kl.17.00 Kaplakrikavöllur We are creatures of habit, we are what we repeatedly do, excellence therefore, is not an act, but a habit. (Við erum vanafastar verur. Við erum það sem við gerum, aftur og aftur. Að skara fram úr er því ekki athöfn, heldur ávani.) Þetta sagði gríski heimspekingurinn Aristóteles fyrir meira en 2000 árum, þessa línu heyri ég nánast daglega frá þjálfaranum mínum. Því meira sem ég spái í þessi orð því meira finnst mér til þeirra koma. Boðskapurinn er sá að mann- skepnan kemur sér alltaf upp ávönum, bæði góðum og slæmum, það er auðvelt að mynda vítahring en erfiðara að losna úr honum, það þekkja allir. Góðir ávanar koma ekki af sjálfum sér, það krefst vinnu og aga. Ef það tekst þá er eftirleikurinn auðveldari, velgengni er yfirleitt afleiðing þess að fólk hefur vanið sig á að breyta rétt. Það á við um alla flóruna, vinnu, skóla, tónlist, íþróttir og bara daglegt líf. Ég vildi óska þess að ég hefði gefið þessu gaum fyrr á ferlinum. Þá væri ég vafalaust mun betri en ég er í dag. Því flest af því sem mannskepnan gerir er það sem hún hefur vanið sig á. Það að stunda lyftingar af krafti og vinna í sjálfum sér almennt er gott dæmi um góða ávana sem er erfitt að venja sig á en verður svo ómissandi hluti af deginum þegar það tekst. Ég er satt best að segja alltaf að berjast við að gera rétt, er að skána en ansi margt sem má laga. Mörgum af hæfileikaríkustu íþróttamönnum sögunnar hefur mistekist að verða besta útgáfan af sjálfum sér því lífsstíll þeirra hefur verið yfirfullur af slæmum ávönum. Ungir íþróttamenn og þjálfarar þeirra ættu því að huga snemma að því að koma sér upp góðum ávönum, því eins og Aristóteles sagði þá er það að verða mjög góður í einhverju (excellence) ekki eitt- hvað sem bara gerist, heldur ávöxtur góðra ávana. Þetta er mín uppáhaldstilvitnun, ég ætla að enda pistilinn á orðum sem mér finnst eiga vel við í fram- haldi af henni. Sow a thought, and you reap an act, sow an act, and you reap a habit, sow a habit, and you reap a character, sow a character, and you reap a destiny. (Af hugsun er athöfn komin. Af athöfn er ávani kominn. Af ávana er persónuleiki kominn. Af persónu- leika eru örlög komin.) Góðir og slæmir ávanar HANDBOLTI Tilkynnt verður um ráðningu Patreks Jóhannessonar sem landsliðsþjálfara Austurríkis á mánudaginn kemur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Munn- legt samkomulag er í höfn um tveggja ára samning. Patrekur þjálfaði síðast lið TV Emsdetten í þýsku B-deildini en fluttist aftur til Íslands með fjöl- skyldu sinni í vor. Hann mun væntanlega áfram búa á Íslandi en sinna þjálfun austurríska landsliðsins í hlutastarfi. Stutt er síðan Dagur Sigurðs- son var þjálfari Austurríkis, en hann náði frábærum árangri með liðið. Eftirmaður hans, Svíinn Magnus Andersson, náði ekki að fylgja því eftir og hafa nú for- ráðamenn austurríska handknatt- leikssambandsins ákveðið að leita aftur til Íslendings. - esá Patrekur Jóhannesson: Næsti þjálfari Austurríkis PATREKUR Náði fínum árangri með TV Emsdetten á síðustu leiktíð. MYND/BERND OBERHEIM 1. deild karla KA - Selfoss 1-2 0-1 Arilíus Marteinsson, 0-2 Viðar Kjartansson, 1-2 Davíð Rúnar Bjarnason. Þróttur - Víkingur Ó. 0-4 0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (17.), 0-2 Artjoms Goncars (19.), 0-3 Þorsteinn Már Ragnarsson (83.), 0-4 Artjoms Goncars (90.). Leiknir - ÍR 1-2 0-1 Haukur Ólafsson (15.), 0-2 Halldór Arnarsson (42.), 1-2 Vigfús ARnar Jósepsson (63.). ÍA - Haukar 0-2 0-1 Alieu Jagne (75.), 0-2 Hilmar Rafn Emilsson (82.). STAÐAN ÍA 18 14 2 2 44-11 44 Selfoss 18 11 2 5 33-16 35 Haukar 18 8 5 5 23-17 29 Víkingur Ó. 18 8 4 6 28-20 28 BÍ/Bolungarv. 17 8 4 5 22-25 28 Þróttur 18 8 2 8 22-35 26 Fjölnir 16 6 6 4 24-25 24 KA 17 6 2 9 22-29 20 Grótta 17 4 7 6 14-20 19 ÍR 18 5 4 9 22-32 19 Leiknir 18 3 4 11 23-27 13 HK 17 0 6 11 14-34 6 ÚRSLIT
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.