Fréttablaðið - 20.08.2011, Side 104

Fréttablaðið - 20.08.2011, Side 104
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR64 FÓTBOLTI FH-ingar eru ekki búnir að segja sitt síðasta í Pepsi-deild- inni í sumar þrátt fyrir að allir hafi verið búnir að afskrifa þá fyrir fjórum vikum. Fjórir sigrar í röð hafa skilað þeim inn í topp- slaginn á ný þótt KR-ingar séu enn langt á undan þeim. Fyrirliðinn Matthías Vilhjálms- son átti flottan leik á móti Víking- um í 15. umferðinni og sá til þess ásamt félögum sínum að FH-liðið fann ekki mikið fyrir því að spila manni færri í 55 mínútur á leið sinni að 3-1 útisigri í Víkinni. Líður vel í framlínunni „Ég er búinn að vera fjóra leiki í framlínunni og við höfum unnið þá alla. Mér líður vel í framlín- unni, ég get ekki neitað því. Atli Viðar meiddist, það voru fleiri menn að ganga í gegnum meiðsli og svo fór Hannes náttúrulega til Rússlands. Heimir vissi að ég gæti spilað frammi og ég gerði það oft í vetur. Hann ákvað að prófa þetta,“ segir Matthías en hann talar líka um breytt leikskipulag hjá liðinu. „Við höfum breytt skipulaginu okkar aðeins, farið aftar á völlinn og reynt að vera þéttir til baka. Það hefur virkað mjög vel enn sem komið er. Menn fóru líka að gera þetta meira saman og margir leikmenn fóru að spila vel,“ segir Matthías. Hann segir að margir þættir komi inn í af hverju gekk ekki betur hjá liðinu framan af sumri. „Ef við lítum yfir leikina í fyrri umferð þá spiluðum við mjög erfiða leiki útileiki á móti topp- liðunum, Val, KR og ÍBV. Við erum búnir með alla þessa útileiki. Þá erum við líka í betra formi núna og skipulagið er betra,“ segir Matthías. Spýta í lófana „Það er fullt af leikmönnum í þessu FH-liði sem hafa gríðarlega reynslu og þekkja ekkert annað en að vinna. Þegar gengur illa spýta menn ennþá meira í lófana til þess að rétta skútuna við. Hver og einn leikmaður hefur tekið til í sjálfum sér og þá fóru allir að róa í sömu átt. Þá fór þetta að ganga betur. Við vissum það alveg að við urðum ekki lélegir á einni nóttu eða á einni viku. Það ganga öll lið í gegnum mótlæti einhvern tímann á sumri og þetta er alls ekki búið,“ segir Matthías. KR-ingar eru fimm stigum á undan FH-liðinu og eiga auk þess tvo leiki inni á þá. Íslandsmeistara- titilinn er því fjarlæg von fyrir Hafnarfjarðarliðið. „Við ætlum bara að ná Evrópu- sæti því það er það eina sem við getum gert núna ef að við vinnum rest. Þá væri öruggt að við mynd- um fá Evrópusæti en við þurfum að treysta á aðra til þess að geta unnið titilinn,“ segir Matthías. FH-liðið hefur sýnt styrk sinn í Kaplakrika, þar sem liðið hefur náð í 17 af 21 stigi í boði. Marka- tala liðsins í þessum sjö leikjum er 21-8, FH í hag. „Við höfum ekki tapað í Krik- anum ennþá og ætlum ekki að byrja á því. Það er okkar gryfja og við eigum eftir að fá öll topp- liðin í Krikann, ÍBV og KR,“ segir Matthías en hann hefur ekki mik- inn áhuga á því að ræða mögulega atvinnumennsku eftir þetta sumar. „Það fín var reynsla að fara til Colchester í vetur en það verður bara að koma í ljós hvað verður því ég er ekki að pæla í því lengur. Ég vil eiginlega ekkert vera að tala um hugsanlega atvinnumennsku. Ég ætla bara að klára þetta tíma- bil og ef það gerist þá gerist það. Það eru alltaf einhverjar þreifing- ar en það er tvennt ólíkt að það séu þreifingar og að lið komi með til- boð,“ segir Matthías. Ætlum ekki að taka létt á þeim FH-ingar fá næst Þórsara í heim- sókn á sunnudaginn og silfurliðið úr bikarnum er sýnd veiði en ekki gefin. „Mér finnst Þórsarar hafa komið hvað mest á óvart í sumar. Þeir komust í bikarúrslitaleikinn og eru síðan nokkuð fyrir ofan fallsæti. Mér finnst Palli hafa gert frábæra hluti með liðið og fengið það besta út úr mönnum. Þetta verður erfið- ur leikur því við vorum heppnir að ná stigi á móti þeim fyrir norðan í sumar þar sem við vorum einum fleiri í heilan hálfleik allavega. Við ætlum ekki að taka létt á þeim,“ segir Matthías og hann viðurkenn- ir að þessa dagana sé skemmtilegt að spila með FH-liðinu. „Það er allt annar andi í kringum félagið og þetta er miklu skemmti- legra. Við ætlum að halda því áfram. Þetta verður vonandi spenn- andi. Við ætlum að gera okkar og vonast til þess að úrslitin fari að falla með okkur.“ ooj@frettabladid.is Það ganga öll lið í gegnum mótlæti einhvern tímann á sumri og þetta er alls ekki búið. MATTHÍAS VILHJÁLMSSON LEIKMAÐUR OG FYRIRLIÐI FH Urðum ekki lélegir á einni nóttu Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, hefur fengið að spila í framlínunni í síðustu leikjum FH-inga. Árangur- inn hefur ekki látið á sér standa því FH-liðið hefur unnið fjóra leiki í röð með Matthías í fremstu víglínu. Matthías var besti leikmaðurinn í 15. umferð Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. ÁTTA MARKA MAÐUR Matthías Vilhjálmsson hefur skorað átta mörk í Pepsi-deildinni í sumar og hér fagnar hann einu þeirra. Hann vantar nú tvö mörk til þess að jafna sitt persónulega met þegar hann skoraði 10 mörk sumarið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FH-ingar lengi í gang í sumar alveg eins og í fyrra FH-ingar fóru fyrst almennilega í gang þegar fyrri umferðinni lauk og er þetta annað sumarið í röð sem FH-liðið hikstar framan af sumri en gefur síðan í um mitt sumar. FH í fyrri umferðinni 2010-2011: Leikir - Stig 22 - 34 Sigrar - Jafntefli - töp 9 - 7 - 6 Markatalan: 43-33 (1,9-1,5) Hlutfall stiga 51,5 prósent FH í seinni umferðinni 2010-2011: Leikir - stig 15 - 38 Sigrar - Jafntefli - töp 12 - 2 - 1 Markatalan (Meðalskor í leik): 36-17 (2,4-1,1) Hlutfall stiga 84,4 prósent Lið 15. umferðarinnar Hér fyrir neðan má sjá þá ellefu leikmenn sem sköruðu fram úr í 15. umferð Pepsi-deildar karla en stillt er upp í leikkerfinu 3-5-2. Úrvalslið 15. umferðarinnar: Óskar Pétursson Grindavík Jónas Tór Næs Valur Grétar Sigfinnur Sigurðarson KR Ólafur Örn Bjarnason Grindavík Ólafur Páll Snorrason FH Halldór Hermann Jónsson Fram Matthías Vilhjálmsson FH Halldór Orri Björnsson Stjarnan Ian Jeffs ÍBV Atli Guðnason FH Kolbeinn Kárason Valur FÓTBOLTI Arsenal tekur á móti Liverpool í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Félögin hafa háð marga dramatíska leiki í gegnum tíð- ina og er skemmst að minnast leiks liðanna á sama stað á síð- asta tímabili. Tvær vítaspyrnur voru dæmdar í viðbótartíma og sumir meina að klaufaskapur Emmanuels Eboue hafi gert endan lega út um framtíð hans í búningi Arsenal. Samir Nasri er í leikmannahópi Arsenal sem á í stökustu vand- ræðum með miðjuna hjá sér. Auk sölunnar á Fabregas er Tomas Rosicky meiddur og Alex Song í leikbanni. Miðja Liverpool er ekki síður brothætt enda nýju leikmenn liðsins enn að koma sér fyrir. Þá er Steven Gerrard enn frá vegna meiðsla. Mikið mun mæða á nýjum fyrir liða Arsenal, Robin van Persie, í sóknarleik Arsenal sem saknar Gervinho sem einnig er í banni eftir viðskipti sín við Joey Barton um síðustu helgi. Leikurinn er í beinni útsend- ingu á Stöð2 Sport2 og hefst klukkan 11.45. - ktd Stórleikur í enska boltanum: Arsenal tekur á móti Liverpool FJÖGUR MÖRK Arshavin skoraði fjögur í mögnuðu 4-4 jafntefli vorið 2009. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Umræða um leikaraskap í knattspyrn- unni koma upp með reglulegu milibili og er núverandi keppnistímabil í Pepsi-deild karla engin undantekning. Gylfi Þór Orrason, vara- formaður KSÍ og formaður dómaranefndar, segir vissulega um vandamál að ræða. „En þetta er vandamál sem er á heimsvísu,“ sagði hann. „Og sumir vilja að við eigum að taka öðruvísi á hlutunum hér en er gert úti í heimi. En þá fáum við alltaf spurningar um af hverju þetta megi ekki á Íslandi þegar leik- menn stóru félaganna út í heimi stunda þetta mikið. Ég tel að frumkvæðið að slíkum breyt- ingum verði að koma ofan frá – frá FIFA eða UEFA,“ sagði Gylfi. Hann segir að knattspyrnumenn taki meira mark á reglubreytingum ef þær komi úr alþjóð- lega umhverfinu. „Annars ná þær engri fót- festu,“ sagði Gylfi. „Sjálfur myndi ég fagna slíkum breyting- um. Það þarf að taka harðar á þessum svindl- urum. Þeir verða líka að átta sig á því að fyrst og fremst eru þeir að svíkja félaga sína – leik- menn annarra liða. Allir eru þetta jú knatt- spyrnumenn.“ Gylfi segir að leikaraskap eða uppgerð (e. simulation) megi setja í þrjá flokka. „Að falla án snertingar, að gera mikið úr lítilli snertingu og að vera upphafsmaður snert- ingarinnar. Það er að segja að leikmaður sem sækir sér brot með því að setja löpp- ina út og krækja í andstæðinginn. Allt eru þetta brot sem eiga að leiða til áminn- ingar,“ sagði Gylfi. Þegar leikmaður fellur til jarð- ar með tilheyrandi sársauka- látum segir Gylfi að dómar- ar séu vissulega tregir til að áminna slíka menn, sé grunur um uppgerð. „Þeir sjá mann sem er emjandi á jörðinni og eru miður sín út af þessu. Þeir velta því fyrir sér hvort þeir hafi misst af einhverju sem varð til þess að leikmaðurinn meiddist svo illa. En svo kemur kraftaverka- svampurinn, maðurinn stendur upp og dómarinn áttar sig á öllu saman. En þá er það of seint,“ sagði Gylfi. En hvað með að starfrækja aga- nefnd sem styðst við myndbands- upptökur til að takast á við slík tilvik? „Það yrði erfitt fyrir okkur enda flest- ir leikir teknir upp á eina myndavél – ekki 25 eins og á stærstu leikjunum úti í heimi. Oft er hægt að leiða líkur að því að viðkomandi hafi verið að svindla en það er líka erfitt að fullyrða það.“ Hann segir þó að dómarar myndu ekkert hafa á móti því að tekið yrði sérstaklega á málum sem þessum. „Við vilj- um þetta út úr leiknum eins og allir sannir knattspyrnu- áhugamenn. En frumkvæð- ið að svona breytingum verði að koma ofan frá - frá þess- um stóru og sterku.“ - esá Á Knattspyrnusamband Íslands að gera meira til að taka á leikaraskap í knattspyrnu? Breytingarnar verða að koma ofan frá GYLFI ÞÓR Vill að harðar verði tekið á svindlurum en segir að nýjar starfs- reglur verði að koma úr hinu alþjóð- FRJÁLSAR Ásdís Hjálmsdóttir hefur fengið leyfi frá læknum á vegum Frjálsíþróttasambands Íslands til að keppa á HM í Suður-Kóreu síðar í mánuðinum. Ásdís hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu en engu að síður tekið þátt í keppnum. Fram kemur í tilkynningu FRÍ að meiðslin muni ekki há henni, hvorki í undirbúningi eða keppn- inni sjálfri. Ásdís keppir í spjótkasti en Íslandsmet hennar er 61,37 m. Hún verður annar tveggja full- trúa Íslands á HM. Hinn er lang- stökkvarinn Kristinn Torfason, sem stökk 7,78 m fyrr á þessu ári. - esá HM í frjálsíþróttum: Ásdís fékk grænt ljós ÁSDÍS Mætir þeim bestu á HM í Suður- Kóreu. NORDIC PHOTOS/AFP
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.