Fréttablaðið - 08.09.2011, Síða 33
KYNNING − AUGLÝSING sushi8. SEPTEMBER 2011 FIMMTUDAGUR 3
„Þegar við kynntum sushi fyrst á Íslandi
árið 1998 voru margir sem grettu sig og þótti
þetta einum of framandi matur. Síðan hefur
mikið vatn runnið til sjávar og sala á sushi
eykst stöðugt í takt við heilsubyltinguna,“
segir Hilmar Sigurjónsson, framkvæmda-
stjóri Nings á Íslandi.
Sushi er í dag stór hluti af veitinga þjónustu
Nings, en fyrirtækið er stærsti sushi-fram-
leiðandi landsins. Nings framleiðir nýtt
sushi alla daga og selur á veitinga stöðum
sínum sem eru þrír í dag, á Suðurlands-
braut, í Hlíðar smára og á Stórhöfða. Auk þess
er framleitt sushi fyrir veisluþjónustu Nings
sem er ákaflega öflug og Nings sinnir einn-
ig framleiðslu á sushi fyrir önnur fyrir tæki.
„Veislubakkarnir frá okkur eru mjög vin-
sælir fyrir veislur, fundi, saumaklúbba eða
hvar sem fólk kemur saman,“ segir Hilm-
ar og bendir á að hægt sé að velja um þrjá-
tíu bita og fimmtíu bita bakka. „Fólk kippir
oft með sér veislubakka til að hafa sem for-
rétt eða jafnvel aðalrétt í matarboðum,“ upp-
lýsir Hilmar.
Segja má að Nings hafi oft verið
á undan sinni samtíð þegar kemur
að hollustu enda hefur hollusta matarins
frá upphafi verið eitt af aðalmarkmiðum
Nings. Strax í byrjun var ákveðið að sleppa
öllu msg í matnum en fáir vissu hvað það
var þegar Nings var stofnað fyrir tuttugu
árum. Einnig hafa frá upphafi verið not-
aðar olíur án transfitusýra.
„Á veit ingahúsum Nings er lögð
áhersla á að allt hráefni sé ferskt,“ segir
Hilmar ákveðið. Hann segir Nings hafa
boðið upp á ýmsar nýj-
ungar í sushi á Íslandi.
Til dæmis „brown rice sushi“ sem búið
er til úr heilum brúnum hrísgrjónum.
Þessa tegund er í dag hægt að sérpanta
en Hilmar telur að þessi gerð af sushi
verði vinsælli með tímanum. „Það er
stefna Nings að verða nú sem fyrr leið-
andi í sushi-gerð og -þróun,“ segir hann
og bendir á heimasíðuna www.nings.is
til nánari glöggvunar á matseðli og þjón-
ustu Nings.
Veislubakkar Nings eru vinsælir fyrir veislur, fundi, saumaklúbba eða hvar sem fólk kemur saman. Veitingastaðnum Nings var breytt á dögunum í tilefni tuttugu ára afmælis staðarins.
Á Nítjándu veitingastað leggjum við ofuráherslu á ferskt og gott hráefni í öllum okkar veitingum og því fáum
við fisksalann til okkar á hverjum degi með
eitthvað nýtt og spennandi í sushi-ið okkar“
segir Siggi Gísla, framkvæmdastjóri Veislu-
turnsins og Nítjándu veitingastaðar en stað-
urinn hefur skipað sér í raðir vinsælustu
veitingastaða landsins.
Úrvalið af sushi-bitum er afar fjölbreytt á
Nítjándu. „Það vegur afar þungt hjá okkur
að hafa nægt úrval en við erum til að mynda
alltaf með að lágmarki fjórar mismundi teg-
undir í hádeginu alla virka daga og missum
okkur svo alveg á kvöldin með endalausu
úrvali af maki-rúllum, nigiri og sashimi.
Sushi-áhugafólk getur þá fengið sér eins
mikið og það getur í sig látið af sushi og öllu
hinu en á okkar gómsæta kvöldverðarhlað-
borði má finna um fjörutíu rétti í það heila.
Það er líka rosa gaman að sjá hvað börnin
eru dugleg að smakka sushi hjá okkur og
sum hver alveg háma það í sig,“ segir Siggi
glaðlega.
Sushi-gerðarmenn Nítjándu sækja sér
þekkingu víða. „Þá hafa sushi-gerðarmeist-
arar frá hinum heimsfæga veitingastað
Zuma í London sótt okkur heim, segir Siggi.
„Þeir hafa miðlað reynslu sinni og þekkingu
og haldið námskeið fyrir okkar fólk.“
Þess má geta að hægt er að kaupa tilbúna
sushi-bakka á annarri hæð í Turninum en
þar er Nítjánda veitingastaðurinn með mjög
girnilegar „takeaway“-vörur í kæli. „Þær eru
á frábæru verði og við erum alltaf í leiðinni,“
segir hann glaðlega.
Ferskt hráefni er
grunnur að góðu sushi
Veitingastaðurinn Nítjánda í Turninum á Smáratorgi er meðal þeirra vinsælustu á landinu. Sushi skipar stóran
sess á matseðlinum enda Íslendingar sólgnir í hið japanska góðgæti.
Úrvalið af sushi-bitum er iðulega gott. MYND/VEISLUTURNINN NÍTJÁNDAXing Shi Li, sushi-gerðarmeistari Nítjándu, að störfum ásamt yfirmatreiðslumanni Veisluturnsins, Stefáni Inga. MYND/HAG
Stærsti sushi-
framleiðandi landsins
Veitingastaðurinn Nings var með þeim fyrstu sem kynntu sushi fyrir
Íslendingum og hefur frá árinu 1998 framleitt sushi í fullkominni
sushi-verksmiðju sem búin er fullkomnum japönskum sushi-tækjum og -róbotum.