Fréttablaðið - 13.09.2011, Side 23

Fréttablaðið - 13.09.2011, Side 23
ELDUNARTÆKI ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 Kynningarblað Ísskápar Innréttingar Borðbúnaður Eldavélar Háfar Bakaraofnar Fyrirtækið Einar Farestveit & Co. hf. er landsmönnum að góðu kunnugt fyrir vönduð heimilistæki. Fyrirtækið Einar Farestveit & Co. hf. hefur fyrir löngu skapað sér nafn hérlendis fyrir sölu á vönduðum eldunar- tækjum. Verslunarstjórinn Þrá- inn Bj. Farestveit er öllum hnút- um kunnugur um nýjungar þess. Þráinn upplýsir að hjá Einari Farestveit & Co. hf. séu fjögur vörumerki í öndvegi í eldunartækj- um. Nefnir hann fyrst til sögunn- ar Blomberg. „Óhætt er að segja að Blomberg sé stórtækt í öllu sem það tekur sér fyrir hendur, því það býður upp á breiða línu af ofnum, allt frá hálf- og upp í alsjálfvirka ofna, og ofna þar sem við erum að tala um allt að 65 lítra ofnrými en yfirleitt eru ofnar í kringum 53 lítra,“ bendir hann á og bætir við að Blomberg þekki flestir enda hefur merkið fyrir löngu náð fót- festu hérlendis. De Dietrich er að sögn Þráins stórt vörumerki frá Frakklandi sem hefur náð miklum vinsæld- um á Íslandi enda bjóði það upp á eina fullkomnustu ofna sem völ er á. „Sumir eru búnir alsjálfvirk- um hreinsi- og matreiðslu kerfum og sértækum tölvustillingum. Sem dæmi er hægt að stilla ofn sérstaklega á roastbeef og hann skilar kjötinu fullelduðu án þess að kokkurinn þurfi að grípa inn í eldamennskuna.“ Þá segir Þráinn De Dietrich framleiða smáofna sem eru ekki nema 2/3 af hefðbundinni stærð og eru nokkuð eftirsóttir. „Þar eru hagkvæmnissjónarmið höfð í fyrir- rúmi og gott dæmi um slíkt eru ofnar sem sameina eiginleika hefð- bundinna ofna og örbylgjuofna.“ Þráinn segir þó fáa standast bandaríska fyrirtækinu KitchenA- id snúning hvað glæsileika varðar í ofnum, helluborðum og háfum. „Allt sem frá því kemur er vand- að og flott og stálið sem er notað er sérstakt nanóstál, sem er kám- frítt.“ Einnig nefnir hann ítalska framleiðandann Candy sem fram- leiðir einfalda og vandaða ofna og helluborð. „Þeir eru búnir öllum nauðsynlegum eiginleikum, góðri blástursviftu, undir- og yfirhita og grilli.“ Loks lætur Þráinn þess getið að litlir og stórir ofnar, háfar, gas- hellu- og spansuðuhelluboð séu meðal þess sem bjóðist frá öllum framleiðendum, sem fyrirtækið er umboðsaðili fyrir. Sjón er sögu ríkari.“ Fjölbreytt tækjaflóra Einar Farestveit & Co. hf. leggur áherslu á vönduð vörumerki í eldunartækjum, að sögn verslunarstjórans Þráins Bj. Farestveit. MYND/PJETUR HÁGÆÐA HNÍFAR Fissler er er þekkt fyrir vandaða framleiðslu. Fissler er framleitt úr hágæða stáli í öllum vöru- flokkum. Fissler hefur verið fáanlegt á íslenskum markaði í nokkra áratugi. Meðal þess sem fyrirtækið framleiðir eru hnífar af öllum stærðum og gerðum, allt frá flysjurum upp í kjöt- og grænmetishnífa, sem hægt er að kaupa staka eða saman í setti ásamt hnífastöndum og nota jafnt heima eða í atvinnuskyni HÁGÆÐA POTTAR Fissler er einn stærsti og virtasti framleiðandi á pöttum og pönnum í Þýskalandi. Pottarnir eru framleiddir úr vönduðu stáli og til í mörgum tegundum, bæði til heimilis- og atvinnunotkunar. Einnig fram- leiðir Fissler mikið af eldhús- áhöldum til að einfalda störfin í eldhúsinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.