Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 23
ELDUNARTÆKI ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 Kynningarblað Ísskápar Innréttingar Borðbúnaður Eldavélar Háfar Bakaraofnar Fyrirtækið Einar Farestveit & Co. hf. er landsmönnum að góðu kunnugt fyrir vönduð heimilistæki. Fyrirtækið Einar Farestveit & Co. hf. hefur fyrir löngu skapað sér nafn hérlendis fyrir sölu á vönduðum eldunar- tækjum. Verslunarstjórinn Þrá- inn Bj. Farestveit er öllum hnút- um kunnugur um nýjungar þess. Þráinn upplýsir að hjá Einari Farestveit & Co. hf. séu fjögur vörumerki í öndvegi í eldunartækj- um. Nefnir hann fyrst til sögunn- ar Blomberg. „Óhætt er að segja að Blomberg sé stórtækt í öllu sem það tekur sér fyrir hendur, því það býður upp á breiða línu af ofnum, allt frá hálf- og upp í alsjálfvirka ofna, og ofna þar sem við erum að tala um allt að 65 lítra ofnrými en yfirleitt eru ofnar í kringum 53 lítra,“ bendir hann á og bætir við að Blomberg þekki flestir enda hefur merkið fyrir löngu náð fót- festu hérlendis. De Dietrich er að sögn Þráins stórt vörumerki frá Frakklandi sem hefur náð miklum vinsæld- um á Íslandi enda bjóði það upp á eina fullkomnustu ofna sem völ er á. „Sumir eru búnir alsjálfvirk- um hreinsi- og matreiðslu kerfum og sértækum tölvustillingum. Sem dæmi er hægt að stilla ofn sérstaklega á roastbeef og hann skilar kjötinu fullelduðu án þess að kokkurinn þurfi að grípa inn í eldamennskuna.“ Þá segir Þráinn De Dietrich framleiða smáofna sem eru ekki nema 2/3 af hefðbundinni stærð og eru nokkuð eftirsóttir. „Þar eru hagkvæmnissjónarmið höfð í fyrir- rúmi og gott dæmi um slíkt eru ofnar sem sameina eiginleika hefð- bundinna ofna og örbylgjuofna.“ Þráinn segir þó fáa standast bandaríska fyrirtækinu KitchenA- id snúning hvað glæsileika varðar í ofnum, helluborðum og háfum. „Allt sem frá því kemur er vand- að og flott og stálið sem er notað er sérstakt nanóstál, sem er kám- frítt.“ Einnig nefnir hann ítalska framleiðandann Candy sem fram- leiðir einfalda og vandaða ofna og helluborð. „Þeir eru búnir öllum nauðsynlegum eiginleikum, góðri blástursviftu, undir- og yfirhita og grilli.“ Loks lætur Þráinn þess getið að litlir og stórir ofnar, háfar, gas- hellu- og spansuðuhelluboð séu meðal þess sem bjóðist frá öllum framleiðendum, sem fyrirtækið er umboðsaðili fyrir. Sjón er sögu ríkari.“ Fjölbreytt tækjaflóra Einar Farestveit & Co. hf. leggur áherslu á vönduð vörumerki í eldunartækjum, að sögn verslunarstjórans Þráins Bj. Farestveit. MYND/PJETUR HÁGÆÐA HNÍFAR Fissler er er þekkt fyrir vandaða framleiðslu. Fissler er framleitt úr hágæða stáli í öllum vöru- flokkum. Fissler hefur verið fáanlegt á íslenskum markaði í nokkra áratugi. Meðal þess sem fyrirtækið framleiðir eru hnífar af öllum stærðum og gerðum, allt frá flysjurum upp í kjöt- og grænmetishnífa, sem hægt er að kaupa staka eða saman í setti ásamt hnífastöndum og nota jafnt heima eða í atvinnuskyni HÁGÆÐA POTTAR Fissler er einn stærsti og virtasti framleiðandi á pöttum og pönnum í Þýskalandi. Pottarnir eru framleiddir úr vönduðu stáli og til í mörgum tegundum, bæði til heimilis- og atvinnunotkunar. Einnig fram- leiðir Fissler mikið af eldhús- áhöldum til að einfalda störfin í eldhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.