Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 4

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 4
148 F A X I Marta Valgerður Jónsdóttir: Mmningar frá Keflavík Næsta hús fyrir ofan Péturshús og næst heiðinni var Jónshús. Þar bjuggu hjónin Einar Arnason og Kristín Magnúsdóttir, ásamt ungri dóttur og fóstru Kristínar, Sigríði Helgadóttur. Þetta hús var að því leyti sérstætt, að það var ekki upphaflega byggt á þessum stað, heldur hafði það ver- ið flutt langa leið, neðan frá verzlunarhúsi Duus, nú lengi H.f. Keflavík. Var Jónshús næsta hús fyrir ofan verzlunarhúsið. Var aðeins sund á milli húsa. Húsið sneri gafli að götuslóða, sem nú er Vesturgata. I þessu húsi, sem nefnt var Jónshús, bjó Sigríður Helgadóttir og maður hennar Jón Jónsson um fjölda ára. Var þetta stórt og reisulegt hús, enda voru þau hjón gestris- in. Atti langferðafólk þar einkum hæli, en umhyggju og góðvild sýndu þau öllum, sem þau náðu til. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en fósturdóttir þeirra var Kristín Magnúsdóttir. Kom hún á heimili þeirra er hún var tíu ára að aldri og var upp frá því eins og þeirra eigið barn. Eftir að Jón í Jónshúsi andaðist 1895 bjó Sigríð- ur áfram í húsi sínu ásamt Kristínu fóstur- dóttur sinni. Hinn 6. nóv. 1898 gengu þau Kristín og Einar Arnason í hjónaband. Einar var hið mesta ljúfmenni, ágætlega greindur og prýðilega vel verki farinn, var líka smiður og smíðaði bæði báta og hús, en stundaði samt aðallega sjóinn. Ekki fluttist Kristín um set, þótt hún giftist. Þau ungu hjónin settust að hjá Sigríði, fóstru Kristínar, og var sátt og samlyndi þeirra í milli, svo sem bezt mátti verða. Nú var gamla húsið hennar Sigríðar orðið fornt og kalt, og hófst þá Einar handa, reif húsið og byggði það upp aftur á sama stað, en nú varð það nokkuð minna og lægra. A þessum árum varð Agúst Olafsen, bróðir Kristjönu Duus og Olafs Olafsens, verzlunarstjóri við Duusverzlun. Var hann áhugasamur um margt, sem til framfara mátti telja. Hafði hann margar hugmyndir og miklar fyrirætlanir um fegrun Kefla- víkur. Var það eitt, að hann hugðist rækta blómagarð sunnan og austan við verzlun- ar- og íbúðarhúsið, en á þessu svæði voru hús og bæir, og þá þurfti að fjarlægja. Mun þetta hafa þótt miklir loftkastalar, Kristín Magnúsdóttir jafnvel af ráðamönnum verzlunarinnar, en Ágúst fylgdi þessu fast fram. Þegar hann sá, að Einar Arnason var byrjaður á smíði hússins á sama grunni og gamla húsið hafði staðið, gekk hann til Einars, bauð honum aðra lóð og bauðst til að láta flytja húsið á kostnað Duusverzlunar, mætti hann taka sér miklu stærri lóð en hann hafði áður haft. Einar tók þessu boði og valdi sér lóð fyrir ofan Péturshús. Var húsið svo flutt í heilu lagi, áður en það var fullsmíðað. Var því rennt á stórum og sterkum trjám, sem smurð voru með græn- sápu. Sverum köðlum var vafið um húsið, en kaðlarnir runnu í blokkum, og var svo dregið af handafli af fjölda manns. Það fóru tveir dagar í það, að koma húsinu upp á nýju lóðina, en það varð þá efsta hús í Keflavík á þessum slóðum, annað en Möllershús, sem var gegnt Jónshúsi. — Standa þau bæði enn. Aldrei varð blómagarðurinn að veru- leika. Hús og bæir á þessum slóðum voru reyndar öll rifin og kringum lóðina lét Ágúst Ólafsen byggja hinn volduga og vel hlaðna grjótgarð, sem Símon Eiríksson vann að. Var það verk frábærlega vel af hendi leyst. En þegar Símon var langt kominn með garðhleðsluna, tók verzlun- areigandinn aðra ákvörðun og arðbærari. I lóðarmörkum meðfram Ishússtíg lét hann byggja stórt og mikið íshús, er myndaði þriðju hlið garðsins. Varð þarna mikið athafnalíf í sambandi við fshúsið, og þar með var blómagarðurinn úr sögunni. Var sagt, að Agúst hefði tekið sér þetta nærri, og skildi ég hann vel. Eg brá mér stundum inn í Jónshús efdr að það fluttist á nýja staðinn. Ég var nokkur ár nábúi þar, er ég gætti síma- stöðvarinnar, sem var í Möllershúsi, og var þá aðeins gatan á milli. Það var ævin- lega notalegt að koma í Jónshús, þar var allt svo hreint og snyrtilegt og hvítskúrað út úr dyrum og hver hlutur á sínum stað. Þær voru alltaf svo hýrar mæðgurnar og hlýjan lá í loftinu. Sigríður kunni ævin- lega að segja frá einhverju skemmtilegu. Hún var sérstæð kona og fór sínar eigin götur, hæg í fasi og fyrirmannleg og vildi öllum vel. Hvern morgun, er Sigríður hafði klæðzt, gekk hún austur fyrir húsið, sneri sér í austurátt, gerði bæn sína, signdi sig og hneigði sig að því búnu þrisvar sinnum djúpt niður að jörð. Aldrei vissi ég til, að nokkur maður, hvorki barn né fullorðinn, gerði gys að þessum sið Sigríð- ar, enda hygg ég, að allir hafi ósjálfrátt borið virðingu fyrir þessari einkennilegu bænagjörð. Sigríður sagði mér eitt sinn í einrúmi, að hún helgaði móður sinni þess- ar bænastundir. Hún hefði kennt sér að hneigja sig svo móti uppkomu sólar. Væri þessi siður langt að kominn og hefði móðir kennt dóttur í marga liðu. (Sjá um Sig- ríði í Faxa, VI. ár, 5. tbl.). Einar Arnason var Skaftfellingur að ætt- erni, en fæddur suður á Miðnesi 28. okt. 1867. Höfðu foreldrar hans, Arni Jónsson og kona hans, Vigdís Einarsdóttir, flutzt 1863 frá Lambafelli undir Eyjafjöllum að Stöðulkoti á Miðnesi. Arni, faðir hans, var fæddur 28. marz 1831, sonur Jóns bónda Einar Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.