Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 53

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 53
F A X I 197 GUNNAR DAL: SÆR Milt og rótt sefur sær í silfurljósi nætur, brotna log kóralhvít i kristalöldum lætur. Sævarhjartað hraðar slær. Hlusta, jörð, þér hrjósti nær á æðaslátt og andardrátt. Þig kyssir vatnavör. Um heimsríkið sokkna mitt helmyrkur streymir í hjarta míns djiípi, sem lykilinn geymir að grafreitum aldanna, gimsteinum djúpsins, gimsteinum djúpsins, sem ekkert fær numið annað en dauðinn. — Og alda mtn gleymir öllu, sem hrynur og skolast í djúpið: Marmarahöllunum, sögum og söngvum, siðunum, trúnni og spekinni fornu, drauminum týnda og dögunum horfnu. — En djúpið er minnugt á sólir, sem slokkna, himin, sem myrkvast, og heimsríkið sokkna. Ég er útsær af draumum, sem upp til þín stígur, útsær af vængjuðum draumi, sem flýgur yfir þig, jörð mín, á óttunnar himni og yrkir þér Ijóð sín i regni og vindum. Sæbrjóstið lifnar þá, lyftist og hnígur, en lágróma jörðin í eyra mér hvíslar: — Hvert ætlar þú náttský á óttunnar himni, sem eilífar stjörnurnar hverfa mér lætur? — Og úrsvalur vindurinn yfir mér grætur útsæ af tárum. — í regni og straumum aftur ég hrapa i útsæ af draumum. Sjöstjarnan sæinn á silfurregni grætur og demantglit á dauðamyrk djúpin falla lætur. Sævarhjarta, sofðu rótt. I sjöstjörnunnar Ijósu nótt í dauðaþögn didarmögn djúpsins lyfta þér. Um kóralhaf og sólarsæ söngvagyðjan stígur. Gullfingruð geislahönd um gýgju hennar flýgur. Sævarhjartað hraðar slær. Hlusta, jörð, þér brjósti nær á æðaslátt og andardrátt. Þig kyssir vatnavör. Ég er útsær af myrkri á sökkvandi söndum, særoki hrapandi á rjúkandi ströndum. Ast min þar brotnar i brimhvítu löðri við brjóst þín og ólgandi sogast í djúpið, og myrkur þess fyllist af minningum sárum. Ó, máni og stjörnur, hví elska ég landið, auglit þitt, jörð, sem um eilífð mér verður ókunnur heimur og fjarlægur draumur? Ó, jörð, ég er villtur og stórhöggur straumur, straumur af svipum og hafdjúpsins öndum, sem landnámsins bíða á sökkvandi söndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.