Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 12

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 12
156 F A X I SJÚKRAHÚSMÁL Á árunum kringum 1940 var nokkurs áhuga tekið að gæta hér í Keflavík og annars staðar um Suðurnes fyrir því, að bæta aðstöðu þeirra manna, er njóta þurftu sjúkrahúsvistar. — Eftir því sem fólkinu fjölgaði hér, var líka sú þörf augljósari en áður, að ekki mátti við svo búið láta sitja lengur, að ekki væri hægt að veita sjúkum mönnum aðhlynningu — og í sumum til- fellum skjóta hjálp — án þess að þeir væru áður fluttir í önnur héruð. Sjúklingar, sem vera þurftu að stað- aldri undir læknishendi, eða þörfnuðust uppskurðar, urðu að fara á sjúkrahús í Reykjavík, og gat þá oft gengið seint að fá inni fyrir þá þar, vegna þröngbýlis í þeim stofnunum. Af þessu leiddi eðlilega umræður og ráðagerðir um byggingu sjúkrahúss, og þá helzt í Keflavík, stofn- unar, sem tekið gæti á móti sjúklingum hér að sunnan fyrst og fremst. Um þær mundir voru peningaráð manna minni en síðar varð, og var það því í upphafi ljóst, að glíma þurfti við fjárhagsörðugleika, og beinan skort á fé. Bjartsýnir menn og góð- viljaðir settu þetta þó ekki fyrir sig, held- ur mátu málefnið um fram erfiðið. Já- kvætt viðhorf til menningar- og mannúð- armáls réði úrslitum, og eftirtölur um sóun fjár voru lagðar á hilluna. Bygging sjúkrahússins í Keflavík hófst 1944. Höfðu þá tveir aðilar hafið fjársöfn- un og gert nokkurn undirbúning í þessu sambandi: Rauða krossdeild Keflavíkur og Kvenfélag Keflavíkur. En síðan tóku sveitarfléögin á Suðurnesjum að sér fjár- mál og framkvæmdir byggingarinnar, og fyrir framlag þeirra, nokkurt gjafafé, rík- isstyrk og lán var sjúkrahúsið í Keflavík byggt. Var farið að tillögum heilbrigðis- málastjórnarinnar um byggingarfyrir- komulag og stærð hússins. Að áliti hennar mun það hafa verið talið af heppilegri stærð, og sniðið eftir því, sem gerðist um minni sjúkrahús úti á landi. Það var ætlað fyrir 21 sjúkrarúm, með skurðstofu, mót- tökuherbergi læknis, herbergi fyrir hjúkr- unarkonu, eldhúsi o. fl. Á byggingartíma hússins og eftir því sem hann leið, komu í ljós ýmsir van- kantar á fyrirkomulagi byggingarinnar, og var það á vissan hátt eðlilegt, því þróun þessara mála er ör, og breytist frá ári til árs. Kröfum um aukna tækni, þægindi og fullkomnari búnað fleygði fram með Valtýr Guðjónsson hraða. Eitt af því, sem t. d. var ekki á upp- haflegri teikningu hússins, var lyfta, sem þó þótti sjálfsagt að hafa, og varð að taka af plássi í húsinu, sem ætlað var til ann- ars, til að koma henni fyrir. Urbætur á einu sviði urðu þá til að draga úr nota- gildi á hinu. Ymsar aðrar fyrirkomulags- breytingar voru gerðar frá upphaflegri teikningu, til þess að húsið fullbúið kæm- ist nær því að svara kröfum tímans. Húsið var svo tekið í notkun haustið 1954. Varð það brátt fullskipað af sjúku fólki, sem þurfti sjúkrahússvistar við. — Góður læknir, hjúkrunarlið og þjónustu- fólk hóf störf í sjúkrahúsinu í þágu þessa fólks. Ráðsmaður sjúkrahússins sá um fjárhald og aðdrætti, og eru öll þessi störf fyrir stofnunina hin mikilvægustu. Hér var loks komin aðstaða til að veita viðtöku fólki, sem áður þurfti að flytja burtu úr byggðarlaginu til þess að það fengi hjálp. Nú þurfti ekki lengur að senda slasaða menn til Reykjavíkur til aðgerða, það var dregið úr því tvísýna kapphlaupi við tím- ann, þegar oltið getur á nokkrum mínút- um um skilin milli lífs og dauða. Mjög merkum áfanga í heilbrigðismálum lækn- ishéraðsins var náð, með fjá-rhagslegri fórn og góðu starfi. Stefnt var í rétta átt, að réttu marki. Hefur fjölda manna verið bætt mein sín að fullu í stofnuninni, og þar hafa þegar verið leyst af hendi stórvirki í aðgerðum á sjúkum mönnum, sem hin stærstu sjúkrahús þjóðarinnar og fullkomnustu væru fullsæmd af. Að því er vikið hér að framan, hversu örar breytingar verða á kröfum um að- stöðuhæfni, sem gera verður til sjúkra- húsanna. Er það því sízt með ólíkindum, að sjúkrahúsið í Keflavík sé þar á meðal, að þurfa að fylgja tímanum og halda áfram að vaxa. Reynsla af rekstri þess er t. d. þegar búin að sýna, að ekki er hægt að reka það nema með miklum halla, vegna þess hvað það er lítið, hvað það getur tekið á móti fáum sjúklingum. — Starfsmannahald þess, sem nægja mundi 40—50 sjúklingum, verður of dýrt á hvern *««« f| ft B B ö ***• í ’ ««** Sjúkrahúsið í Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.