Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 47

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 47
F A X I 191 Þar sem undirritaður hefur þegar skrif- að pistil um bindindismannamótið að Húsafelli í eitt af dagblöðum höfuðstaðar- ins, þá mun það ekki rifjað upp hér. Að- eins þetta skal fram tekið: Um verzlunar- mannahelgina í sumar efndi Ferðafélag Keflavíkur til ferðar í Þórisdal, Húsafells- skóg og Borgarfjörð. Þátttakendur í ferð- inni voru 22. Tókst ferðin mjög vel, enda veður eindæma gott þessa daga. Fyrsti áfanginn voru Þingvellir. Þar var tjaldað á föstudagskvöld. A laugardaginn var farið í Þórisdal, var það allerfið ganga. Um kvöldið var áð við Kalmanstungu. Daginn eftir var farið í Surts- og Stefáns- helli. Urðu Keflvíkingarnir þá samferða þeim mikla fjölda, sem sótti bindindis- mannamótið. Af þessum tveimur hellum er Stefáns- hellir mun stórgrýttari. Hinsvegar er Surts- hellir einnig mjög stórgrýttur. — Skammt frá því opi, þar sem gengið er í Surtshelli, er annað op, þar sem talið er að útilegu- menn hafi rekið fé héraðsmanna niður af klettastallinum. Er það allhátt fall og ill- kleift til uppgöngu. Einn Keflvíkingur, Kjartan Finnbogason, lögreglumaður, klifraði þarna upp, enda mun hann alinn upp á Vestfjörðum, þar sem fjallgöngur eru bæði vinsæl íþrótt og nauðsynleg. A sunnudagskvöldið var farið á móts- svæði bindindismanna. Var þar margt til skemmtunar: reipdráttur, leikþáttur, kvæðalestur og dans. Mun vera fastákveðið, að halda slíkt mót á sama stað og tíma næsta ár. Er ósk- andi að keflvískur æskulýður leggi þang- að leið sína eins og jafnaldrar þeirra frá öðrum bæjum og byggðarlögum gerðu í sumar. A mánudagsmorgun voru tjöld upp tek- in og gengið á þann stað, sem heitir Odd- ar. Er þar fagurt mjög, þar sem Kaldá rennur í djúpum kvíslum meðfram skógi- vöxnum hólmum. Þrír okkar nenntu ekki að ganga aftur Hluti af Ferðafélagshópnum til baka og óðum við Kaldá til að stytta okkur leið. Var það allmikið hættuspil, þar eð áin er mjög straumhörð. Við Barnafoss var matazt. Þaðan er tekin myndin af Hraunfossunum, sem fylgir þessari grein. I Reykholti var Snorralaug skoðuð, svo og jarðgöngin. Presturinn fór með okkur í kirkj ugarðinn og sagði frá því helzta, Hraunfossamir sem þar var a§ sjT Sígur nú mjög á seinni hluta þessarar frásagnar. I Varmadal var skoðað byggða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.