Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 63
F A X I
207
Keflavíkur-sálmur
Skopkvæði það, er hér birtist, var ort í tilefni af atburði, er gerðist hér
haustið 1931, og birtist í 1. tbl. Spegilsins 1932. Hafði Jónas Jónsson boðað,
að hann mundi flytja erindi um byggingarmál í samkomuhúsinu í Keflavík
(Skildi). En nokkrir Keflvíkingar vildu heldur heyra pólitískar umræður,
og sóttu Ólaf Thors, og birtist hann, þegar Jónas var að byrja erindi sitt.
Skoraði hann á Jónas, að tala heldur um stjómmál og varð úr þessu
hörku pólitískur fundur, en þeir Jónas og Ólafur voru þá höfuðandstæð-
ingarnir í íslenzkum stjórnmálum. — Höfundur kvæðisins er hið þekkta
kýmnisskáld, Sigurður Z. ívarsson, er orkti mikið í Spegilinn á þeim árum.
Hefur blaðið fengið leyfi aðstandenda skáldsins til þess að birta þetta
skemmtilega kýmnikvæði.
Einar Magg heitir ungur sveinn,
aðgætinn vel og stilltur;
jafnaðarmaður hjartahreinn,
háleitur gæðapiltur.
— Fasið er stundum frekt. —
Ættaður austan úr sveitum.
sem ekki’ er nú dónalegt.
Um fundarsálirnar fór hann þar
Felixar rökum slingum.
Ólaf og Jónas báða bar
blóðrauðum svívirðingum.
Óvæginn á þeim tók.
Einar er ágætis piltur.
Einar er teólóg.
Keflavík heitir herlcg borg
héma suður á landi.
Um aldir hefur þar engin sorg
orðið mönnum að grandi,
þangað til hér í haust
að landhclgis-bíllinn ljúfi
um lágnætti þangað skauzt.
Innihald skrítið bíllinn bar,
ballest af heldra tagi:
hvorki meira né minna var
en mörlandinn, Hriflon frægi.
— Eitthvað hér undir bjó. —
Grásleppur allar urðu
andvaka í Garðasjó.
Fundarsalurinn fylltist skjótt
fáklæddum sæmdarmönnum.
Jónasi mjög — um miðja nótt —
mælskunnar hæst í önnum
fiapðist fyrsta sinn.
Hurð var úr tengslum tekin,
Thorsarinn ruddist inn.
Ólafur Thors er öðlings mann.
Ættum við marga slíka — ! — ? -
Af köllunum fiskinn kaupir hann
— kannske atkvæðin líka —
til tjóns fyrir sjálfan sig,
en hagnaðar fyrir hina.
Hans sál er dásamlig.
Heiftarmenn fylltust fúlum reyk,
fóru með harki og braki.
Jónas komst út við illan Ieik,
Elinmundar á baki.
Óli óvígur lá.
Með gríðarstórt glóðarauga
guðsmanninn einhver sá.
Sál mín, ver aldrei upp með þér,
einn er til heitur staður.
Margur um hánótt enginn er
atkvæða fiskimaður.
Sofi í sælli ró
þyrsklingar upp’ í þara
og þorskar í reginsjó.
Elinmund nokkurn ört með sann
indæUs pilt má grcina,
húsvilltan sjálfan Hriflu-mann
hýsti og veitti beina,
og gerði ’onum mikið gott.
Þar var af 1000 sortum:
Þurrt, kalt, heitt, blautt og vott.
Óli forhertur orðið tók.
Aumingja Jónas flúði.
Ólafur kroppinn allan skók,
úr sér mælskunni spúði:
„Hvað er að gcrast hér,
er verið enn að stcla
atkvæðunum hér frá mér?
í bælið læddist nú bóndi hver
bólhelgis til að njóta.
Konan vaknaði vond og þver
veltandi sér til fóta,
og breiddi hátt yfir haus,
mcð ónot af öllu tagi
og undir-brekána-raus.
Keflvíkingar með kurt og pí
kúrðu í bælum fínum
— enginn skal gera grín að því
hjá glóðvolgum konum sínum
— sem sjálfsagt er einna bezt —
og undir brckánum breiðum
blund höfðu loksins fest.
Hvcr kaupir fiskinn hér á strönd?
Hver stjanar ykkur kringum?
Eg, sem er ykkar önnur hönd
á öllum jarðncskum þingum
og atkvæðin ykkar á.“
Þá ómaði utan úr salnum:
Amcn, Hallelújá'.
Fornemuð eins og vonlegt var
vítti hún orðum skærum
nætur-útgöngur allskonar
og uppþot úr bólum kærum.
Ef ekki róið er
cktafólk á að lúra
uppí — og skemmta sér.
Þeim í skyndi í brúnir brá,
burtu þeir voru hraktir
ráðskonunum og frúnum frá,
fram úr þeir hlupu naktir.
Guðað var gluggann á.
Fundarboðandi bljúgur
barði að hverjum skjá.
Hriflon ætlaði að halda fund
um hánótt, orsaka vcgna.
Ólafur Thors á enga lund
átti um l>að að fregna,
hverja sál liann þar á.
Nú átti á næturþeli
að ncma þær honum frá.
llriflon úr sínu horni skreið,
hryggðarmynd veikra burða.
Samstundis yfir Ólaf lcið,
sem ekki var nokkur furða.
Hrifloni hægðist þá.
Andríki úr sér hellti.
unz Ólafur svcfni brá.
Ólafur Jónas aldrei má
óhræddur sjónum líta.
Jónas má Ólaf aldrei sjá,
undan sér gjörir flýta.
í orðscnnum yfirleitt
ósigur bíða báðir,
báðum fær miður veitt.
Næsta dag gæftir gjörðust á
gjörvöllum Reykjaskaga.
f Kcflavík cnginn blundi brá
þó birti og tæki’ að daga.
Hádegissólin hlý
sofandi formenn signdi.
— Sjódýrin áttu frí. —
Fleira af þessum fundi hlauzt
Framsóknar mjög í anda.
Bráðgáfaður — í bílnum skauzt —
bæði til munns og handa
Hriflungur lieim til sín.
— Syng nú ei meir að sinni
sálar-angistin mín. Z.