Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 41
F A X I
185
Rabbað við forstöðukonu Aðalvers
Núna á dögunum var ég stadddur í
ASalveri, einum af skemmtistöðum Kefla-
víkur. Datt mér þá í hug, að fræðast um
starfsemi hússins hjá forstöðukonu þess,
frú Vilborgu Guðnadóttur, sem tók þessu
kvabbi mínu vel og ljúfmannlega, eins og
hennar var von og vísa.
Eg vil geta þess hér, til fróðleiks fyrir
ókunnuga, að Vilborg er dóttir sæmdar-
hjóna, er hér bjuggu um langt skeið, þeirra
Sigurbjargar Jónsdóttur og Guðna Jóns-
sonar. Gift er hún 'Þórði Kristinssyni ætt-
uðum frá Eyrarbakka.
— Hefur þú veitt Aðalveri forstöðu frá
byrjun, Vilborg?
— Já, það á víst að kallast því nafni.
— Hvenær tók Aðalver til starfa fyrst?
— Starfsemin hófst hér fyrir rúmum
tveimur árum, eða í október 1958.
— I hverju er starfsemi hússins fólgin?
— Þar eru haldnar veizlur, fundir og
dansleikir.
— Er alltaf nóg fyrir svona hús að gera ?
— Þegar við hófum hér starf fyrir tveim
árum, byggðum við fyrst og fremst á viss-
um, föstum liðum, t. d. fundahöldum
margra starfandi félaga, þá var einnig efnt
til dansleikja. En þrátt fyrir þetta náði
starfsemin fyrst framan af alls ekki saman
yfir vikuna, það voru stundum eyður í.
— Hefur þetta breytzt?
— Já, það hefur gjörbreytzt. Til dæmis
núna, frá því húsið tók til starfa 1. sept-
ember, eftir sumarfrí og hreingerningar,
hefur hér verið mjög mikið að gera. Hús-
inu var t. d. ráðstafað fyrirfram allan nóv-
embermánuð fyrir veizlur og fundahöld,
enda var aldrei í mánuðinum hægt að
halda hér almenna dansleiki af fyrrgreind-
um ástæðum.
— Og er þetta svona enn?
— Nei, fyrir desember hefur húsið ekk-
ert verið pantað, enda er þessi mánuður að
öllum jafnaði illa fallinn til slíkra hluta.
— Og til hvers notið þið þá húsið í þess-
um mánuði?
— Ja, fyrsti dansleikurinn verður hald-
inn hér núna á laugardaginn, og ef til vill
verða fleiri slíkir. Það fer allt eftir að-
sókninni.
— Segðu mér, Vilborg, fyrir hvað
marga gesti er hægt að dekka í salnum í
matarveizlum ?
— Allt að 90—100 manns.
Vilborg Guðnadóttir
— En hvað rúmast hér margir á venju-
legum dansleikjum?
— Salurinn er gefinn upp fyrir 120
manns, en yfirleitt seljum við ekki svo
mörgum inn. Fólk skemmtir sér betur, ef
það er hóflega margt. Það er okkar reynsla.
Annars ríkir, að ég held, almenn ánægja
með húsið og vilja oft fleiri koma hér en
húsrúm leyfir.
— Hvað vinna hér margar konur?
— Við erum tvær fastráðnar, en svo ræð
ég aðstoðarstúlkur, eftir því, hve rnikið er
að gera hverju sinni.
— I hverju er nú starf ykkar aðallega
fólgið ?
— Matartilbúningurinn er mjög tíma-
frekur, en hann miðast við gestafjöldann,
sem væntanlegur er það og það kvöldið.
Þá þarf að hafa salinn í lagi og til þess að
svo sé, þarf allt að vera hreint, því ekki
dekkum við í óhreinum sal. Þegar borðin
hafa verið dekkuð, er matur borinn fram,
en það gera sérstakar stúlkur, sem ein-
ungis sinna því. Hve margar þessar
frammistöðustúlkur eru hverju sinni, fer
eftir fjölda gesta.
— Hvað eruð þið þá margar að starfi,
sé salurinn fullsetinn af matarveizlugest-
um?
— Þá mundum við þurfa að vera alls
átta, tvær í eldhúsi og sex í sal.
— Hvernig er umgengni gestanna?
— Mér finnst hún alveg prýðileg, mið-
að við það, sem sagt er um aðra samkomu-
staði. Til dæmis finnst mér það alveg ein-
stakt, hvernig gestirnir umgangast snyrti-
herbergin hérna. Síðan húsið var opnað í
sumar, hefur ekkert þurft fyrir þau að
gera, og getur hver og einn sem vill séð,
hvernig þau líta út. Eg tel mig því í alla
staði hafa ástæðu til þess að vera ánægð
með umgengni gesta okkar og finnst hún
vera til fyrirmyndar.
— Hvað er svo að lokum þitt æðsta boð-
orð, Vilborg, viðvíkjandi þessu starfi þínu
í Aðalveri?
— Eg álít, að skyldurækni og samvizku-
semi sé það eina sem gildir í svona starf-
semi, enda er það fyrst og fremst okkar
áhugamál, að veita gestum okkar sem
bezta þjónustu.
H. Th. B.
Til menntamálaráðherra Danmerkur
Jeg haaber og venter
jeg önsker og tenker —
En Dröm.
Du skenker — haandskrifter —
min ven — í gen. —
-----Snak saa lidt med doctor Jon Duason om Grönland
— og hvor I skal hen. —
Marínó.