Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 61

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 61
F A X I 205 Handknattleikslið kvenna í 2. flokki Aftari röð, talið frá vinstri: Margrét Guðjónsdóttir, Brynhildur Guðmundsdóttir, Ragn- heiður Ása Ólafsdóttir og Kolbrún Emilsdóttir. — Fremri röð: Hulda B. Matthíasdóttir, Sigríður Sveinsdóttir, Guðný Skaptadóttir og Inga Helen Leós. Lið þetta gat sér góðan orðstý í Islandsmóti í handknattleik utan húss í sumar. Hlutu þær jafnmörg stig og sigur- vegararnir og mun það vera ein bezta frammistaða keflvísks íþróttaflokks á árinu. Guðmundur bóndi í Melshúsum á Sel- tjarnarnesi. Er frá honum kominn mikill ættbálkur þar á nesinu, í Reykjavík og víðar. Olafur var bóndi á Minni-Vatns- leysu frá 1824, en þá kvæntist hann Þor- björgu Jónsdóttur, efnaðri og myndarlegri ekkju og öðlingskonu. Var Olafur hennar þriðji maður. Bjuggu þau rausnarbúi á Minni-Vatns- leysu og var Olafur hreppstjóri sveitar- innar. Er Þorbjörg andaðist, 1842, var búið virt á 1066 rd. Allt hélzt vel í horfi, er Kristín settist að búi á Minni- Vatns- leysu. Var hún myndarkona í sjón og raun, en Guðrún Lísbet, einkadóttir þeirra, var yndi og eftirlæti þeirra og hugljúfi allra, er henni kynntust. Þau Olafur og Kristín létust með stuttu millibili; hann 1863, en Kristín 5. apríl 1865. Næstu ár rak Guðrún útgerð eins og foreldrar hennar höfðu gert. Þann 20. nóv. 1869 gengu þau Guðrún og Sæmundur í hjónaband og gerðu þau eftir það garðinn frægan yfir hálfa öld. Strax á fyrstu bú- skaparárum Guðrúnar og Sæmundar fá þau þann vitnisburð Kálfatjarnarprests, við húsvitjun, að heimilið sé „siðsemdar- heimili" og „nægt bóka“, en presturinn á Kálfatjörn var þá sá mæd menntamaður, séra Stefán Thorarensen. Sjálfsagt hefur þau hjón aldrei skort bækur, því að það var háttur þeirra, alla ævi, að taka sér bók í hönd og lesa dá- litla stund eftir önn dagsins, áður en þau sofnuðu. Börn þeirra hjóna voru: Kristín Sæmundsdóttir, f. 20. sept. 1870, d. 24. sept. sama ár. Elín Sæmundsdóttir, f. 8. marz 1872. Hún varð kona Bjarna bónda á Stóru- Vatnsleysu Stefánssonar. Verður þáttur um þau síðar. Ólavía Kristín, f. 14. okt. 1873, d. 18. júní 1900, yngisstúlka á Minni-Vatnsleysu. Ólafur Sæmundsson, f. 16. nóv. 1874, d. 20. febrúar 1875. Ólafur Sæmundsson, f. 17. nóv. 1879, d. 17. des. 1880. Jónína Sæmundsdóttir, f. 27. jan. 1885, d. 13. marz 1887. Auðunn Sæmundsson, f. 12. apríl 1889. Hann varð óðalsbóndi á Minni-Vatnsleysu eftir foreldra sína. Var hann orðinn bóndi þar 1918. Kona hans var Vilhelmína, f. 18. maí 1889, d. 9. febr. 1939, Þorsteinsdóttir útvegsbónda á Meiðarstöðum í Garði Gíslasonar. Voru þau ungu hjónin bæði framúr- skarandi dugleg, en á búskaparárum þeirra breyttust svo þjóðhættir, að vinnu- fólk var lítt eða ekki fáanlegt. Var því ólíku saman að jafna, er þau Guðrún og Sæmundur bjuggu sínu búi, en þau höfðu alltaf 7—8 vinnumenn og 4—5 vinnukon- ur fyrir utan sjómenn á vertíðum, sem oft voru margir. En nú var togaraflotinn far- inn að aukast hjá íslendingum og þar með kom nýr þáttur í atvinnulífið. Þeim Vil- helmínu og Auðunni varð 13 barna auð- ið. Fluttu þau með allan hópinn til Reykja- víkur 1938 og settust þar að, og nú gerð- ust þeir Auðunn og synir hans sjómenn á togurum. Eru nú fimm þeirra nafn- lcunnir togaraskipstjórar og Auðunn sigl- ir enn á togaranum Fylki, en á honum er Auðunn sonur hans skipstjóri. Eftir að þau Sæmundur og Guðrún á Minni-Vatnsleysu hættu búskap, voru þau á heimili Auðuns og Vilhelmínu, og þar önduðust þau bæði, Guðrún Lísbet 29. maí 1921 og Sæmundur 17. okt. 1925. Höfðu þau bæði verið glæsileg hjón og höfðingleg. Vinkona mín, Jónína Guðjónsdóttir Framnesi í Keflavík, þekkti heimilið Minni-Vatnsleysu frá barnæsku. Hún hef- ur sagt mér, að húsfrú Guðrún Ólafsdótt- ir hafi verið svo skemmtileg, að hvert verk, þótt annars væri nauða leiðinlegt, hefði orðið ánægjulegt, er það var unnið í nær- veru Guðrúnar. Prentað listaverk prýðir heimilið. ★ Munið málverkaprentanir Helgafells. ★ OKABUÐ KEFLAVIKUR PN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.