Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 33
F A X I
177
vegar vera búinn a3 ráða allt o£ marga
menn og muni tæplega koma þeim öllum
í einhver störf og biður mig, ef ég mögu-
lega geti, að ráða mig hjá einhverjum öðr-
um. Hann skuli borga mismun á kaupi,
e£ einhver verði. Sagðist hann hafa heyrt
um einn, sem mundi vanta mann. Væri
það Agúst Jónsson í Höskuldarkoti í Ytri-
Njarðvík. Þegar ég seinna kynntist þessum
Agústi, sá ég eftir að hafa ekki farið að
ráðum Jóns, en skiljanlega gat ég illa
treyst honum, eftir það sem á undan var
gengið.
Er ég í Gerðum um nóttina og legg svo
af stað um morguninn inn með sjó, heldur
leiður yfir þessum endalokum.
Byrja ég í Leirunni og ætlaði auðvitað
að ganga þar fyrir hvers manns dyr, svo
skemmtilegt sem það er, og frétta, hvort
þar vantaði ekki mann. Von bráðar hitti
ég á stað, þar sem vantaði mann, og þorði
ég ekki að sleppa því starfi, þótt lágt kaup
væri í boði. Þetta var hjá Jóni Bjarnasyni
í Melbæ í Leiru. Heimilið virtist vera
frekar fátækt, enda börnin mörg, sex eða
sjö, að mig minnir. Þarna leið mér eftir
atvikum prýðilega, enda var kona Jóns,
Margrét Ingjaldsdóttir, ágæt húsmóðir og
börnin voru góð. I Melbæ var ég aðeins
þessa einu vertíð.
Um þessar mundir hafði ég ákveðið, að
fara frá heimilinu, sem ég hafði alizt upp
á og hafði ráðið mig sem vinnumann til
Stokkseyrar, þar sem ég reri næstu vertíð.
Ekki féll mér vistin þar og réði ég mig
þá sem vinnumann upp í Hrunamanna-
hrepp í Arnessýslu. En alltaf var það sama
sagan. Þótt maður væri í sveit, þurfti ég
ætíð að fara eitthvað til sjávar á vetrum.
Þetta átti sinn þátt í því að fólkið fór úr
sveitunum.
Var nú enn einu sinni lagt af stað til
Suðurnesja. Mun það hafa verið árið 1911.
Var ég ekki kominn lengra en suður á
Kolviðarhól, er Sigurður Daníelsson gest-
gjafi segir mér, að hann hafi verið beðinn
að ráða mann til Keflavíkur, til Arna Geirs
Þóroddssonar og spyr mig, hvort ég vilji
ekki fara til hans. Af því að ég var búinn
að vera þarna suður frá, hafði ég heyrt
talað um Arna Geir sem mikinn formann
og bezta dreng. Tók ég því boði hans.
Sigurður sagði mér, hvar Arna Geir væri
að hitta í Reykjavík, og gekk greið-
lega að finna hann, er suður kom. Tók
hann mér höfðinglega og sagði mér, að
við gætum farið til Keflavíkur með Botníu,
MINNING
Frú Kristólína Jónsdóttir
Vík, Grindavík
F: 16. júní 1880 - D: 29. desember 1952
Sem aldrei áður fyrr
eg ek í Víkurhlað
að kveðja. Kveð eg þig
í kirkjugarði á Stað.
Svo endar œvi hver,
en öllu lífi kœrt,
er scekir mögn í svefn,
að sofna rótt og vœrt.
í muna líður mörg
ein minning geislarík.
Ó, Ijósu jól við leik
hjá Línu frœnku í Vík.
Þótt síðar syrti að
um sund og heimabyggð,
var œtíð um þig bjart
af ástúð þinni og tryggð.
Og sólskinssumur þrenn
eg sjúkur hjá þér bjó,
og lítið skáld úr skurn
til skerja svam og fló.
Þig átti margur að,
sem œvihraunið tróð,
þú vildir öllu vel
og varst því öllu góð.
Um himinn bjarmi brýzt
sem bros í gegnum tár,
og útsœr Ijómar yzt
að eilífð draumablár.
Sá guð, er gaf þér styrk
og gleði í hverri raun,
hann blessi œttarbyggð
við brim og gjá og hraun.
Frœndi.