Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 15

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 15
159 F A X I A VÆNGJUM SONGSINS Viðtal viS söngkonuna frú Maríu Markan Östlund Ferðinni er heitið á Fleiðarveg 25 A. Þar býr hin víðfræga og góðkunna söng- kona, frú María Markan Ostlund, ásamt eiginmanni sínum og syni þeirra. Mig langar til að fræðast eitthvað um lista- konuna sjálfa, en þó einkum um hinn glæsilega söngferil hennar. — Frúin tekur á móti mér með björtu og hlýju brosi og býður mér til stofu. Hún bregzt ljúfmannlega við erindi mínu og tjáir sig fúsa til að leysa úr spurningum mínum og gefa lesendum „Faxa“ nokkra innsýn í liðna tíð. — Hvar fædd? Eg er fædd vestur í Olafsvík 25. júní ár- ið 1905. Foreldrar mínir voru Einar Mark- ússon og Kristín Arnadóttir. Attir þú lengi heima þar vestra? Nei, faðir minn réðist sem ráðsmaður að Laugarnesi, og þangað fluttum við, þegar ég var fjögurra ára gömul. Og þar sleit ég barnsskónum. Slík listakona sem þú hefur auðvitað fæðzt syngjandi? Nei, nei, langt frá því. Sem barn söng ég ekkert svo heitið gæti, eða a. m. k. vakti söngur minn enga athygli í þá daga. Ég var yngst sjö systkina, og allir sungu meira eða minna. Einkum hafði Elísabet systir mín frábæra sönghæfileika, þótt ekki yrði hlutskipti hennar að sækja fram á þeirri braut. Hinsvegar er Einar bróðir minn vel þekktur hérlendis fyrir söng sinn. — I mér, minnsta barninu, heyrðist ekki neitt. En snemma hefur þó hugurinn stefnt í þá átt, sem verða vildi. — Já, að vissu leyti. Ég hef haft yndi af tónlist, frá því að ég man fyrst eftir mér. Faðir minn vildi láta mig læra að leika á hljóðfæri, — og átta ára gömul hóf ég píanónám. — En hver uppgötvaði þig, og hvenær gerðist það? Þá var ég orðin 18 ára og var við nám í Kvennaskólanum. Það var einn sunnu- dag, að ég hafði komið mér undan því að fara í kirkju með foreldrum mínum. Vildi heldur vera heima við hljóðfærið og raula með. Eg hugði öllu óhætt, af því að enginn væri heima til að hlýða á mig, og söng af hjartans lyst. En „oft er í holti heyrandi nær“, og þannig reyndist það í þetta sinn. Tvær skólasystur mínar og vinkonur höfðu hlýtt á mig og fullyrtu á eftir, að ég syngi lang bezt af öllum í skólanum. Þetta var byrj- unin. Eftir það söng ég oft, bæði ein og með kórum. Það var árið 1927. Þá sigldi ég til Ber- línar og lærði þar hjá frægum og frábær- um kennara, Madame Schmucker. Hún hafði hlotið menntun sína bæði á Italíu og í París. — Fyrsti sjálfstæði konsertinn? Hann var í Reykjavík árið 1930. Þá söng ég í Nýja bía fyrir þéttskipuðu húsi. Já, og við stórkostlega hrifningu allra þeirra, sem á hlýddu, hef ég sannspurt. — Eg get ekki neitað því, að blessað fólkið tók mér framúrskarandi vel, svarar lista- konan hógvært og brosandi. — Hvað svo um framhaldið? Eftir þetta rak hver konsertinn annan, bæði hér heima og erlendis, milli þess sem ég stundaði námið. Prófi lauk ég í Berlín árið 1936 og var þá ráðin til Schiller-óperu í Hamborg næsta ár. Arið 1938 var ég í Skandinavíu og söng þar víða. — En stærsti sigurinn minn á þessum árum var árið 1939, þegar ég var ráðin til Englands, að óperunni í Glyndeborne í Sussex. En þangað voru valdir beztu söngkraftar, bæði frá Evrópu og Ameríku. Dvölin þar var heillandi og dásamleg. Eitt sinn héldum við nokkrir söngvarar frá Glyndeborne konsert á Mayfair-hótel- inu í London. Þar var þá staddur umboðs- maður frá Australian Broadcasting Com- mission. Honum gazt svo vel að söng mínum, að hann réði mig þegar í stað. Ferðin til Astralíu var erfið og hættu- leg vegna hindrana þeirra, er heimsstyrj- öldin hafði í för með sér. — En eftir langa útivist og stranga sté ég þá á land í Astralíu, heil á húfi. Þar dvaldi ég í nokkra mán- uði og söng í öllum stærri borgum við ógleymanlegar undirtektir. — Já, einhvers staðar hef ég heyrt eða lesið um Astralíuför þína, að þú hafir „komið, María Markan í Astralíu með koala-björn í fanginu. (Hann er eitt ejaldgæfasta dýr veraldarinnar).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.