Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 8

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 8
152 F A X I Margeir Jónsson, varaformaður blaðstjórnar Faxa. Hann hefur átt sæti í blaðstjórnum síðastliðin átta ár og alltaf verið varaformaður. 2. gr. Samkvæmt 1. gr. leggur nefndin til, að málfundafélagið Faxi í Keflavík gefi blað út. 3. gr. Nefndin leggur til, að blaðið heiti „Kefl- víkingur“. 4. gr. Félagið kýs 2—3 ritstjóra, sem jafnframt eru ábyrgðarmenn. Þeir hafa aðalstjórn blaðsins á hendi, taka við greinum í það og leita því stuðnings. Ennfremur kýs félagið 3ja—5 manna ritnefnd, sem kýs úr sínum hópi gjaldkera blaðsins, en hann annast dreifingu og innheimtu þess. Rit- nefnd aðstoði ritstjóra um öflun efnis. Rísi ágreiningur innan ritstjórnar um efn- isval eða einstakar greinar, skal ritnefnd til kvödd. Skal afl atkvæða ritstjórnar og ritnefndar á sameiginlegum fundi skera úr um slík mál. 5. gr. Nefndin leggur ennfremur til, að blaðið ræði fyrst og fremst málefni, er snerta Keflavík og Suðurnes. Menningarmál byggðarlaganna: skólamál, lestrarfélags- mál, skemmtanir, kvikmyndasýningar, bindindismál o. s. frv. Framfaramál: út- gerð, hafnarmál, iðnaðarmál, ræktunarmál, o. fl. Heilbrigðismál: m. a. vatns og skolp- leiðslumál. Rafmagnsmál o. fl. 6. gr. Blaðið sé ekki pólitískt og geri sér far um að ræða málin af drenglund, sann- girni og réttsýni. 7. gr. Blaðið komi fyrst um sinn út eftir sam- eiginlegri ákvörðun ritstjórnar og rit- nefndar. Stutt greinargerð. Nefndin hefur einróma fallizt á, að mál- fundafél. Faxi gæfi út blað, eftir að hafa heyrt undirtektir manna á málfundi og aflað sér upplýsinga um væntanlegar tekj- ur og gjöld, sbr. 1. gr. Um aðrar greinar nefndarálitsins verður nánar rætt í fram- sögu. Nefndinni eru fullljósar þær tíma- fórnir, sem menn verða að færa í sam- bandi við útgáfu þessa, en hitt er henni eigi síður ljóst, að samfórnir félagsmanna — á sviði blaðaútgáfu — mega koma mörgu því á framfæri, sem ella myndi fyrnast í hugskoti manna. Og verkefni „Keflvíkings" eru legio, sé gætilega af stað farið og stýrt í rétt horf. Valtýr Guðjónsson, Kristinn Pétursson. Hallgr. T/j. Björnsson. Þannig var álit nefndarinnar. Nefndarálitið var rætt mjög ýtarlega, en aðeins gerðar smávægilegar breytingar. T. d. hefur greininni um nafngift blaðsins ekki verið breytt, því að hún er samþykkt mótatkvæðalaust. En allt frá fyrsta tölu- blaði ber þó blaðið nafnið „Faxi“. Ekki verður séð af fundargerðum, hvenær sú ákvörðun hefur verið tekin, en sannleik- urinn mun vera sá, að nafnið „Keflvík- ingur“ mun hafa þótt óheppilega langt á þriggja dálka blaði. Hinsvegar er „Faxi“ vafalaust eitt heppilegasta nafn, sem völ / u var a. Lýkur hér þessum greinarkafla. Hallgrímur Th. Björnsson, ritstjóri Faxa og núverandi stjórnarformaður. Hann hefur i 19 ár átt sæti í blaðstjórnum Faxa og í 16 ár verið blaðstjómarformaður. Kristinn Reyr Pétursson hefur átt sæti í blaðstjórnum Faxa í 9 ár. A þessu tímabili hefur hann ávalt verið ritari blaðstjórnar og eitt ár gegndi hann ritstjóra- starfi blaðsins. Aætlun nefndarinnar er hér tekin með til fróðleiks og skemmtunar og til nokkurs samanburðar við það, sem gildir í dag. Er ekki fjarri lagi, að útgáfa blaðsins sé nú tuttugu sinnum dýrari en hún var fyrir 20 árum og er þó vægilega reiknað. Um störf á vegum blaðsins og viðgang þess að öðru leyti fyrstu 10 árin, verður þetta látið duga hér, en vísað til umræddrar greinar, sem er glögg og ýtarleg. Kristinn Péturs- son skrifaði líka um þetta 10 ára útgáfu- starf í jólablaðinu 1950, undir fyrirsögn- inni :Atómpár til afmælisblaðs. I jólablað- inu í fyrra er rakin saga félagsins, vegna nýafstaðins 20 ára afmælis þess. Er þar einnig gerð nokkur grein fyrir starfsemi blaðsins, mun ég því reyna að vera fáorð- ur og geta aðeins þess helzta, sem skiptir nokkru máli. Framan af þessu seinna tíu ára tímabili blaðsins, eins og meiri hluta hins fyrra, annaðist blaðstjórnin sjálf útgáfustarfið og hélzt sú regla til ársins 1955, þó með því fráviki, að Olafur Skúlason annaðist rit- stjórnina frá áramótum 1954 til vors og sá um útkomu á 6 tölublöðum Faxa. Frá ára- mótum 1955 hefur Hallgr. Th. Björnsson haft ritstjórn og afgreiðslu blaðsins á hendi. í grein þeirri, sem til hefur verið vitnað hér að framan, er blaðstjórna Faxa getið til ársins 1950. Stjórn sú er þá sat, var þannig skipuð: Hallgr. Th. Björns- son, Jón Tómasson og Valtýr Guðjónsson. Arið 1951 kemur Kristinn Pétursson í stjórnina í stað Valtýs og starfar þar með Hallgrími og Jóni til ársins 1952, að Mar- geir Jónsson tekur sæti Kristins, en árið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.