Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1960, Side 53

Faxi - 01.12.1960, Side 53
F A X I 197 GUNNAR DAL: SÆR Milt og rótt sefur sær í silfurljósi nætur, brotna log kóralhvít i kristalöldum lætur. Sævarhjartað hraðar slær. Hlusta, jörð, þér hrjósti nær á æðaslátt og andardrátt. Þig kyssir vatnavör. Um heimsríkið sokkna mitt helmyrkur streymir í hjarta míns djiípi, sem lykilinn geymir að grafreitum aldanna, gimsteinum djúpsins, gimsteinum djúpsins, sem ekkert fær numið annað en dauðinn. — Og alda mtn gleymir öllu, sem hrynur og skolast í djúpið: Marmarahöllunum, sögum og söngvum, siðunum, trúnni og spekinni fornu, drauminum týnda og dögunum horfnu. — En djúpið er minnugt á sólir, sem slokkna, himin, sem myrkvast, og heimsríkið sokkna. Ég er útsær af draumum, sem upp til þín stígur, útsær af vængjuðum draumi, sem flýgur yfir þig, jörð mín, á óttunnar himni og yrkir þér Ijóð sín i regni og vindum. Sæbrjóstið lifnar þá, lyftist og hnígur, en lágróma jörðin í eyra mér hvíslar: — Hvert ætlar þú náttský á óttunnar himni, sem eilífar stjörnurnar hverfa mér lætur? — Og úrsvalur vindurinn yfir mér grætur útsæ af tárum. — í regni og straumum aftur ég hrapa i útsæ af draumum. Sjöstjarnan sæinn á silfurregni grætur og demantglit á dauðamyrk djúpin falla lætur. Sævarhjarta, sofðu rótt. I sjöstjörnunnar Ijósu nótt í dauðaþögn didarmögn djúpsins lyfta þér. Um kóralhaf og sólarsæ söngvagyðjan stígur. Gullfingruð geislahönd um gýgju hennar flýgur. Sævarhjartað hraðar slær. Hlusta, jörð, þér brjósti nær á æðaslátt og andardrátt. Þig kyssir vatnavör. Ég er útsær af myrkri á sökkvandi söndum, særoki hrapandi á rjúkandi ströndum. Ast min þar brotnar i brimhvítu löðri við brjóst þín og ólgandi sogast í djúpið, og myrkur þess fyllist af minningum sárum. Ó, máni og stjörnur, hví elska ég landið, auglit þitt, jörð, sem um eilífð mér verður ókunnur heimur og fjarlægur draumur? Ó, jörð, ég er villtur og stórhöggur straumur, straumur af svipum og hafdjúpsins öndum, sem landnámsins bíða á sökkvandi söndum.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.