Frjáls verslun - 01.08.2001, Side 22
Fanney Gunnlaugsdóttir, nemi við Við-
skiptaháskólann á Bifröst, safnaði upp-
lýsingum um 300 stœrstu fyrirtæki
landsins. Mynd: Geir Olafsson
Forsíðuna prýðir Snæfellsjökull en
myndin var tekin á Laugar-
nestanga seint að kvöldi í sumar.
Fanney vann listann!
I anney Gunnlaugsdóttir, nemi við
Viðskiptaháskólann á Bifröst, safn-
I aði upplýsingum um 300 stærstu
fyrirtæki landsins og kann Frjáls verslun
henni bestu þakkir fyrir. Þess má geta að á
forsíðumyndinni er Snæfellsjökull í allri
sinni dýrð en myndina tók Geir Ólafsson
ljósmjmdari með Nikon F5 myndavél. Hann
tók myndina klukkan 10 að kvöldi í sumar á
Laugarnestanga og notaði við það 300 mm
2.8 linsu, hraðinn var 250 og ljósopið 8.
Filman var Kodak 100 SV. 3!1
Forsíðumyndin var tekin á Nikon F5 myndavél,
linsan var 300 mm 2.8, hraðinn var 250 og
Ijósopið 8. Kodak 100 SFfilma var notuð við tök-
una.
Starfsfolk gleraugnaverslunarinnar Eg C var kallað saman í
myndatöku í tilefni fimm ára afmœlisins. Mynd: Geir Ólafsson
Eg C fimm ára
01eraugnaverslunin Ég C varð fimm ára í september en
hún var stofnuð 9.9.1996 þegar fyrsta Ég C verslunin
var opnuð í Hamraborg 10 í Kópavogi. Tveimur árum
síðar, haustið 1998, var svo önnur verslun opnuð i Smára-
torgi í Kópavogi. I tilefni afmælisins verða ýmis tilboð á
boðstólum í versluninni. „Við höfum alltaf verið með góða
vöru á góðu verði og úrvals þjónustu," segir Sigurður Óli
Sigurðsson, eigandi gleraugnaverslunarinnar Ég C. H3
Svar og BT semja
I var og BT hafa gert samning þess efnis að í verslun-
um BT um land allt verði til sölu margvíslegur síma-
I búnaður sem Svar er umboðs- og þjónustuaðili fyrir
hér á landi. Lögð verður áhersla á ljölbreytt úrval af símum
og verða til sölu vörur frá þekktum framleiðendum, einnig
heimilissímar, borðsímar og þráðlausir símar. Œl
Ingvaldur Einarsson, sölustjóri BT, og Kristján Daníelsson, fram-
kvæmdastjóri sölu- og markaðsdeildar Svars, handsala samninginn.
22